Erdogan ræddi við Andersson og Niinistö um áhyggjur Tyrkja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. maí 2022 22:25 Aðrir leiðtogar Nató virðast nú vera á því að Erdogan muni láta undan en ef til vill ekki fyrr en eftir að hann fær eitthvað fyrir sinn snúð. epa Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, átti samtöl við leiðtoga Svíþjóðar og Finnlands í dag, þar sem umræðuefnið voru umsóknir ríkjanna um aðild að Atlantshafsbandalaginu og andstaða Tyrklands við inngöngu þeirra. Aðild ríkjanna að Nató þarfnast samþykki allra aðildarríkja bandalagsins en stjórnvöld í Tyrklandi segjast ekki munu segja já, þar sem Svíþjóð og Finnland hafi skotið skjólshúsi yfir meinta hryðjuverkamenn tengda Verkamannaflokki Kúrdistan (PKK) og fylgjendum Fethulla Gulen. Tyrkir segja Gulen hafa staðið fyrir valdaránstilrauninni í landinu árið 2016. Erdogan ræddi við Magdalenu Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar í síma og sagði henni að tyrknesk stjórnvöld ætluðust til þess að Svíar tækju afdráttarlaus skref til þess að mæta athugasemdum sínum. Þá sagðist forsetinn einnig ætlast til þess að stjórnvöld í Svíþjóð afléttu vopnasölubanni sem þeir komu á í kjölfar þátttöku Tyrkja í átökunum í Sýrlandi árið 2019. Andersson sagði eftir á að hún hefði kunnað að meta símtalið og að Svíar vonuðust til að geta styrkt tvíhliða samskipti sín við Tyrki. Sagðist hún hafa lagt áherslu á að sænsk stjórnvöld styddu ótvírætt baráttuna gegn hryðjuverkum og að skilgreina PKK sem hryðjuverkasamtök. Erdogan átti annað símtal við Sauli Niinistö, forseta Finnlands, og sagði það ekki samrýmast anda Nató að taka ekki á hryðjuverkasamtökum sem ógnuðu bandalaginu. Niinistö sagði fyrir sitt leyti að leiðtogarnir hefðu átt hreinskipt samtal og myndu halda áfram að eiga viðræður. Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður NATO Tyrkland Svíþjóð Finnland Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Aðild ríkjanna að Nató þarfnast samþykki allra aðildarríkja bandalagsins en stjórnvöld í Tyrklandi segjast ekki munu segja já, þar sem Svíþjóð og Finnland hafi skotið skjólshúsi yfir meinta hryðjuverkamenn tengda Verkamannaflokki Kúrdistan (PKK) og fylgjendum Fethulla Gulen. Tyrkir segja Gulen hafa staðið fyrir valdaránstilrauninni í landinu árið 2016. Erdogan ræddi við Magdalenu Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar í síma og sagði henni að tyrknesk stjórnvöld ætluðust til þess að Svíar tækju afdráttarlaus skref til þess að mæta athugasemdum sínum. Þá sagðist forsetinn einnig ætlast til þess að stjórnvöld í Svíþjóð afléttu vopnasölubanni sem þeir komu á í kjölfar þátttöku Tyrkja í átökunum í Sýrlandi árið 2019. Andersson sagði eftir á að hún hefði kunnað að meta símtalið og að Svíar vonuðust til að geta styrkt tvíhliða samskipti sín við Tyrki. Sagðist hún hafa lagt áherslu á að sænsk stjórnvöld styddu ótvírætt baráttuna gegn hryðjuverkum og að skilgreina PKK sem hryðjuverkasamtök. Erdogan átti annað símtal við Sauli Niinistö, forseta Finnlands, og sagði það ekki samrýmast anda Nató að taka ekki á hryðjuverkasamtökum sem ógnuðu bandalaginu. Niinistö sagði fyrir sitt leyti að leiðtogarnir hefðu átt hreinskipt samtal og myndu halda áfram að eiga viðræður.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður NATO Tyrkland Svíþjóð Finnland Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira