Dauðadæmdir menn fá ekki að leita til alríkisdómstóla með ný sönnunargögn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. maí 2022 22:45 Hæstiréttur Bandaríkjanna er skipaður níu dómurum. AP/Alex Brandon Hæstiréttur Bandaríkjanna komst í gær að þeirri niðurstöðu að fangar sem héldu fram sakleysi sínu gætu ekki lagt fram ný sönnunargögn í málum sínum, þrátt fyrir að sýnt hefði verið fram á að vörn þeirra hafi ekki verið fullnægjandi vegna vanhæfra lögmanna. Þetta á jafnvel við um fanga sem hlotið hafa dauðadóm eða verið dæmdir til fangelsisvistar til lífstíðar. Meirihluti réttarins taldi að réttur ríkja í Bandaríkjunum til þess að framfylgja hegningarlögum gangi þannig framar rétti saklausra manna til að sýna fram á sakleysi sitt með nýjum sönnunargögnum. Sex dómarar íhaldsins réðu för Sex af níu dómurum komust að þeirri niðurstöðu að ekki væri heimilt fyrir fanga að leggja fram sönnunargögn fyrir alríkisdómstól (e. federal court), ef þau hefðu ekki áður verið lögð fram fyrir ríkisdómstól (e. state court). Ákvörðunin hefur það í för með sér að fangar munu ekki geta leitað atbeina alríkisdómstóla til að sýna fram á sakleysi sitt, ef verjendur þeirra hafa til að mynda ekki sinnt starfi sínu sem skyldi. Þá gengur hún gegn fordæmi réttarins sem áður hafði verið sett. Hæstiréttur samanstendur af níu dómurum. Sex sem skipaðir voru af forsetum úr röðum Repúblikana, en þremur úr röðum Demókrata. Allir sex úr fyrrnefnda hópnum voru fylgjandi ákvörðuninni, en hinir þrír á móti og sögðu hana „rökleysu“ og „öfugsnúna“ í minnihlutaáliti sínu. Dómarinn Clarence Thomas, sem skipaður var af George Bush eldri, ritaði álit meirihlutans í málinu. Þar sagði að málið snerist um rétt ríkja til þess að framfylgja settum hegningarlögum. Þann rétt mætti ekki svipta ríkin með inngripi alríkisdómstóla. Taldi meirihlutinn að ríkin væru einmitt svipt rétti sínum til þess, þrátt fyrir að sakborningar legðu fram sönnunargögn sem lögmönnum hefði láðst að gera fyrir ríkisdómstólum, til þess að sýna fram á sakleysi sitt. Mistök lögmanna geti kostað menn lífið Málinu, sem lauk með þessari ákvörðun, var skotið til Hæstaréttar af stjórnvöldum í Arizona. Þau vildu koma í veg fyrir að tveir fangar á dauðadeild gætu látið reyna á mál sín fyrir alríkisdómstólum. Guardian greinir frá því að annar þeirra hefði með sterkum rökum getað sýnt fram á sakleysi í málinu sem hann var að endingu dæmdur til dauða fyrir. Arizona-ríki hélt því fram að mennirnir ættu ekki að geta lagt fram sönnunargögn fyrir alríkisdómstól sem ekki höfðu komið fram fyrir ríkisdómstól. Lögmenn mannanna tveggja bentu hins vegar á að ástæða þess að gögnin voru ekki lögð fram væri sú að lögmenn þeirra fyrir ríkisdómstólnum, sem ríkið hafði útvegað þeim, hefðu verið vanhæfir. Ef ekki yrði fallist á að leyfa þeim að leggja gögnin fram hefðu þeir því í reynd verið dæmdir til dauða vegna þess að lögmönnum þeirra hefði láðst að benda á augljósan sannleik í málinu, eða þeir ekki náð að skila gögnum fyrir settan frest. Ekki væri unnt að kenna föngunum sjálfum um það. Meirihluti réttarins féllst hins vegar á sjónarmið ríkisins, fremur en mannanna. Clarence Thomas, annar frá vinstri í fremri röð, skrifaði álit meirihlutans í málinu. Sonia Sotomayor, lengst til hægri í fremri röð, skrifaði álit minnihlutans, þar sem ákvörðunin var sögð „öfugsnúin“ og „órökrétt.“Hæstiréttur Bandaríkjanna Ábyrgðin sé réttarins og einskis annars Með ákvörðuninni virðist rétturinn skipta nokkuð um þá stefnu sína að fylgja eigin fordæmum. Árið 2012 gekk Hæstaréttardómur í sambærilegu máli, þar sem niðurstaðan var sú að fangar ættu rétt á því að leita til alríkisdómstóla þegar sýnt hefði verið fram á að vörn þeirra hefði verið áfátt. Í minnihlutaáliti sínu sagði Sonia Sotomayor, sem skipuð var af Barack Obama, að ákvörðun meirihlutans væri órökrétt og sagði hana „öfugsnúna.“ Þá sagði hún að samkvæmt fordæmi réttarins sjálfs, sem þessi ákvörðun gengi gegn, væri ekki hægt að kenna föngum um, né refsa þeim fyrir, að lögmenn þeirra hafi ekki haldið uppi nógu góðum vörnum fyrir dómi. Þá sagði hún að með ákvörðuninni væri rétturinn til verjanda fyrir dómi, sem tryggður er í 6. viðauka stjórnarskrá Bandaríkjanna, ekkert nema orðin tóm. Hér eftir ættu sakborningar sem ekki hefðu fengið nægilega góða vörn enga von. „Ábyrgðin á þessari hörmulegu niðurstöðu liggur ekki á herðum Bandaríkjaþings, heldur þessa réttar,“ skrifaði Sotomayor. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Dauðarefsingar Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Þetta á jafnvel við um fanga sem hlotið hafa dauðadóm eða verið dæmdir til fangelsisvistar til lífstíðar. Meirihluti réttarins taldi að réttur ríkja í Bandaríkjunum til þess að framfylgja hegningarlögum gangi þannig framar rétti saklausra manna til að sýna fram á sakleysi sitt með nýjum sönnunargögnum. Sex dómarar íhaldsins réðu för Sex af níu dómurum komust að þeirri niðurstöðu að ekki væri heimilt fyrir fanga að leggja fram sönnunargögn fyrir alríkisdómstól (e. federal court), ef þau hefðu ekki áður verið lögð fram fyrir ríkisdómstól (e. state court). Ákvörðunin hefur það í för með sér að fangar munu ekki geta leitað atbeina alríkisdómstóla til að sýna fram á sakleysi sitt, ef verjendur þeirra hafa til að mynda ekki sinnt starfi sínu sem skyldi. Þá gengur hún gegn fordæmi réttarins sem áður hafði verið sett. Hæstiréttur samanstendur af níu dómurum. Sex sem skipaðir voru af forsetum úr röðum Repúblikana, en þremur úr röðum Demókrata. Allir sex úr fyrrnefnda hópnum voru fylgjandi ákvörðuninni, en hinir þrír á móti og sögðu hana „rökleysu“ og „öfugsnúna“ í minnihlutaáliti sínu. Dómarinn Clarence Thomas, sem skipaður var af George Bush eldri, ritaði álit meirihlutans í málinu. Þar sagði að málið snerist um rétt ríkja til þess að framfylgja settum hegningarlögum. Þann rétt mætti ekki svipta ríkin með inngripi alríkisdómstóla. Taldi meirihlutinn að ríkin væru einmitt svipt rétti sínum til þess, þrátt fyrir að sakborningar legðu fram sönnunargögn sem lögmönnum hefði láðst að gera fyrir ríkisdómstólum, til þess að sýna fram á sakleysi sitt. Mistök lögmanna geti kostað menn lífið Málinu, sem lauk með þessari ákvörðun, var skotið til Hæstaréttar af stjórnvöldum í Arizona. Þau vildu koma í veg fyrir að tveir fangar á dauðadeild gætu látið reyna á mál sín fyrir alríkisdómstólum. Guardian greinir frá því að annar þeirra hefði með sterkum rökum getað sýnt fram á sakleysi í málinu sem hann var að endingu dæmdur til dauða fyrir. Arizona-ríki hélt því fram að mennirnir ættu ekki að geta lagt fram sönnunargögn fyrir alríkisdómstól sem ekki höfðu komið fram fyrir ríkisdómstól. Lögmenn mannanna tveggja bentu hins vegar á að ástæða þess að gögnin voru ekki lögð fram væri sú að lögmenn þeirra fyrir ríkisdómstólnum, sem ríkið hafði útvegað þeim, hefðu verið vanhæfir. Ef ekki yrði fallist á að leyfa þeim að leggja gögnin fram hefðu þeir því í reynd verið dæmdir til dauða vegna þess að lögmönnum þeirra hefði láðst að benda á augljósan sannleik í málinu, eða þeir ekki náð að skila gögnum fyrir settan frest. Ekki væri unnt að kenna föngunum sjálfum um það. Meirihluti réttarins féllst hins vegar á sjónarmið ríkisins, fremur en mannanna. Clarence Thomas, annar frá vinstri í fremri röð, skrifaði álit meirihlutans í málinu. Sonia Sotomayor, lengst til hægri í fremri röð, skrifaði álit minnihlutans, þar sem ákvörðunin var sögð „öfugsnúin“ og „órökrétt.“Hæstiréttur Bandaríkjanna Ábyrgðin sé réttarins og einskis annars Með ákvörðuninni virðist rétturinn skipta nokkuð um þá stefnu sína að fylgja eigin fordæmum. Árið 2012 gekk Hæstaréttardómur í sambærilegu máli, þar sem niðurstaðan var sú að fangar ættu rétt á því að leita til alríkisdómstóla þegar sýnt hefði verið fram á að vörn þeirra hefði verið áfátt. Í minnihlutaáliti sínu sagði Sonia Sotomayor, sem skipuð var af Barack Obama, að ákvörðun meirihlutans væri órökrétt og sagði hana „öfugsnúna.“ Þá sagði hún að samkvæmt fordæmi réttarins sjálfs, sem þessi ákvörðun gengi gegn, væri ekki hægt að kenna föngum um, né refsa þeim fyrir, að lögmenn þeirra hafi ekki haldið uppi nógu góðum vörnum fyrir dómi. Þá sagði hún að með ákvörðuninni væri rétturinn til verjanda fyrir dómi, sem tryggður er í 6. viðauka stjórnarskrá Bandaríkjanna, ekkert nema orðin tóm. Hér eftir ættu sakborningar sem ekki hefðu fengið nægilega góða vörn enga von. „Ábyrgðin á þessari hörmulegu niðurstöðu liggur ekki á herðum Bandaríkjaþings, heldur þessa réttar,“ skrifaði Sotomayor.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Dauðarefsingar Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent