„Við ætlum bara að vanda okkur og láta verkin tala“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 26. maí 2022 20:01 Nýr meirihluti hefur verið myndaður í Kópavogi. Vísir Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn mynduðu í dag meirihluta í Kópavogi en Sjálfstæðismenn halda bæjarstjórnarstólnum. Verðandi bæjarstjóri kveðst spennt fyrir verkefninu og segir góðan samhljóm milli flokkanna. Meirihlutaviðræður standa enn yfir í nokkrum sveitarfélögum víða um land, tólf dögum eftir kjördag. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn mynduðu í dag meirihluta í Kópavogi en Sjálfstæðismenn halda bæjarstjórnarstólnum. Verðandi bæjarstjóri kveðst spennt fyrir verkefninu og segir góðan samhljóm milli flokkanna. Meirihlutaviðræður standa enn yfir í nokkrum sveitarfélögum víða um land. Málefnasáttmáli flokkanna var undirritaður í dag en þeir störfuðu einnig saman á síðasta kjörtímabili. Ármann Kr. Ólafsson, sitjandi bæjarstjóri, tilkynnti fyrir kosningarnar að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri en Sjálfstæðismenn halda áfram bæjarstjórnarstólnum. „Ég er mjög spennt fyrir þessu mikilvæga og stóra verkefni sem er fram undan,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og verðandi bæjarstjóri, aðspurð um hvernig henni lítist á nýja hlutverkið. „Að sjálfsögðu er þetta næstu fjögur árin og við ætlum bara að vanda okkur og láta verkin tala,“ segir Ásdís enn fremur. Ákveðnar lotur í viðræðunum strembnari en aðrar Viðræður flokkanna hófust strax daginn eftir kjördag en tóku nokkurn tíma að sögn oddvitanna, enda sáttmálinn undirritaður tólf dögum eftir að kosningarnar fóru fram. „Vissulega voru þarna þættir sem þurfti að fara vel yfir og komu ákveðnar lotur sem voru strembnari en aðrar, það verður alveg að viðurkennast,“ segir Orri Vignir Hlöðversson, oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi, en hann tekur fram að í grunninn hafi verið samhljómur um helstu málefnin. „Við ætlum alls ekki að sitja við orðin tóm, heldur ætlum við að klára verkefni sem að við erum búin að lista upp,“ segir Orri um þau verkefni sem kveðið er á um í sáttmálanum. Þetta tekur Ásdís undir. „Við erum afskaplega stolt og ánægð af þeirri niðurstöðu sem við erum að birta hér í sáttmála beggja flokka.“ Aðspurð um hvers vegna það tók svo langan tíma að ljúka viðræðum segir Ásdís að þau hafi viljað vanda til verka. „Í stað þess að flýta okkur um og of þá ákváðum við frekar að gefa okkur tíma að skrifa sáttmála sem að endurspeglar þær áherslur sem báðir flokkarnir lögðu fram í kosningabaráttunni,“ segir Ásdís. Alls mynda flokkarnir tveir sex manna meirihluta, fjórir úr Sjálfstæðisflokknum og tveir úr Framsókn. Um er að ræða sama meirihluta og á síðasta kjörtímabili en Sjálfstæðisflokkurinn missti einn mann í kosningunum á meðan Framsóknarflokkurinn bætti við sig manni. Líkt og áður segir halda Sjálfstæðismenn bæjarstjórnarstólnum en Orri Vignir verður formaður bæjarráðs fyrir Framsóknarflokkinn. Flokkarnir skipta síðan á milli sín embætti forseta bæjarstjórnar, þannig að hvor flokkur heldur embættinu helming kjörtímabilsins. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Kynntu málefnasamning í Kópavogi Klukkan í dag þrjú hefst blaðamannafundur í Gerðasafni í Kópavogi þar oddvitar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í bænum kynna nýjan málefnasamning. 26. maí 2022 14:57 Meirihluti loksins myndaður á Akureyri Oddvitar Bæjarlista Akureyrar, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks á Akureyri hittust í bústað í gær og mynduðu meirihluta bæjarstjórnar. 26. maí 2022 12:42 Ná saman í Hveragerði og auglýsa eftir bæjarstjóra Fulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknarflokksins skrifuðu undir málefnasamning í Hveragerði í kvöld. Flokkarnir munu mynda meirihluta á komandi kjörtímabili. 25. maí 2022 22:28 Framsókn og Sjálfstæðisflokkur „raði sér á jötuna“ án skýrrar stefnu Oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði fer ekki í grafgötur með það að sér þyki vonbrigði að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafi ákveðið að fara í áframhaldandi meirihlutasamstarf í bænum. Hann segir samstarfið snúast um stóla og völd, en ekki aðgerðir. 25. maí 2022 18:54 Einar segir að ákalli kjósenda um breytingar í Reykjavík verði svarað Formlegar meirihlutaviðræður hófust í Reykjavík í dag. Oddviti Framsóknarflokksins segir að ákalli kjósenda um breytingar verði svarað. En í samningaviðræðum verði allir að gefa eitthvað eftir. 25. maí 2022 18:31 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn mynduðu í dag meirihluta í Kópavogi en Sjálfstæðismenn halda bæjarstjórnarstólnum. Verðandi bæjarstjóri kveðst spennt fyrir verkefninu og segir góðan samhljóm milli flokkanna. Meirihlutaviðræður standa enn yfir í nokkrum sveitarfélögum víða um land. Málefnasáttmáli flokkanna var undirritaður í dag en þeir störfuðu einnig saman á síðasta kjörtímabili. Ármann Kr. Ólafsson, sitjandi bæjarstjóri, tilkynnti fyrir kosningarnar að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri en Sjálfstæðismenn halda áfram bæjarstjórnarstólnum. „Ég er mjög spennt fyrir þessu mikilvæga og stóra verkefni sem er fram undan,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og verðandi bæjarstjóri, aðspurð um hvernig henni lítist á nýja hlutverkið. „Að sjálfsögðu er þetta næstu fjögur árin og við ætlum bara að vanda okkur og láta verkin tala,“ segir Ásdís enn fremur. Ákveðnar lotur í viðræðunum strembnari en aðrar Viðræður flokkanna hófust strax daginn eftir kjördag en tóku nokkurn tíma að sögn oddvitanna, enda sáttmálinn undirritaður tólf dögum eftir að kosningarnar fóru fram. „Vissulega voru þarna þættir sem þurfti að fara vel yfir og komu ákveðnar lotur sem voru strembnari en aðrar, það verður alveg að viðurkennast,“ segir Orri Vignir Hlöðversson, oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi, en hann tekur fram að í grunninn hafi verið samhljómur um helstu málefnin. „Við ætlum alls ekki að sitja við orðin tóm, heldur ætlum við að klára verkefni sem að við erum búin að lista upp,“ segir Orri um þau verkefni sem kveðið er á um í sáttmálanum. Þetta tekur Ásdís undir. „Við erum afskaplega stolt og ánægð af þeirri niðurstöðu sem við erum að birta hér í sáttmála beggja flokka.“ Aðspurð um hvers vegna það tók svo langan tíma að ljúka viðræðum segir Ásdís að þau hafi viljað vanda til verka. „Í stað þess að flýta okkur um og of þá ákváðum við frekar að gefa okkur tíma að skrifa sáttmála sem að endurspeglar þær áherslur sem báðir flokkarnir lögðu fram í kosningabaráttunni,“ segir Ásdís. Alls mynda flokkarnir tveir sex manna meirihluta, fjórir úr Sjálfstæðisflokknum og tveir úr Framsókn. Um er að ræða sama meirihluta og á síðasta kjörtímabili en Sjálfstæðisflokkurinn missti einn mann í kosningunum á meðan Framsóknarflokkurinn bætti við sig manni. Líkt og áður segir halda Sjálfstæðismenn bæjarstjórnarstólnum en Orri Vignir verður formaður bæjarráðs fyrir Framsóknarflokkinn. Flokkarnir skipta síðan á milli sín embætti forseta bæjarstjórnar, þannig að hvor flokkur heldur embættinu helming kjörtímabilsins.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Kynntu málefnasamning í Kópavogi Klukkan í dag þrjú hefst blaðamannafundur í Gerðasafni í Kópavogi þar oddvitar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í bænum kynna nýjan málefnasamning. 26. maí 2022 14:57 Meirihluti loksins myndaður á Akureyri Oddvitar Bæjarlista Akureyrar, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks á Akureyri hittust í bústað í gær og mynduðu meirihluta bæjarstjórnar. 26. maí 2022 12:42 Ná saman í Hveragerði og auglýsa eftir bæjarstjóra Fulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknarflokksins skrifuðu undir málefnasamning í Hveragerði í kvöld. Flokkarnir munu mynda meirihluta á komandi kjörtímabili. 25. maí 2022 22:28 Framsókn og Sjálfstæðisflokkur „raði sér á jötuna“ án skýrrar stefnu Oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði fer ekki í grafgötur með það að sér þyki vonbrigði að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafi ákveðið að fara í áframhaldandi meirihlutasamstarf í bænum. Hann segir samstarfið snúast um stóla og völd, en ekki aðgerðir. 25. maí 2022 18:54 Einar segir að ákalli kjósenda um breytingar í Reykjavík verði svarað Formlegar meirihlutaviðræður hófust í Reykjavík í dag. Oddviti Framsóknarflokksins segir að ákalli kjósenda um breytingar verði svarað. En í samningaviðræðum verði allir að gefa eitthvað eftir. 25. maí 2022 18:31 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Sjá meira
Kynntu málefnasamning í Kópavogi Klukkan í dag þrjú hefst blaðamannafundur í Gerðasafni í Kópavogi þar oddvitar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í bænum kynna nýjan málefnasamning. 26. maí 2022 14:57
Meirihluti loksins myndaður á Akureyri Oddvitar Bæjarlista Akureyrar, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks á Akureyri hittust í bústað í gær og mynduðu meirihluta bæjarstjórnar. 26. maí 2022 12:42
Ná saman í Hveragerði og auglýsa eftir bæjarstjóra Fulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknarflokksins skrifuðu undir málefnasamning í Hveragerði í kvöld. Flokkarnir munu mynda meirihluta á komandi kjörtímabili. 25. maí 2022 22:28
Framsókn og Sjálfstæðisflokkur „raði sér á jötuna“ án skýrrar stefnu Oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði fer ekki í grafgötur með það að sér þyki vonbrigði að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafi ákveðið að fara í áframhaldandi meirihlutasamstarf í bænum. Hann segir samstarfið snúast um stóla og völd, en ekki aðgerðir. 25. maí 2022 18:54
Einar segir að ákalli kjósenda um breytingar í Reykjavík verði svarað Formlegar meirihlutaviðræður hófust í Reykjavík í dag. Oddviti Framsóknarflokksins segir að ákalli kjósenda um breytingar verði svarað. En í samningaviðræðum verði allir að gefa eitthvað eftir. 25. maí 2022 18:31