Breska ríkisútvarpið greinir frá því að hann hafi látið þessi orð falla á ráðstefnu sem haldin var í gær.
Stríðið í Úkraínu, skortur á jarðeldsneyti, matvælaskortur og áhrif kórónuveirunnar í Kína hafi öll haft áhrif á hagkerfið og geti leitt af sér heimskreppu.
„Þegar við lítum á verga landsframleiðslu heimsins (VLF), þá er erfitt að sjá hvernig við forðumst kreppu,“ sagði Malpass á viðburði í Bandaríkjunum í gær.
Mörg ríki hafa lokað á viðskipti við Rússa eftir innrás þeirra í Úkraínu. Verðið á jarðeldsneyti hefur hækkað gífurlega eftir að ríki fóru að leita annað en til Rússlands.
Þróunarlönd finna fyrir miklum matavælaskorti þessa stundina, að hluta til vegna lokunar Rússa á höfnum Úkraínu við Svartahaf. Um 20 milljón tonn af korni bíða til að mynda nú útflutnings í höfnum Úkraínu.
Í mörgum af stærstu borgum Kína, til dæmis í viðskiptaborginni Shanghæ, hefur verið ráðist til sóttvarnaaðgerða í kjölfar nýrra kórónuveirusmita. Aðgerðirnar hafa nú þegar hægt gífurlega á framleiðslu í Kína sem er næst stærsta hagkerfi heims.