„Við ætlum bara að vanda okkur og láta verkin tala“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 26. maí 2022 20:01 Nýr meirihluti hefur verið myndaður í Kópavogi. Vísir Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn mynduðu í dag meirihluta í Kópavogi en Sjálfstæðismenn halda bæjarstjórnarstólnum. Verðandi bæjarstjóri kveðst spennt fyrir verkefninu og segir góðan samhljóm milli flokkanna. Meirihlutaviðræður standa enn yfir í nokkrum sveitarfélögum víða um land, tólf dögum eftir kjördag. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn mynduðu í dag meirihluta í Kópavogi en Sjálfstæðismenn halda bæjarstjórnarstólnum. Verðandi bæjarstjóri kveðst spennt fyrir verkefninu og segir góðan samhljóm milli flokkanna. Meirihlutaviðræður standa enn yfir í nokkrum sveitarfélögum víða um land. Málefnasáttmáli flokkanna var undirritaður í dag en þeir störfuðu einnig saman á síðasta kjörtímabili. Ármann Kr. Ólafsson, sitjandi bæjarstjóri, tilkynnti fyrir kosningarnar að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri en Sjálfstæðismenn halda áfram bæjarstjórnarstólnum. „Ég er mjög spennt fyrir þessu mikilvæga og stóra verkefni sem er fram undan,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og verðandi bæjarstjóri, aðspurð um hvernig henni lítist á nýja hlutverkið. „Að sjálfsögðu er þetta næstu fjögur árin og við ætlum bara að vanda okkur og láta verkin tala,“ segir Ásdís enn fremur. Ákveðnar lotur í viðræðunum strembnari en aðrar Viðræður flokkanna hófust strax daginn eftir kjördag en tóku nokkurn tíma að sögn oddvitanna, enda sáttmálinn undirritaður tólf dögum eftir að kosningarnar fóru fram. „Vissulega voru þarna þættir sem þurfti að fara vel yfir og komu ákveðnar lotur sem voru strembnari en aðrar, það verður alveg að viðurkennast,“ segir Orri Vignir Hlöðversson, oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi, en hann tekur fram að í grunninn hafi verið samhljómur um helstu málefnin. „Við ætlum alls ekki að sitja við orðin tóm, heldur ætlum við að klára verkefni sem að við erum búin að lista upp,“ segir Orri um þau verkefni sem kveðið er á um í sáttmálanum. Þetta tekur Ásdís undir. „Við erum afskaplega stolt og ánægð af þeirri niðurstöðu sem við erum að birta hér í sáttmála beggja flokka.“ Aðspurð um hvers vegna það tók svo langan tíma að ljúka viðræðum segir Ásdís að þau hafi viljað vanda til verka. „Í stað þess að flýta okkur um og of þá ákváðum við frekar að gefa okkur tíma að skrifa sáttmála sem að endurspeglar þær áherslur sem báðir flokkarnir lögðu fram í kosningabaráttunni,“ segir Ásdís. Alls mynda flokkarnir tveir sex manna meirihluta, fjórir úr Sjálfstæðisflokknum og tveir úr Framsókn. Um er að ræða sama meirihluta og á síðasta kjörtímabili en Sjálfstæðisflokkurinn missti einn mann í kosningunum á meðan Framsóknarflokkurinn bætti við sig manni. Líkt og áður segir halda Sjálfstæðismenn bæjarstjórnarstólnum en Orri Vignir verður formaður bæjarráðs fyrir Framsóknarflokkinn. Flokkarnir skipta síðan á milli sín embætti forseta bæjarstjórnar, þannig að hvor flokkur heldur embættinu helming kjörtímabilsins. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Kynntu málefnasamning í Kópavogi Klukkan í dag þrjú hefst blaðamannafundur í Gerðasafni í Kópavogi þar oddvitar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í bænum kynna nýjan málefnasamning. 26. maí 2022 14:57 Meirihluti loksins myndaður á Akureyri Oddvitar Bæjarlista Akureyrar, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks á Akureyri hittust í bústað í gær og mynduðu meirihluta bæjarstjórnar. 26. maí 2022 12:42 Ná saman í Hveragerði og auglýsa eftir bæjarstjóra Fulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknarflokksins skrifuðu undir málefnasamning í Hveragerði í kvöld. Flokkarnir munu mynda meirihluta á komandi kjörtímabili. 25. maí 2022 22:28 Framsókn og Sjálfstæðisflokkur „raði sér á jötuna“ án skýrrar stefnu Oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði fer ekki í grafgötur með það að sér þyki vonbrigði að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafi ákveðið að fara í áframhaldandi meirihlutasamstarf í bænum. Hann segir samstarfið snúast um stóla og völd, en ekki aðgerðir. 25. maí 2022 18:54 Einar segir að ákalli kjósenda um breytingar í Reykjavík verði svarað Formlegar meirihlutaviðræður hófust í Reykjavík í dag. Oddviti Framsóknarflokksins segir að ákalli kjósenda um breytingar verði svarað. En í samningaviðræðum verði allir að gefa eitthvað eftir. 25. maí 2022 18:31 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn mynduðu í dag meirihluta í Kópavogi en Sjálfstæðismenn halda bæjarstjórnarstólnum. Verðandi bæjarstjóri kveðst spennt fyrir verkefninu og segir góðan samhljóm milli flokkanna. Meirihlutaviðræður standa enn yfir í nokkrum sveitarfélögum víða um land. Málefnasáttmáli flokkanna var undirritaður í dag en þeir störfuðu einnig saman á síðasta kjörtímabili. Ármann Kr. Ólafsson, sitjandi bæjarstjóri, tilkynnti fyrir kosningarnar að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri en Sjálfstæðismenn halda áfram bæjarstjórnarstólnum. „Ég er mjög spennt fyrir þessu mikilvæga og stóra verkefni sem er fram undan,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og verðandi bæjarstjóri, aðspurð um hvernig henni lítist á nýja hlutverkið. „Að sjálfsögðu er þetta næstu fjögur árin og við ætlum bara að vanda okkur og láta verkin tala,“ segir Ásdís enn fremur. Ákveðnar lotur í viðræðunum strembnari en aðrar Viðræður flokkanna hófust strax daginn eftir kjördag en tóku nokkurn tíma að sögn oddvitanna, enda sáttmálinn undirritaður tólf dögum eftir að kosningarnar fóru fram. „Vissulega voru þarna þættir sem þurfti að fara vel yfir og komu ákveðnar lotur sem voru strembnari en aðrar, það verður alveg að viðurkennast,“ segir Orri Vignir Hlöðversson, oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi, en hann tekur fram að í grunninn hafi verið samhljómur um helstu málefnin. „Við ætlum alls ekki að sitja við orðin tóm, heldur ætlum við að klára verkefni sem að við erum búin að lista upp,“ segir Orri um þau verkefni sem kveðið er á um í sáttmálanum. Þetta tekur Ásdís undir. „Við erum afskaplega stolt og ánægð af þeirri niðurstöðu sem við erum að birta hér í sáttmála beggja flokka.“ Aðspurð um hvers vegna það tók svo langan tíma að ljúka viðræðum segir Ásdís að þau hafi viljað vanda til verka. „Í stað þess að flýta okkur um og of þá ákváðum við frekar að gefa okkur tíma að skrifa sáttmála sem að endurspeglar þær áherslur sem báðir flokkarnir lögðu fram í kosningabaráttunni,“ segir Ásdís. Alls mynda flokkarnir tveir sex manna meirihluta, fjórir úr Sjálfstæðisflokknum og tveir úr Framsókn. Um er að ræða sama meirihluta og á síðasta kjörtímabili en Sjálfstæðisflokkurinn missti einn mann í kosningunum á meðan Framsóknarflokkurinn bætti við sig manni. Líkt og áður segir halda Sjálfstæðismenn bæjarstjórnarstólnum en Orri Vignir verður formaður bæjarráðs fyrir Framsóknarflokkinn. Flokkarnir skipta síðan á milli sín embætti forseta bæjarstjórnar, þannig að hvor flokkur heldur embættinu helming kjörtímabilsins.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Kynntu málefnasamning í Kópavogi Klukkan í dag þrjú hefst blaðamannafundur í Gerðasafni í Kópavogi þar oddvitar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í bænum kynna nýjan málefnasamning. 26. maí 2022 14:57 Meirihluti loksins myndaður á Akureyri Oddvitar Bæjarlista Akureyrar, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks á Akureyri hittust í bústað í gær og mynduðu meirihluta bæjarstjórnar. 26. maí 2022 12:42 Ná saman í Hveragerði og auglýsa eftir bæjarstjóra Fulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknarflokksins skrifuðu undir málefnasamning í Hveragerði í kvöld. Flokkarnir munu mynda meirihluta á komandi kjörtímabili. 25. maí 2022 22:28 Framsókn og Sjálfstæðisflokkur „raði sér á jötuna“ án skýrrar stefnu Oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði fer ekki í grafgötur með það að sér þyki vonbrigði að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafi ákveðið að fara í áframhaldandi meirihlutasamstarf í bænum. Hann segir samstarfið snúast um stóla og völd, en ekki aðgerðir. 25. maí 2022 18:54 Einar segir að ákalli kjósenda um breytingar í Reykjavík verði svarað Formlegar meirihlutaviðræður hófust í Reykjavík í dag. Oddviti Framsóknarflokksins segir að ákalli kjósenda um breytingar verði svarað. En í samningaviðræðum verði allir að gefa eitthvað eftir. 25. maí 2022 18:31 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Kynntu málefnasamning í Kópavogi Klukkan í dag þrjú hefst blaðamannafundur í Gerðasafni í Kópavogi þar oddvitar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í bænum kynna nýjan málefnasamning. 26. maí 2022 14:57
Meirihluti loksins myndaður á Akureyri Oddvitar Bæjarlista Akureyrar, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks á Akureyri hittust í bústað í gær og mynduðu meirihluta bæjarstjórnar. 26. maí 2022 12:42
Ná saman í Hveragerði og auglýsa eftir bæjarstjóra Fulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknarflokksins skrifuðu undir málefnasamning í Hveragerði í kvöld. Flokkarnir munu mynda meirihluta á komandi kjörtímabili. 25. maí 2022 22:28
Framsókn og Sjálfstæðisflokkur „raði sér á jötuna“ án skýrrar stefnu Oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði fer ekki í grafgötur með það að sér þyki vonbrigði að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafi ákveðið að fara í áframhaldandi meirihlutasamstarf í bænum. Hann segir samstarfið snúast um stóla og völd, en ekki aðgerðir. 25. maí 2022 18:54
Einar segir að ákalli kjósenda um breytingar í Reykjavík verði svarað Formlegar meirihlutaviðræður hófust í Reykjavík í dag. Oddviti Framsóknarflokksins segir að ákalli kjósenda um breytingar verði svarað. En í samningaviðræðum verði allir að gefa eitthvað eftir. 25. maí 2022 18:31