Guðmundur Ingi óánægður með Jón Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. maí 2022 22:48 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, er ánægður með Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. Samsett Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segist ekki vera ánægður með hvernig Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur haldið á og rætt um mál þeirra hælisleitenda sem stendur til að vísa úr landi á næstunni eftir langa dvöl hér á landi. Guðmundur Ingi segist hafa gert alvarlegar athugasemdir við málsmeðferð málsins á ríkisstjórnarfundi í dag. Fyrirhugaðar brottvísanir hátt í þrjú hundruð umsækjenda um alþjóðlega vernd eru þær umfangsmestu í Íslandssögunni - og þær eru umdeildar. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur sagt að með brottvísunum sé aðeins verið að fara eftir lögum og reglum. Guðmundur Ingi sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í dag að verið væri að skoða hvort hvort aðstæður einhverra kalli á að ákvörðun um brottvísun verði endurskoðuð. Ljóst er að tekist var á um málið á ríkisstjórnarfundi í dag, ef marka má orð Guðmundar Inga í tíu-fréttum RÚV í kvöld. Fyrr í kvöld hafði Jón Gunarsson, dómsmálaráðherra, verið til viðtals í Kastljósi þar sem hann endurtók að hann væri aðeins að fara eftir gildandi lögum og reglum. Jón sagðist í Kastljósi ekki verða var við annað en að samstaða væri í ríkisstjórn um málið. Guðmundur Ingi sagði hins vegar í tíu-fréttum Rúv að þetta væri rangt. „Nei, það er ekki rétt og ég gerði mjög alvarlegar athugasemdir við þá vegferð sem ráðherrann er á í ríkisstjórn í morgun. Benti þar á að það er liðinn talsverður tími hjá sumum síðan brottvísunarákvörðun var tekin,“ sagði Guðmundur Ingi og endurtók orð sín frá því fyrr í dag að taka greina þyrfti hvort taka ætti sum mál til sérstakrar endurskoðunar. Þá sagði hann einnig að fleiri ráðherrar hefðu gert athugasemdir við málið, án þess að segja hverjir það hefðu verið. Hvað finnst þér um orð dómsmálaráðherra í Kastljósi í kvöld og hvaða þýðingu hefur þetta á stjórnarheimilinu? „Í mínum huga er þetta bara rangt. Það er bara þannig, þetta er rangt. Ég vonast til þess að við leysum úr þessu máli. Ég fylgi bara mannúðlegri útlendingastefnu VG, það er í okkar stefnu. Að mínu vitu þurfum að taka þetta mál til sérstakrar skoðunar og greina hópinn betur líkt og ég hef greint frá í fjölmiðlum fyrr í dag þannig að við sjáum betur hvort að þetta eigi að eiga við öll þau sem þarna eru eða hvort að einhver þeirra geti fengið vernd á Íslandi“ Ertu ánægður með hvernig dómsmálaráðherra hefur haldið á þessu máli og talað um það? „Nei, ég get ekki sagt að ég sé það. Ég held að það sé alveg ljóst af mínum orðum.“ Næstu skref væru að finna lendingu í málinu innan ríkisstjórnar. „Við reynum náttúrulega í öllum þeim málum þar sem ekki er eining að ná niðurstöðu og ég hef fulla trú því á að við getum gert það eins og í fjölmörgum öðrum málum sem við höfum tekið okkur á hendur.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira
Fyrirhugaðar brottvísanir hátt í þrjú hundruð umsækjenda um alþjóðlega vernd eru þær umfangsmestu í Íslandssögunni - og þær eru umdeildar. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur sagt að með brottvísunum sé aðeins verið að fara eftir lögum og reglum. Guðmundur Ingi sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í dag að verið væri að skoða hvort hvort aðstæður einhverra kalli á að ákvörðun um brottvísun verði endurskoðuð. Ljóst er að tekist var á um málið á ríkisstjórnarfundi í dag, ef marka má orð Guðmundar Inga í tíu-fréttum RÚV í kvöld. Fyrr í kvöld hafði Jón Gunarsson, dómsmálaráðherra, verið til viðtals í Kastljósi þar sem hann endurtók að hann væri aðeins að fara eftir gildandi lögum og reglum. Jón sagðist í Kastljósi ekki verða var við annað en að samstaða væri í ríkisstjórn um málið. Guðmundur Ingi sagði hins vegar í tíu-fréttum Rúv að þetta væri rangt. „Nei, það er ekki rétt og ég gerði mjög alvarlegar athugasemdir við þá vegferð sem ráðherrann er á í ríkisstjórn í morgun. Benti þar á að það er liðinn talsverður tími hjá sumum síðan brottvísunarákvörðun var tekin,“ sagði Guðmundur Ingi og endurtók orð sín frá því fyrr í dag að taka greina þyrfti hvort taka ætti sum mál til sérstakrar endurskoðunar. Þá sagði hann einnig að fleiri ráðherrar hefðu gert athugasemdir við málið, án þess að segja hverjir það hefðu verið. Hvað finnst þér um orð dómsmálaráðherra í Kastljósi í kvöld og hvaða þýðingu hefur þetta á stjórnarheimilinu? „Í mínum huga er þetta bara rangt. Það er bara þannig, þetta er rangt. Ég vonast til þess að við leysum úr þessu máli. Ég fylgi bara mannúðlegri útlendingastefnu VG, það er í okkar stefnu. Að mínu vitu þurfum að taka þetta mál til sérstakrar skoðunar og greina hópinn betur líkt og ég hef greint frá í fjölmiðlum fyrr í dag þannig að við sjáum betur hvort að þetta eigi að eiga við öll þau sem þarna eru eða hvort að einhver þeirra geti fengið vernd á Íslandi“ Ertu ánægður með hvernig dómsmálaráðherra hefur haldið á þessu máli og talað um það? „Nei, ég get ekki sagt að ég sé það. Ég held að það sé alveg ljóst af mínum orðum.“ Næstu skref væru að finna lendingu í málinu innan ríkisstjórnar. „Við reynum náttúrulega í öllum þeim málum þar sem ekki er eining að ná niðurstöðu og ég hef fulla trú því á að við getum gert það eins og í fjölmörgum öðrum málum sem við höfum tekið okkur á hendur.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira