Rúnar Kristinsson: Geggjað að fá tækifæri til að halda áfram í bikarkeppninni Sverrir Mar Smárason skrifar 25. maí 2022 22:22 Rúnar brosti breitt í Garðabænum í kvöld. Vísir/ Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var að vonum gríðarlega sáttur við 0-3 sigur sinna manna gegn Stjörnunni í Mjólkurbikar Karla í kvöld. KR-ingar komnir áfram í 16-liða úrslitin. „Mér líður bara mjög vel. Geggjað að fá tækifæri til að halda áfram í bikarkeppninni og fá fleiri leiki. Við lendum strax hérna í 32-liða úrslitum á móti frábæru Stjörnuliði. Þetta var hörkuleikur og sárt að annað af þessum góðu liðum þyrfti að detta út úr bikarkeppninni. Það verður eitthvað annað eins á morgun því Valur og Breiðablik drógust líka saman. Þetta er sjarminn við keppnina. Flestir hefðu viljað fá kannski leik þar sem við hefðum getað dreift álaginu á liðið en við höfðum ekki möguleika á því í dag. Úr varð hörkuleikur og gott fyrir þá sem fylgjast með að sjá tvö góð lið,“ sagði Rúnar. KR-ingar hafa verið mikið gagnrýndir, réttilega, fyrir slaka frammistöðu í síðari hálfleik í leikjum sínum hingað til í sumar. Liðið var þétt og öflugt allan leikinn í dag og Rúnar var ánægður með það. „Já nokkurn veginn [fyrsti leikurinn sem KR spilar vel í heilan leik]. Það skiptir máli að fá inn mörk og þessi tvö mörk gáfu okkur mjög mikið í fyrri hálfleik. Þess vegna var auðveldara fyrir okkur að halda þetta út í síðari og stjórna aðeins leiknum. Stjarnan kom reyndar mjög sterk út fyrstu 15 og pressuðu okkur niður. Við nýttum ekki skyndisóknirnar nægilega vel. Í deildinni í þeim leikjum sem við höfum verið betri aðilinn í mörgum af þeim í fyrri hálfleik en höfum ekki náð að skora og komast yfir til að fylgja því eftir. Þá hafa menn kannski farið inn í einhverja skel, orðið hræddir og fyrir vikið höfum við ekki kannski fengið eins mörg stig og við höfum viljað. Engu að síður þá vitum við hvað býr í þessu liði, vitum hvers við erum megnugir við þurfum bara að fara að búa til fleiri 90 mínútur eins og við gerðum í dag,“ sagði Rúnar. En hvernig ætla þeir að búa til fleiri 90 mínútur eins og í dag? „Taka allt það góða út úr þessum leik, reyna að bæta allt það lélega og halda áfram að hlaða á okkur einhverju jákvæðu og góðu,“ svaraði Rúnar. Heimavöllurinn hefur gefist illa hjá KR hingað til á tímabilinu. Rúnar talar um muninn á því að spila á grasi og gervigrasi. „Þetta er búið að vera erfitt á heimavelli þar sem við höfum ekki nýtt þessi tækifæri sem við höfum fengið. Í dag spilum við heilsteyptan leik í 90 mínútur með einhverjum mínútum það sem Stjarnan fær sín færi og við hefðum hæglega getað skorað 2-3 mörk í viðbót. Við erum hérna á gervigrasi við geggjaðar aðstæður og það er bara stórmunur á því að spila á KR-vellinum sem lítur vel út úr fjarska en ef þú labbar inn á hann þá er hann ekki jafn sléttur og þetta hér. Við í rauninni erum stundum bara betri á gervigrasinu en á grasinu okkar heima. Það er auðveldara að verjast á KR-vellinum, lélegum grasvelli, það er erfiðara að spila góðan fótbolta þar. Vissulega höfum við verið að reyna að spila full mikinn fótbolta þar og þurfum kannski að reyna að fara auðveldari leiðir,“ sagði Rúnar um heimavöllinn. Mjólkurbikar karla KR Stjarnan Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og VARsjáin Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og VARsjáin Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Pep skammast sín og biðst afsökunar Kúrekarnir skutu Ernina niður Doncic áfram óstöðvandi og setti met María aftur heim til Klepp Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Sjá meira
„Mér líður bara mjög vel. Geggjað að fá tækifæri til að halda áfram í bikarkeppninni og fá fleiri leiki. Við lendum strax hérna í 32-liða úrslitum á móti frábæru Stjörnuliði. Þetta var hörkuleikur og sárt að annað af þessum góðu liðum þyrfti að detta út úr bikarkeppninni. Það verður eitthvað annað eins á morgun því Valur og Breiðablik drógust líka saman. Þetta er sjarminn við keppnina. Flestir hefðu viljað fá kannski leik þar sem við hefðum getað dreift álaginu á liðið en við höfðum ekki möguleika á því í dag. Úr varð hörkuleikur og gott fyrir þá sem fylgjast með að sjá tvö góð lið,“ sagði Rúnar. KR-ingar hafa verið mikið gagnrýndir, réttilega, fyrir slaka frammistöðu í síðari hálfleik í leikjum sínum hingað til í sumar. Liðið var þétt og öflugt allan leikinn í dag og Rúnar var ánægður með það. „Já nokkurn veginn [fyrsti leikurinn sem KR spilar vel í heilan leik]. Það skiptir máli að fá inn mörk og þessi tvö mörk gáfu okkur mjög mikið í fyrri hálfleik. Þess vegna var auðveldara fyrir okkur að halda þetta út í síðari og stjórna aðeins leiknum. Stjarnan kom reyndar mjög sterk út fyrstu 15 og pressuðu okkur niður. Við nýttum ekki skyndisóknirnar nægilega vel. Í deildinni í þeim leikjum sem við höfum verið betri aðilinn í mörgum af þeim í fyrri hálfleik en höfum ekki náð að skora og komast yfir til að fylgja því eftir. Þá hafa menn kannski farið inn í einhverja skel, orðið hræddir og fyrir vikið höfum við ekki kannski fengið eins mörg stig og við höfum viljað. Engu að síður þá vitum við hvað býr í þessu liði, vitum hvers við erum megnugir við þurfum bara að fara að búa til fleiri 90 mínútur eins og við gerðum í dag,“ sagði Rúnar. En hvernig ætla þeir að búa til fleiri 90 mínútur eins og í dag? „Taka allt það góða út úr þessum leik, reyna að bæta allt það lélega og halda áfram að hlaða á okkur einhverju jákvæðu og góðu,“ svaraði Rúnar. Heimavöllurinn hefur gefist illa hjá KR hingað til á tímabilinu. Rúnar talar um muninn á því að spila á grasi og gervigrasi. „Þetta er búið að vera erfitt á heimavelli þar sem við höfum ekki nýtt þessi tækifæri sem við höfum fengið. Í dag spilum við heilsteyptan leik í 90 mínútur með einhverjum mínútum það sem Stjarnan fær sín færi og við hefðum hæglega getað skorað 2-3 mörk í viðbót. Við erum hérna á gervigrasi við geggjaðar aðstæður og það er bara stórmunur á því að spila á KR-vellinum sem lítur vel út úr fjarska en ef þú labbar inn á hann þá er hann ekki jafn sléttur og þetta hér. Við í rauninni erum stundum bara betri á gervigrasinu en á grasinu okkar heima. Það er auðveldara að verjast á KR-vellinum, lélegum grasvelli, það er erfiðara að spila góðan fótbolta þar. Vissulega höfum við verið að reyna að spila full mikinn fótbolta þar og þurfum kannski að reyna að fara auðveldari leiðir,“ sagði Rúnar um heimavöllinn.
Mjólkurbikar karla KR Stjarnan Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og VARsjáin Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og VARsjáin Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Pep skammast sín og biðst afsökunar Kúrekarnir skutu Ernina niður Doncic áfram óstöðvandi og setti met María aftur heim til Klepp Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Sjá meira