„Allt liðið er á bak við Írisi og fjölskyldu hennar“ Atli Arason skrifar 23. maí 2022 23:15 Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar. Diego Þróttur vann 1-2 útisigur í Keflavík í Bestu-deild kvenna í kvöld. Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, sagði að sigurinn í kvöld væri fyrir Írisi Dögg Gunnarsdóttur, markvörð Þróttar, og fjölskyldu hennar en afi Írisar var borin til grafar fyrr í dag. „Dagurinn er búinn að vera erfiður fyrir okkur öll þar sem að afi Írisar var jarðsunginn í dag. Allt liðið er búið að styðja við bakið á henni í dag. Við sýndum mikinn karakter í leiknum og þetta var frábær liðsframmistaða,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, í viðtali við Vísi eftir leik. Sigurmark Þróttar kom á síðustu mínútu leiksins en það skoraði Freyja Karín Þorvarðardóttir. „Ég var glaður að sjá boltann í netinu en þetta var umfram allt frábært fyrir Freyju. Hún er búin að vera að leggja mikið á sig og var mjög dugleg þarna efst á vellinum í kvöld og vann sína vinnu vel. Þetta var alvöru skallamark en hún sýndi mikið hugrekki að fara upp í einvígi með markmann þeirra á fleygiferð á móti sér.“ „Þetta er mikill léttir því þetta var leikur sem við stjórnuðum. Ég vissi að við urðum að vera þolinmóðar með boltann en við gáfum þeim nokkrar skyndisóknir sem við gátum forðast,“ bætti Chamberlain við. „Þær voru ekki að valda okkur vandræðum en í markinu sem þær skora voru þær einmitt að bíða eftir að við myndum gera einhver mistök og þær nýttu sér mistökin okkar vel. Mjög mikill léttir að ná sigrinum samt því við vorum í stjórn allan leikinn.“ Með sigrinum er Þróttur komið á topp Bestu-deildarinnar en Chamberlain er lítið að spá í stöðuna í deildinni á þessari stundu. „Ég er ekki búinn að hugsa neitt út í það núna, ég er bara glaður að við náðum í sigur í kvöld. Allt liðið er á bak við Íris og fjölskyldu hennar og stiginn þrjú í dag eru fyrir þau,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Rayo Vallecano - Real Madrid | Geta styrkt stöðuna á toppnum Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sjá meira
„Dagurinn er búinn að vera erfiður fyrir okkur öll þar sem að afi Írisar var jarðsunginn í dag. Allt liðið er búið að styðja við bakið á henni í dag. Við sýndum mikinn karakter í leiknum og þetta var frábær liðsframmistaða,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, í viðtali við Vísi eftir leik. Sigurmark Þróttar kom á síðustu mínútu leiksins en það skoraði Freyja Karín Þorvarðardóttir. „Ég var glaður að sjá boltann í netinu en þetta var umfram allt frábært fyrir Freyju. Hún er búin að vera að leggja mikið á sig og var mjög dugleg þarna efst á vellinum í kvöld og vann sína vinnu vel. Þetta var alvöru skallamark en hún sýndi mikið hugrekki að fara upp í einvígi með markmann þeirra á fleygiferð á móti sér.“ „Þetta er mikill léttir því þetta var leikur sem við stjórnuðum. Ég vissi að við urðum að vera þolinmóðar með boltann en við gáfum þeim nokkrar skyndisóknir sem við gátum forðast,“ bætti Chamberlain við. „Þær voru ekki að valda okkur vandræðum en í markinu sem þær skora voru þær einmitt að bíða eftir að við myndum gera einhver mistök og þær nýttu sér mistökin okkar vel. Mjög mikill léttir að ná sigrinum samt því við vorum í stjórn allan leikinn.“ Með sigrinum er Þróttur komið á topp Bestu-deildarinnar en Chamberlain er lítið að spá í stöðuna í deildinni á þessari stundu. „Ég er ekki búinn að hugsa neitt út í það núna, ég er bara glaður að við náðum í sigur í kvöld. Allt liðið er á bak við Íris og fjölskyldu hennar og stiginn þrjú í dag eru fyrir þau,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar.
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Rayo Vallecano - Real Madrid | Geta styrkt stöðuna á toppnum Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sjá meira