Óðinn snýr aftur í blaðamennskuna Eiður Þór Árnason skrifar 25. maí 2022 07:24 Óðinn Jónsson yfirgaf RÚV fyrir þremur árum. Aðsend Óðinn Jónsson, fyrrverandi fréttastjóri RÚV, hefur verið ráðinn blaðamaður hjá ferðamiðlinum Túrista. Óðinn kemur frá samskiptastofunni Aton.JL þar sem hann hefur starfað undanfarin ár sem ráðgjafi. Þrettán ár eru frá því að ferðavefurinn Túristi var stofnaður af Kristjáni Sigurjónsson og hefur hann fram að þessu verið eini starfsmaður miðilsins. Óðinn gengur til liðs við Túrista um miðjan júní. Þetta kemur fram í tilkynningu frá miðlinum en Óðinn starfaði lengi hjá Ríkisútvarpinu sem fréttamaður og þáttastjórnandi, fréttamaður á Norðurlöndum, þingfréttamaður, fréttastjóri hljóðvarps og síðan fréttastofu RÚV. Síðustu þrjú árin hefur Óðinn unnið hjá Aton.JL, einkum í tengslum við samskiptamál og fjölmiðlaráðgjöf fyrir stækkunarverkefni Isavia á Keflavíkurflugvelli í samstarfi við breska byggingar- og ráðgjafafyrirtækið Mace. Gott að fá einn reyndasta fjölmiðlamann landsins „Mér þykir mikill fengur í Óðni, sem er í hópi reyndustu fjölmiðlamanna landsins, og ég er honum þakklátur fyrir að taka stökkið. Það verður spennandi að vinna með honum aftur en við ræddum um árabil ferðamál frá ýmsum hliðum vikulega á Morgunvakt Rásar 1, á meðan hann stýrði þættinum,” segir Kristján, ritstjóri og útgefandi Túrista, í tilkynningu. Hann bætir við að sú ákvörðun að breyta Túrista í áskriftarvef hafi heppnast vel og lagt grunn að öflugri útgáfu. Fjölmiðlar í áskrift eigi allt undir færum og reyndum blaðamönnum og ráðning Óðins sé því mikilvægur liður í breikka efnistökin. „Mér þykir þetta afar spennandi tækifæri. Ég held að áskriftarvefur eins og Túristi, sem leggur rækt við mikilvægt sérsvið, eigi framtíð fyrir sér. Kristján hefur unnið þrekvirki í sínu starfi en ég vonast til að styrkja vefinn. Það er auðvitað frábært að fá tækifæri til að spreyta sig aftur í blaðamennsku og ég er þakklátur fyrir það,” segir Óðinn. Vistaskipti Fjölmiðlar Fréttir af flugi Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Samið um norðlenska forgangsorku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Sjá meira
Þrettán ár eru frá því að ferðavefurinn Túristi var stofnaður af Kristjáni Sigurjónsson og hefur hann fram að þessu verið eini starfsmaður miðilsins. Óðinn gengur til liðs við Túrista um miðjan júní. Þetta kemur fram í tilkynningu frá miðlinum en Óðinn starfaði lengi hjá Ríkisútvarpinu sem fréttamaður og þáttastjórnandi, fréttamaður á Norðurlöndum, þingfréttamaður, fréttastjóri hljóðvarps og síðan fréttastofu RÚV. Síðustu þrjú árin hefur Óðinn unnið hjá Aton.JL, einkum í tengslum við samskiptamál og fjölmiðlaráðgjöf fyrir stækkunarverkefni Isavia á Keflavíkurflugvelli í samstarfi við breska byggingar- og ráðgjafafyrirtækið Mace. Gott að fá einn reyndasta fjölmiðlamann landsins „Mér þykir mikill fengur í Óðni, sem er í hópi reyndustu fjölmiðlamanna landsins, og ég er honum þakklátur fyrir að taka stökkið. Það verður spennandi að vinna með honum aftur en við ræddum um árabil ferðamál frá ýmsum hliðum vikulega á Morgunvakt Rásar 1, á meðan hann stýrði þættinum,” segir Kristján, ritstjóri og útgefandi Túrista, í tilkynningu. Hann bætir við að sú ákvörðun að breyta Túrista í áskriftarvef hafi heppnast vel og lagt grunn að öflugri útgáfu. Fjölmiðlar í áskrift eigi allt undir færum og reyndum blaðamönnum og ráðning Óðins sé því mikilvægur liður í breikka efnistökin. „Mér þykir þetta afar spennandi tækifæri. Ég held að áskriftarvefur eins og Túristi, sem leggur rækt við mikilvægt sérsvið, eigi framtíð fyrir sér. Kristján hefur unnið þrekvirki í sínu starfi en ég vonast til að styrkja vefinn. Það er auðvitað frábært að fá tækifæri til að spreyta sig aftur í blaðamennsku og ég er þakklátur fyrir það,” segir Óðinn.
Vistaskipti Fjölmiðlar Fréttir af flugi Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Samið um norðlenska forgangsorku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent