Forsætisráðherra segir fordæmi fyrir inngripi Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. maí 2022 21:00 Skjáskot úr myndböndunum af Fötmu Hassan Mohamoud og Nadifu Mohamed, sómölskum konum sem vísa á burt úr landi til Grikklands. Gunnar Waage vinur þeirra birti myndböndin en þau sýna aðbúnað sem konurnar bjuggu við í flóttamannabúðum og á götunni þar í landi. Forsætisráðherra segir til athugunar að endurskoða það að vísa fólki úr landi til Grikklands. Heldur hefur fækkað í hópi þeirra sem vísa á úr landi á næstu dögum, samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra. Af þeim um 261 sem fjallað hefur verið um að vísa eigi úr landi er aðeins búið að hafa samband við þá sem senda á til Grikklands, samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra. Til Grikklands hafi fyrst átt að fara 71 einstaklingur - þar af 32 sem voru einir á ferð og 39 sem tilheyra fjölskyldum. Gunnar Hörður Garðarsson upplýsingafulltrúi ríkislögreglustjóra segir nokkrar fjölskyldur hafa fengið efnismeðferð á síðustu vikur og daga sökum þess hversu lengi þær hafa dvalið hér og nú standi þrjár fjölskyldur því frammi fyrir brottvísun. Ein fjölskyldan hafi ákveðið yfirgefa landið sjálf, sem og nokkrir einstaklingar. Ofbeldi, óþrifnaður og hungur Á meðal þeirra sem segjast standa frammi fyrir brottvísun til Grikklands eru tvær ungar sómalskar konur. Íslenskur vinur þeirra birti í dag myndbönd frá aðbúnaði sem þær hafi búið við á götunni í Grikklandi; þar hafi þrifist ofbeldi, hungur og óþrifnaður. Ríkisstjórnin bíður nú eftir upplýsingum frá nágrannalöndum um hvort þau séu að senda fólk í svipaðri stöðu og hópurinn hér heima til Grikklands. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að eðlilegt sé að skoða aðstæður hópsins nánar. Finnst þér að ætti að hverfa frá þeim fyrirætlunum að senda fólk til Grikklands? „Við höfum stundum gripið inn í út frá mati á aðstæðum á hverjum stað, það eru fordæmi fyrir því. En það fer alltaf fram sjálfstætt mat á því hverju sinni. Þannig að það er semsagt til skoðunar. “ Finnst þér líklegt að það verði? „Ég ætla ekkert að segja til um það,“ segir Katrín. Og þá skoðar Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra hvort einhverjir í hópnum sem vísa á úr landi geti fengið atvinnuleyfi, frekar en að fara í gegnum verndarkerfið. „Eru þarna einhverjar sérstakar ástæður sem gætu kallað á það að það yrðu einhverjar af þessum ákvörðunum endurskoðaðar? Hér var heimsfaraldur í gangi sem þýðir það að sumt af þessu fólki hefur verið hér talsvert lengi, náð í einhverjum tilfellum að festa rætur, verið með börn í skóla og svo framvegis. Þannig að ég held að út frá réttindum barna þurfi að horfa líka til slíkra atriða.“ Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira
Af þeim um 261 sem fjallað hefur verið um að vísa eigi úr landi er aðeins búið að hafa samband við þá sem senda á til Grikklands, samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra. Til Grikklands hafi fyrst átt að fara 71 einstaklingur - þar af 32 sem voru einir á ferð og 39 sem tilheyra fjölskyldum. Gunnar Hörður Garðarsson upplýsingafulltrúi ríkislögreglustjóra segir nokkrar fjölskyldur hafa fengið efnismeðferð á síðustu vikur og daga sökum þess hversu lengi þær hafa dvalið hér og nú standi þrjár fjölskyldur því frammi fyrir brottvísun. Ein fjölskyldan hafi ákveðið yfirgefa landið sjálf, sem og nokkrir einstaklingar. Ofbeldi, óþrifnaður og hungur Á meðal þeirra sem segjast standa frammi fyrir brottvísun til Grikklands eru tvær ungar sómalskar konur. Íslenskur vinur þeirra birti í dag myndbönd frá aðbúnaði sem þær hafi búið við á götunni í Grikklandi; þar hafi þrifist ofbeldi, hungur og óþrifnaður. Ríkisstjórnin bíður nú eftir upplýsingum frá nágrannalöndum um hvort þau séu að senda fólk í svipaðri stöðu og hópurinn hér heima til Grikklands. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að eðlilegt sé að skoða aðstæður hópsins nánar. Finnst þér að ætti að hverfa frá þeim fyrirætlunum að senda fólk til Grikklands? „Við höfum stundum gripið inn í út frá mati á aðstæðum á hverjum stað, það eru fordæmi fyrir því. En það fer alltaf fram sjálfstætt mat á því hverju sinni. Þannig að það er semsagt til skoðunar. “ Finnst þér líklegt að það verði? „Ég ætla ekkert að segja til um það,“ segir Katrín. Og þá skoðar Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra hvort einhverjir í hópnum sem vísa á úr landi geti fengið atvinnuleyfi, frekar en að fara í gegnum verndarkerfið. „Eru þarna einhverjar sérstakar ástæður sem gætu kallað á það að það yrðu einhverjar af þessum ákvörðunum endurskoðaðar? Hér var heimsfaraldur í gangi sem þýðir það að sumt af þessu fólki hefur verið hér talsvert lengi, náð í einhverjum tilfellum að festa rætur, verið með börn í skóla og svo framvegis. Þannig að ég held að út frá réttindum barna þurfi að horfa líka til slíkra atriða.“
Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira