La Liga leggur fram kvörtun vegna nýs samnings Mbappé við PSG Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. maí 2022 09:01 Kylian Mbappé verður áfram hjá PSG til 2025. EPA-EFE/Mohammed Badra La Liga, spænska úrvalsdeildin, hefur gefið út að deildin ætli að leggja inn kvörtun hjá knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, vegna nýs samnings Kylian Mbappé við París-Saint Germain. Hinn 23 ára gamli Mbappé hefur verið orðaður við Real Madríd allt síðan félagið reyndi að kaupa hann sumarið 2021. Mbappé hefur gefið út að hann hafi verið stuðningsmaður Real allt síðan í æsku og benti allt til þess að franski sóknarmaðurinn myndi færa sig til Madrídar er samningur hans í París rynni út að tímabilinu loknu. Það er þangað til í gær þegar fregnir bárust af nýjum þriggja ára samning PSG við Mbappé. Spænska úrvalsdeildin er ekki par sátt með ákvörðun Mbappé og ætlar í hart. Deildin hefur gefið út að það sé ekki fræðilegur möguleiki á því að fjárhagsstaða París Saint-Germain geri liðinu kleift að bjóða Mbappé svipaðan samning og Real Madríd gerði. Ætlar spænska deildin að leggja fram kvörtun við UEFA, frönsk skattayfirvöld og Evrópusambandið. Í yfirlýsingu La Liga segir að PSG hafi tapað 220 milljónum evra á síðustu leiktíð og meira en 700 milljónum evra á undanförnum árum. Þá gagnrýnir La Liga auglýsinga samninga franska liðsins og tekur saman hversu dýr leikmannahópur þess sé (650 milljónir evra). Að lokum segir að hegðun Al-Khelafi, forseta PSG, ógni stöðugleika evrópsks fótbolta á sama hátt og hin svokallaða „Ofurdeild Evrópu“ en Real Madríd – liðið sem taldi sig vera að fá Mbappé – var meðal liða sem barðist hvað mest fyrir stofnun hennar. BREAKING: LaLiga have released a statement announcing they will file a complaint against Paris Saint-Germain over Kylian Mbappe's new contract... pic.twitter.com/Ymjf0YlJpd— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 21, 2022 Mbappé hélt upp á nýjan samning sinn við PSG með því að skora þrennu í 5-0 sigri á Metz í lokaumferð frönsku úrvalsdeildarinnar. Talandi um að nudda salti í sárin. Fótbolti Franski boltinn Spænski boltinn Tengdar fréttir Mbappé hélt upp á nýja samninginn með því að skora þrennu Kylian Mbappé skoraði þrennu er París Saint-Germain valtaði yfir Metz 5-0 í lokaumferð frönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. 21. maí 2022 21:01 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Fleiri fréttir Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjá meira
Hinn 23 ára gamli Mbappé hefur verið orðaður við Real Madríd allt síðan félagið reyndi að kaupa hann sumarið 2021. Mbappé hefur gefið út að hann hafi verið stuðningsmaður Real allt síðan í æsku og benti allt til þess að franski sóknarmaðurinn myndi færa sig til Madrídar er samningur hans í París rynni út að tímabilinu loknu. Það er þangað til í gær þegar fregnir bárust af nýjum þriggja ára samning PSG við Mbappé. Spænska úrvalsdeildin er ekki par sátt með ákvörðun Mbappé og ætlar í hart. Deildin hefur gefið út að það sé ekki fræðilegur möguleiki á því að fjárhagsstaða París Saint-Germain geri liðinu kleift að bjóða Mbappé svipaðan samning og Real Madríd gerði. Ætlar spænska deildin að leggja fram kvörtun við UEFA, frönsk skattayfirvöld og Evrópusambandið. Í yfirlýsingu La Liga segir að PSG hafi tapað 220 milljónum evra á síðustu leiktíð og meira en 700 milljónum evra á undanförnum árum. Þá gagnrýnir La Liga auglýsinga samninga franska liðsins og tekur saman hversu dýr leikmannahópur þess sé (650 milljónir evra). Að lokum segir að hegðun Al-Khelafi, forseta PSG, ógni stöðugleika evrópsks fótbolta á sama hátt og hin svokallaða „Ofurdeild Evrópu“ en Real Madríd – liðið sem taldi sig vera að fá Mbappé – var meðal liða sem barðist hvað mest fyrir stofnun hennar. BREAKING: LaLiga have released a statement announcing they will file a complaint against Paris Saint-Germain over Kylian Mbappe's new contract... pic.twitter.com/Ymjf0YlJpd— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 21, 2022 Mbappé hélt upp á nýjan samning sinn við PSG með því að skora þrennu í 5-0 sigri á Metz í lokaumferð frönsku úrvalsdeildarinnar. Talandi um að nudda salti í sárin.
Fótbolti Franski boltinn Spænski boltinn Tengdar fréttir Mbappé hélt upp á nýja samninginn með því að skora þrennu Kylian Mbappé skoraði þrennu er París Saint-Germain valtaði yfir Metz 5-0 í lokaumferð frönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. 21. maí 2022 21:01 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Fleiri fréttir Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjá meira
Mbappé hélt upp á nýja samninginn með því að skora þrennu Kylian Mbappé skoraði þrennu er París Saint-Germain valtaði yfir Metz 5-0 í lokaumferð frönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. 21. maí 2022 21:01