Júníus Meyvant fylgir Kaleo á tónleikaferðalagi um Evrópu Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 25. maí 2022 12:31 Júníus Meyvant mun hita upp fyrir Kaleo á væntanlegum Evróputúr hljómsveitarinnar. Spessi Hallbjornsson Tónlistarmaðurinn Júníus Meyvant mun hita upp fyrir íslensku hljómsveitina Kaleo á tónleikaferðalagi þeirra um Evrópu. Ævintýrið hefst 4. júní í Berlín og endar í Aþenu 6. júlí. Blaðamaður sló á þráðinn og tók púlsinn á Júníusi. Júníus, eða Unnar eins og hann heitir réttu nafni, segist vel stemmdur fyrir þessu og þykir gaman að geta loksins spilað fyrir framan fjölda fólks. „Þetta er bara frábært, eftir Covid og svona er fínt að fá kick start, sérstaklega sem upphitunar atriði.“ View this post on Instagram A post shared by Júníus Meyvant (@juniusmeyvant) Hann segist hlakka mikið til og líður vel á sviðinu. „Þegar þú ert upphitunar atriði færðu líka að fylgjast með hinum eftir á. Oft þegar ég er einn á sviði fæ ég að ráða tempó-inu og allt er undir mér komið. Mér finnst þetta mjög þægilegt.“ Júníus segir þetta ekki hafa staðið lengi til en hann þekkir Kaleo strákana og segir Ruben Pollock hafa heyrt í honum um daginn. „Hann hafði bara samband við mig bara sem vinur og spurði hvort ég væri til í að hita upp.“ Júníus var ekki lengi að slá til. Þorleifur Gaukur Davíðsson, meðlimur Kaleo, er frændi hans og er ekki ólíklegt að þeir sameini krafta sína eitthvað á sviðinu. „Ég fæ Gauk örugglega til að taka eitthvað í bassann með mér á sviðinu.“ Klippa: Júníus Meyvant - Neon Experience Það er ýmislegt fleira á döfinni hjá Júníusi og daginn sem hann spilar fyrsta giggið með hljómsveitinni sendir hann frá sér glænýtt lag. „Svo kemur plata í haust sem er fyrir löngu tilbúin en ég er að vinna í alls konar efni. Akkúrat núna er ég bara að rústa húsinu mínu og breyta þar, en samt alltaf að spila,“ segir Júníus að lokum léttur í lund. Tónlist Kaleo Tengdar fréttir Sjáðu KALEO flytja lagið Backbone í íshelli við Breiðamerkurjökul Mosfellska hljómsveitin Kaleo sendi í gær frá sér myndband þar sem sjá má hljómsveitina flytja lagið Backbone í íshelli við Breiðarmerkurjökul. Lagið kom út á plötunni Surface Sounds á síðasta ári en um svipað leyti var myndbandið tekið upp í fimmtán stiga frosti. 12. mars 2022 22:42 Júníus flutti You'll Never Walk Alone með stæl Í síðasta þætti af Glaumbæ á Stöð 2 var þema þáttarins trú og aðeins flutt lög sem tengjast trúarbrögðum. 21. mars 2022 14:30 Júníus Meyvant heldur tónleika eftir tveggja ára hlé Júníus Meyvant kemur fram ásamt hljómsveit sinni í Bæjarbíói í Hafnarfirði föstudaginn 24. September. 6. september 2021 14:31 Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Enginn nakinn á Óskarnum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Júníus, eða Unnar eins og hann heitir réttu nafni, segist vel stemmdur fyrir þessu og þykir gaman að geta loksins spilað fyrir framan fjölda fólks. „Þetta er bara frábært, eftir Covid og svona er fínt að fá kick start, sérstaklega sem upphitunar atriði.“ View this post on Instagram A post shared by Júníus Meyvant (@juniusmeyvant) Hann segist hlakka mikið til og líður vel á sviðinu. „Þegar þú ert upphitunar atriði færðu líka að fylgjast með hinum eftir á. Oft þegar ég er einn á sviði fæ ég að ráða tempó-inu og allt er undir mér komið. Mér finnst þetta mjög þægilegt.“ Júníus segir þetta ekki hafa staðið lengi til en hann þekkir Kaleo strákana og segir Ruben Pollock hafa heyrt í honum um daginn. „Hann hafði bara samband við mig bara sem vinur og spurði hvort ég væri til í að hita upp.“ Júníus var ekki lengi að slá til. Þorleifur Gaukur Davíðsson, meðlimur Kaleo, er frændi hans og er ekki ólíklegt að þeir sameini krafta sína eitthvað á sviðinu. „Ég fæ Gauk örugglega til að taka eitthvað í bassann með mér á sviðinu.“ Klippa: Júníus Meyvant - Neon Experience Það er ýmislegt fleira á döfinni hjá Júníusi og daginn sem hann spilar fyrsta giggið með hljómsveitinni sendir hann frá sér glænýtt lag. „Svo kemur plata í haust sem er fyrir löngu tilbúin en ég er að vinna í alls konar efni. Akkúrat núna er ég bara að rústa húsinu mínu og breyta þar, en samt alltaf að spila,“ segir Júníus að lokum léttur í lund.
Tónlist Kaleo Tengdar fréttir Sjáðu KALEO flytja lagið Backbone í íshelli við Breiðamerkurjökul Mosfellska hljómsveitin Kaleo sendi í gær frá sér myndband þar sem sjá má hljómsveitina flytja lagið Backbone í íshelli við Breiðarmerkurjökul. Lagið kom út á plötunni Surface Sounds á síðasta ári en um svipað leyti var myndbandið tekið upp í fimmtán stiga frosti. 12. mars 2022 22:42 Júníus flutti You'll Never Walk Alone með stæl Í síðasta þætti af Glaumbæ á Stöð 2 var þema þáttarins trú og aðeins flutt lög sem tengjast trúarbrögðum. 21. mars 2022 14:30 Júníus Meyvant heldur tónleika eftir tveggja ára hlé Júníus Meyvant kemur fram ásamt hljómsveit sinni í Bæjarbíói í Hafnarfirði föstudaginn 24. September. 6. september 2021 14:31 Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Enginn nakinn á Óskarnum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Sjáðu KALEO flytja lagið Backbone í íshelli við Breiðamerkurjökul Mosfellska hljómsveitin Kaleo sendi í gær frá sér myndband þar sem sjá má hljómsveitina flytja lagið Backbone í íshelli við Breiðarmerkurjökul. Lagið kom út á plötunni Surface Sounds á síðasta ári en um svipað leyti var myndbandið tekið upp í fimmtán stiga frosti. 12. mars 2022 22:42
Júníus flutti You'll Never Walk Alone með stæl Í síðasta þætti af Glaumbæ á Stöð 2 var þema þáttarins trú og aðeins flutt lög sem tengjast trúarbrögðum. 21. mars 2022 14:30
Júníus Meyvant heldur tónleika eftir tveggja ára hlé Júníus Meyvant kemur fram ásamt hljómsveit sinni í Bæjarbíói í Hafnarfirði föstudaginn 24. September. 6. september 2021 14:31