„Pabbi þjálfaði mig rosalega mikið í fótbolta og eiginlega ekkert í handbolta“ Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2022 07:30 Einar Þorsteinn Ólafsson hefur sannað sig sem góður handboltamaður þrátt fyrir að vera enn ungur og fer í atvinnumennsku í sumar. Vísir/Stöð 2 Sport Einar Þorsteinn Ólafsson hafði gaman af því að rifja upp brot úr þætti af Atvinnumönnunum okkar, þar sem hann æfði fótbolta með pabba sínum, handboltagoðsögninni Ólafi Stefánssyni, á Spáni. Einar er í miðju einvígi um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta með Val gegn ÍBV og næsti leikur er í Eyjum á laugardag. Fyrir þriðja leikinn á milli liðanna ræddi Einar, sem er svo á leið í atvinnumennsku í sumar, við Stefán Árna Pálsson í Seinni bylgjunni og má sjá innslagið hér að neðan. Klippa: Viðtal við Einar Þorstein í miðju einvígi Stefán sýndi Einari myndbrot frá árinu 2009 þegar Einar bjó á Spáni með fjölskyldu sinni, þar sem hann var ósjaldan að leika sér með bolta en var þá með hugann við að verða fótboltamaður. „Ég man eftir þessu. Ég var góður sko. Pabbi þjálfaði mig rosalega mikið í fótbolta og eiginlega ekkert í handbolta,“ sagði Einar sem æfði svo einnig körfubolta og hefur sagt að það eigi sinn þátt í því hversu góður varnarmaður hann sé. „Ég prófaði allar íþróttir og ef að ég eignast barn þá mun ég láta það æfa eins margar íþróttir og ég get. Ég vil meina að maður geti bara grætt á því að prófa svona margt.“ Vissi að hann þyrfti að langa til að mæta á hverja einustu æfingu En af hverju endaði hann svo í handboltanum, eins og pabbi sinn? „Það er góð spurning. Ég fann það innst inni að þetta væri það skemmtilegasta sem ég geri. Ég elska að horfa á körfubolta og leika mér í körfu en ég hafði alltaf áhuga á að mæta á hverja einustu æfingu í handbolta. Ég vissi að ef ég ætlaði að verða atvinnumaður þá þyrfti mig að langa til að mæta á hverja einustu æfingu,“ segir Einar. Hann er þegar byrjaður að vera viðloðandi landsliðið og er á leið í atvinnumennsku hjá Fredericia í Danmörku, undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar landsliðsþjálfara. Lærði af pabba sínum að vera yfirvegaður En hvaða áhrif hefur Ólafur pabbi hans aðallega haft á hann? „Bara að vera alltaf „cool“ á því, jarðbundinn og yfirvegaður. Ekki fara of hátt í neinu sem maður gerir,“ segir Einar. Eins og fyrr segir var viðtalið tekið upp fyrir leik Vals og ÍBV í gærkvöld en fjórði leikur einvígisins verður í Eyjum á laugardaginn þar sem Íslandsmeistarabikarinn fer á loft. Einar nýtur þess í botn að spila í úrslitakeppninni: „Ég er ekkert eðlilega spenntur. Ég er búinn að bíða lengi eftir því að prófa fimm leikja seríu. Ég hef aldrei gert það áður. Í yngri flokkunum er alltaf bara einn og einn leikur. Það er líka geggjað að fá ÍBV í úrslitum. Það þekkja allir stuðningsmennina og það gefur manni auka að það sé mikið af fólki á leikjum,“ segir Einar en innslagið má sjá hér að ofan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Handbolti Valur Seinni bylgjan Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Einar er í miðju einvígi um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta með Val gegn ÍBV og næsti leikur er í Eyjum á laugardag. Fyrir þriðja leikinn á milli liðanna ræddi Einar, sem er svo á leið í atvinnumennsku í sumar, við Stefán Árna Pálsson í Seinni bylgjunni og má sjá innslagið hér að neðan. Klippa: Viðtal við Einar Þorstein í miðju einvígi Stefán sýndi Einari myndbrot frá árinu 2009 þegar Einar bjó á Spáni með fjölskyldu sinni, þar sem hann var ósjaldan að leika sér með bolta en var þá með hugann við að verða fótboltamaður. „Ég man eftir þessu. Ég var góður sko. Pabbi þjálfaði mig rosalega mikið í fótbolta og eiginlega ekkert í handbolta,“ sagði Einar sem æfði svo einnig körfubolta og hefur sagt að það eigi sinn þátt í því hversu góður varnarmaður hann sé. „Ég prófaði allar íþróttir og ef að ég eignast barn þá mun ég láta það æfa eins margar íþróttir og ég get. Ég vil meina að maður geti bara grætt á því að prófa svona margt.“ Vissi að hann þyrfti að langa til að mæta á hverja einustu æfingu En af hverju endaði hann svo í handboltanum, eins og pabbi sinn? „Það er góð spurning. Ég fann það innst inni að þetta væri það skemmtilegasta sem ég geri. Ég elska að horfa á körfubolta og leika mér í körfu en ég hafði alltaf áhuga á að mæta á hverja einustu æfingu í handbolta. Ég vissi að ef ég ætlaði að verða atvinnumaður þá þyrfti mig að langa til að mæta á hverja einustu æfingu,“ segir Einar. Hann er þegar byrjaður að vera viðloðandi landsliðið og er á leið í atvinnumennsku hjá Fredericia í Danmörku, undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar landsliðsþjálfara. Lærði af pabba sínum að vera yfirvegaður En hvaða áhrif hefur Ólafur pabbi hans aðallega haft á hann? „Bara að vera alltaf „cool“ á því, jarðbundinn og yfirvegaður. Ekki fara of hátt í neinu sem maður gerir,“ segir Einar. Eins og fyrr segir var viðtalið tekið upp fyrir leik Vals og ÍBV í gærkvöld en fjórði leikur einvígisins verður í Eyjum á laugardaginn þar sem Íslandsmeistarabikarinn fer á loft. Einar nýtur þess í botn að spila í úrslitakeppninni: „Ég er ekkert eðlilega spenntur. Ég er búinn að bíða lengi eftir því að prófa fimm leikja seríu. Ég hef aldrei gert það áður. Í yngri flokkunum er alltaf bara einn og einn leikur. Það er líka geggjað að fá ÍBV í úrslitum. Það þekkja allir stuðningsmennina og það gefur manni auka að það sé mikið af fólki á leikjum,“ segir Einar en innslagið má sjá hér að ofan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Handbolti Valur Seinni bylgjan Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti