Rúnar Kristinsson: Geggjað að fá tækifæri til að halda áfram í bikarkeppninni Sverrir Mar Smárason skrifar 25. maí 2022 22:22 Rúnar brosti breitt í Garðabænum í kvöld. Vísir/ Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var að vonum gríðarlega sáttur við 0-3 sigur sinna manna gegn Stjörnunni í Mjólkurbikar Karla í kvöld. KR-ingar komnir áfram í 16-liða úrslitin. „Mér líður bara mjög vel. Geggjað að fá tækifæri til að halda áfram í bikarkeppninni og fá fleiri leiki. Við lendum strax hérna í 32-liða úrslitum á móti frábæru Stjörnuliði. Þetta var hörkuleikur og sárt að annað af þessum góðu liðum þyrfti að detta út úr bikarkeppninni. Það verður eitthvað annað eins á morgun því Valur og Breiðablik drógust líka saman. Þetta er sjarminn við keppnina. Flestir hefðu viljað fá kannski leik þar sem við hefðum getað dreift álaginu á liðið en við höfðum ekki möguleika á því í dag. Úr varð hörkuleikur og gott fyrir þá sem fylgjast með að sjá tvö góð lið,“ sagði Rúnar. KR-ingar hafa verið mikið gagnrýndir, réttilega, fyrir slaka frammistöðu í síðari hálfleik í leikjum sínum hingað til í sumar. Liðið var þétt og öflugt allan leikinn í dag og Rúnar var ánægður með það. „Já nokkurn veginn [fyrsti leikurinn sem KR spilar vel í heilan leik]. Það skiptir máli að fá inn mörk og þessi tvö mörk gáfu okkur mjög mikið í fyrri hálfleik. Þess vegna var auðveldara fyrir okkur að halda þetta út í síðari og stjórna aðeins leiknum. Stjarnan kom reyndar mjög sterk út fyrstu 15 og pressuðu okkur niður. Við nýttum ekki skyndisóknirnar nægilega vel. Í deildinni í þeim leikjum sem við höfum verið betri aðilinn í mörgum af þeim í fyrri hálfleik en höfum ekki náð að skora og komast yfir til að fylgja því eftir. Þá hafa menn kannski farið inn í einhverja skel, orðið hræddir og fyrir vikið höfum við ekki kannski fengið eins mörg stig og við höfum viljað. Engu að síður þá vitum við hvað býr í þessu liði, vitum hvers við erum megnugir við þurfum bara að fara að búa til fleiri 90 mínútur eins og við gerðum í dag,“ sagði Rúnar. En hvernig ætla þeir að búa til fleiri 90 mínútur eins og í dag? „Taka allt það góða út úr þessum leik, reyna að bæta allt það lélega og halda áfram að hlaða á okkur einhverju jákvæðu og góðu,“ svaraði Rúnar. Heimavöllurinn hefur gefist illa hjá KR hingað til á tímabilinu. Rúnar talar um muninn á því að spila á grasi og gervigrasi. „Þetta er búið að vera erfitt á heimavelli þar sem við höfum ekki nýtt þessi tækifæri sem við höfum fengið. Í dag spilum við heilsteyptan leik í 90 mínútur með einhverjum mínútum það sem Stjarnan fær sín færi og við hefðum hæglega getað skorað 2-3 mörk í viðbót. Við erum hérna á gervigrasi við geggjaðar aðstæður og það er bara stórmunur á því að spila á KR-vellinum sem lítur vel út úr fjarska en ef þú labbar inn á hann þá er hann ekki jafn sléttur og þetta hér. Við í rauninni erum stundum bara betri á gervigrasinu en á grasinu okkar heima. Það er auðveldara að verjast á KR-vellinum, lélegum grasvelli, það er erfiðara að spila góðan fótbolta þar. Vissulega höfum við verið að reyna að spila full mikinn fótbolta þar og þurfum kannski að reyna að fara auðveldari leiðir,“ sagði Rúnar um heimavöllinn. Mjólkurbikar karla KR Stjarnan Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Sjá meira
„Mér líður bara mjög vel. Geggjað að fá tækifæri til að halda áfram í bikarkeppninni og fá fleiri leiki. Við lendum strax hérna í 32-liða úrslitum á móti frábæru Stjörnuliði. Þetta var hörkuleikur og sárt að annað af þessum góðu liðum þyrfti að detta út úr bikarkeppninni. Það verður eitthvað annað eins á morgun því Valur og Breiðablik drógust líka saman. Þetta er sjarminn við keppnina. Flestir hefðu viljað fá kannski leik þar sem við hefðum getað dreift álaginu á liðið en við höfðum ekki möguleika á því í dag. Úr varð hörkuleikur og gott fyrir þá sem fylgjast með að sjá tvö góð lið,“ sagði Rúnar. KR-ingar hafa verið mikið gagnrýndir, réttilega, fyrir slaka frammistöðu í síðari hálfleik í leikjum sínum hingað til í sumar. Liðið var þétt og öflugt allan leikinn í dag og Rúnar var ánægður með það. „Já nokkurn veginn [fyrsti leikurinn sem KR spilar vel í heilan leik]. Það skiptir máli að fá inn mörk og þessi tvö mörk gáfu okkur mjög mikið í fyrri hálfleik. Þess vegna var auðveldara fyrir okkur að halda þetta út í síðari og stjórna aðeins leiknum. Stjarnan kom reyndar mjög sterk út fyrstu 15 og pressuðu okkur niður. Við nýttum ekki skyndisóknirnar nægilega vel. Í deildinni í þeim leikjum sem við höfum verið betri aðilinn í mörgum af þeim í fyrri hálfleik en höfum ekki náð að skora og komast yfir til að fylgja því eftir. Þá hafa menn kannski farið inn í einhverja skel, orðið hræddir og fyrir vikið höfum við ekki kannski fengið eins mörg stig og við höfum viljað. Engu að síður þá vitum við hvað býr í þessu liði, vitum hvers við erum megnugir við þurfum bara að fara að búa til fleiri 90 mínútur eins og við gerðum í dag,“ sagði Rúnar. En hvernig ætla þeir að búa til fleiri 90 mínútur eins og í dag? „Taka allt það góða út úr þessum leik, reyna að bæta allt það lélega og halda áfram að hlaða á okkur einhverju jákvæðu og góðu,“ svaraði Rúnar. Heimavöllurinn hefur gefist illa hjá KR hingað til á tímabilinu. Rúnar talar um muninn á því að spila á grasi og gervigrasi. „Þetta er búið að vera erfitt á heimavelli þar sem við höfum ekki nýtt þessi tækifæri sem við höfum fengið. Í dag spilum við heilsteyptan leik í 90 mínútur með einhverjum mínútum það sem Stjarnan fær sín færi og við hefðum hæglega getað skorað 2-3 mörk í viðbót. Við erum hérna á gervigrasi við geggjaðar aðstæður og það er bara stórmunur á því að spila á KR-vellinum sem lítur vel út úr fjarska en ef þú labbar inn á hann þá er hann ekki jafn sléttur og þetta hér. Við í rauninni erum stundum bara betri á gervigrasinu en á grasinu okkar heima. Það er auðveldara að verjast á KR-vellinum, lélegum grasvelli, það er erfiðara að spila góðan fótbolta þar. Vissulega höfum við verið að reyna að spila full mikinn fótbolta þar og þurfum kannski að reyna að fara auðveldari leiðir,“ sagði Rúnar um heimavöllinn.
Mjólkurbikar karla KR Stjarnan Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Sjá meira