Mikil reiði blossað upp eftir að svartur maður kafnaði í lögreglubíl Gunnar Reynir Valþórsson og Eiður Þór Árnason skrifa 27. maí 2022 08:24 Lögregluofbeldi er afar algengt í Brasilíu. Ljósmyndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Getty/Bruna Prado Mikil reiði hefur blossað upp í Brasilíu eftir að maður lést í haldi lögreglu í borginni Umbaúba í norðausturhluta landsins. Lögreglumenn stöðvuðu för hins þrjátíu og átta ára gamla Genivaldo de Jesus Santos á miðvikudaginn í þessari viku. Honum var svo troðið inni í skott lögreglubílsins ásamt gassprengju. Málið hefur vakið upp hörð viðbrögð og eru lögreglumennirnir sakaðir um kynþáttahatur, en Santos var svartur á hörund. Á myndböndum af atvikinu sést hvernig tveir lögreglumenn sitja á skottinu til að koma í veg fyrir að maðurinn kæmist út og sést þykkur reykur koma frá bílnum. Að lokum kafnaði Santos, að því er krufning leiddi í ljós. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Hafi verði með lyfseðilsskyld lyf Lögreglumennirnir sæta nú rannsókn en þeir segja Santos hafa sýnt mótþróa við handtökuna. Það stangast á við frásögn vitna. Wallison de Jesus, frænda Santos, kveðst hafa verið viðstaddur atvikið og segir að frændi sinn hafi verið akandi á mótorhjóli þegar lögregla stöðvaði hann og bað hann um að lyfta upp bolnum sínum. Jesus segir að frændi sinn hafi tekið inn lyfseðilsskyld lyf við geðklofa og verið órólegur þegar lögreglumenn fundu lyfin. Hann segist jafnframt hafa varað lögreglumennina við ástandi Santos en þá hafi „pyntingarnar byrjað.“ Á myndskeiði sem komið er í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum sést Santos liggja í skottinu á lögreglubílnum á meðan hann sveiflar fótunum fyrir utan bílinn. Á meðan hann sparkar og öskrar sjást tveir lögreglumenn ýta niður hurðinni á skottinu á meðan gassprengju virðist vera hent inn í bílinn. Ekkja Santos segir glæp hafa átt sér stað „Þeir eiga eftir að drepa gaurinn,“ heyrist sjónarvottur segja á sama tíma og fætur Santos hætta að hreyfast. Jesus segir að frændi sinn hafi verið fluttur á sjúkrahús þar sem lögreglumennirnir hafi áttað sig á því að hann væri meðvitundarlaus. Í tilkynningu frá lögregluembættinu segir að Santos hafi verið úrskurðaður látinn á spítalanum. Maria Fabiana dos Santos, ekkja Santos, segir í samtali við staðarmiðil að atvikið væri glæpur og að eiginmaður hennar hafi aldrei verið ofbeldisfullur. Efnt var til mótmæla áður en jarðarför Santos fór fram í Umbaúba á fimmtudag. Staðarmiðilinn G1 segir að kveikt hafi verið í dekkjum á veginum þar sem Santos lést. Lögregluofbeldi er afar algengt í Brasilíu, en í síðustu viku til að mynda létust rúmlega tuttugu þegar lögreglan gerði árás í fátækrahverfi í Rio de Janeiro. Brasilía Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Fleiri fréttir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Sjá meira
Lögreglumenn stöðvuðu för hins þrjátíu og átta ára gamla Genivaldo de Jesus Santos á miðvikudaginn í þessari viku. Honum var svo troðið inni í skott lögreglubílsins ásamt gassprengju. Málið hefur vakið upp hörð viðbrögð og eru lögreglumennirnir sakaðir um kynþáttahatur, en Santos var svartur á hörund. Á myndböndum af atvikinu sést hvernig tveir lögreglumenn sitja á skottinu til að koma í veg fyrir að maðurinn kæmist út og sést þykkur reykur koma frá bílnum. Að lokum kafnaði Santos, að því er krufning leiddi í ljós. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Hafi verði með lyfseðilsskyld lyf Lögreglumennirnir sæta nú rannsókn en þeir segja Santos hafa sýnt mótþróa við handtökuna. Það stangast á við frásögn vitna. Wallison de Jesus, frænda Santos, kveðst hafa verið viðstaddur atvikið og segir að frændi sinn hafi verið akandi á mótorhjóli þegar lögregla stöðvaði hann og bað hann um að lyfta upp bolnum sínum. Jesus segir að frændi sinn hafi tekið inn lyfseðilsskyld lyf við geðklofa og verið órólegur þegar lögreglumenn fundu lyfin. Hann segist jafnframt hafa varað lögreglumennina við ástandi Santos en þá hafi „pyntingarnar byrjað.“ Á myndskeiði sem komið er í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum sést Santos liggja í skottinu á lögreglubílnum á meðan hann sveiflar fótunum fyrir utan bílinn. Á meðan hann sparkar og öskrar sjást tveir lögreglumenn ýta niður hurðinni á skottinu á meðan gassprengju virðist vera hent inn í bílinn. Ekkja Santos segir glæp hafa átt sér stað „Þeir eiga eftir að drepa gaurinn,“ heyrist sjónarvottur segja á sama tíma og fætur Santos hætta að hreyfast. Jesus segir að frændi sinn hafi verið fluttur á sjúkrahús þar sem lögreglumennirnir hafi áttað sig á því að hann væri meðvitundarlaus. Í tilkynningu frá lögregluembættinu segir að Santos hafi verið úrskurðaður látinn á spítalanum. Maria Fabiana dos Santos, ekkja Santos, segir í samtali við staðarmiðil að atvikið væri glæpur og að eiginmaður hennar hafi aldrei verið ofbeldisfullur. Efnt var til mótmæla áður en jarðarför Santos fór fram í Umbaúba á fimmtudag. Staðarmiðilinn G1 segir að kveikt hafi verið í dekkjum á veginum þar sem Santos lést. Lögregluofbeldi er afar algengt í Brasilíu, en í síðustu viku til að mynda létust rúmlega tuttugu þegar lögreglan gerði árás í fátækrahverfi í Rio de Janeiro.
Brasilía Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Fleiri fréttir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Sjá meira