Bíða nýrra gervitunglamynda Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. maí 2022 13:27 Þorbjörn, bæjarfjall Grindvíkinga. Vísir/Arnar Stór skjálfti upp á 3,5 reið yfir við Þorbjörn í morgun og á svæðinu er stöðug smáskjálftavirkni. Stórir skjálftar, líkt sá sem reið yfir í morgun, eru nánast eins og daglegt brauð fyrir íbúa á Reykjanesskaganum. Þeir hafa í það minnsta síður tilkynnt um að hafa fundið fyrir skjálftum en áður. „Já, því miður. Það er eflaust að verða bara vant þessu og það þýðir líka eflaust að allir séu búnir að huga vel að innanstokksmunum og búa sig undir þessa stærri skjálfta.“ Þetta segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur, hjá Veðurstofu Íslands. Það er þó mikill fengur í því að fá þessar tilkynningar því þær eru bornar saman við stærðarákvarðanir náttúruvársérfræðinganna. Íbúar eru því áfram hvattir til að nýta sér viðeigandi gátt á vefsíðu Veðurstofunnar til að tilkynna um skjálfta. Engar meiriháttarbreytingar hafa orðið á skjálftavirkni. „Undanfarinn sólarhring höfum við verið að mæla með sjálfvirka kerfinu okkar um 400 skjálfta á svæðinu við Svartsengi og Þorbjörn og svo klukkan 7.15 í morgun mælist þar skjálfti 3,5 að stærð um 3 km norðaustan við Þorbjörn þannig að virknin er áfram bara stöðug á svæðinu.“ Það er enn mat sérfræðinga að kvikan liggi á sama dýpi. „Þar sem talað er um að á 4-6 km dýpi sé sylla með kviku sem sé smám saman að hækka yfirborðið þarna í kring og því fylgir þessi skjálftavirkni.“ Síðdegis eða á morgun berast nýjar gervihnattamyndir af jarðhræringasvæðinu. Einar bindur vonir við að þær muni veita mikilvæga innsýn. „Þá verður hægt að fara í nýjar keyrslur á þessum gögnum og bera saman við fyrri keyrslur og þá getum við betur áttað okkur á hverjar breytingarnar eru og hver þróunin er. Þetta eru miklir útreikningar og það verður áhugavert að sjá.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Skjálfti 3,0 að stærð í gærkvöldi Jarðskjálfti upp á þrjú stig varð um þrjá kílómetra norðan við Grindavík klukkan 23:13 í gærkvöldi. Að sögn Veðurstofunnar fannst hann greinilega í bænum. 23. maí 2022 07:13 Stórir jarðskjálftar við Grindavík Tveir jarðskjálftar yfir 3 að stærð urðu skammt frá Grindavík rétt fyrir klukkan tíu. 22. maí 2022 10:27 Á fjórða hundrað skjálfta frá miðnætti „Það hefur verið nokkur virkni í nótt. Það eru komnir rúmlega 330 skjálftar frá miðnætti og um klukkan þrjú urðu nokkrir um þrjá að stærð við Grindavík. Sá stærsti var 3,3.“ 21. maí 2022 09:46 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Stórir skjálftar, líkt sá sem reið yfir í morgun, eru nánast eins og daglegt brauð fyrir íbúa á Reykjanesskaganum. Þeir hafa í það minnsta síður tilkynnt um að hafa fundið fyrir skjálftum en áður. „Já, því miður. Það er eflaust að verða bara vant þessu og það þýðir líka eflaust að allir séu búnir að huga vel að innanstokksmunum og búa sig undir þessa stærri skjálfta.“ Þetta segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur, hjá Veðurstofu Íslands. Það er þó mikill fengur í því að fá þessar tilkynningar því þær eru bornar saman við stærðarákvarðanir náttúruvársérfræðinganna. Íbúar eru því áfram hvattir til að nýta sér viðeigandi gátt á vefsíðu Veðurstofunnar til að tilkynna um skjálfta. Engar meiriháttarbreytingar hafa orðið á skjálftavirkni. „Undanfarinn sólarhring höfum við verið að mæla með sjálfvirka kerfinu okkar um 400 skjálfta á svæðinu við Svartsengi og Þorbjörn og svo klukkan 7.15 í morgun mælist þar skjálfti 3,5 að stærð um 3 km norðaustan við Þorbjörn þannig að virknin er áfram bara stöðug á svæðinu.“ Það er enn mat sérfræðinga að kvikan liggi á sama dýpi. „Þar sem talað er um að á 4-6 km dýpi sé sylla með kviku sem sé smám saman að hækka yfirborðið þarna í kring og því fylgir þessi skjálftavirkni.“ Síðdegis eða á morgun berast nýjar gervihnattamyndir af jarðhræringasvæðinu. Einar bindur vonir við að þær muni veita mikilvæga innsýn. „Þá verður hægt að fara í nýjar keyrslur á þessum gögnum og bera saman við fyrri keyrslur og þá getum við betur áttað okkur á hverjar breytingarnar eru og hver þróunin er. Þetta eru miklir útreikningar og það verður áhugavert að sjá.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Skjálfti 3,0 að stærð í gærkvöldi Jarðskjálfti upp á þrjú stig varð um þrjá kílómetra norðan við Grindavík klukkan 23:13 í gærkvöldi. Að sögn Veðurstofunnar fannst hann greinilega í bænum. 23. maí 2022 07:13 Stórir jarðskjálftar við Grindavík Tveir jarðskjálftar yfir 3 að stærð urðu skammt frá Grindavík rétt fyrir klukkan tíu. 22. maí 2022 10:27 Á fjórða hundrað skjálfta frá miðnætti „Það hefur verið nokkur virkni í nótt. Það eru komnir rúmlega 330 skjálftar frá miðnætti og um klukkan þrjú urðu nokkrir um þrjá að stærð við Grindavík. Sá stærsti var 3,3.“ 21. maí 2022 09:46 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Skjálfti 3,0 að stærð í gærkvöldi Jarðskjálfti upp á þrjú stig varð um þrjá kílómetra norðan við Grindavík klukkan 23:13 í gærkvöldi. Að sögn Veðurstofunnar fannst hann greinilega í bænum. 23. maí 2022 07:13
Stórir jarðskjálftar við Grindavík Tveir jarðskjálftar yfir 3 að stærð urðu skammt frá Grindavík rétt fyrir klukkan tíu. 22. maí 2022 10:27
Á fjórða hundrað skjálfta frá miðnætti „Það hefur verið nokkur virkni í nótt. Það eru komnir rúmlega 330 skjálftar frá miðnætti og um klukkan þrjú urðu nokkrir um þrjá að stærð við Grindavík. Sá stærsti var 3,3.“ 21. maí 2022 09:46