„Fyrir mér mikilvægast að láta fótboltann tala“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. maí 2022 20:40 Ada Hegerberg stangar boltann í netið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO Norska markadrottningin Ada Hegerberg var eðlilega í sjöunda himni eftir magnaðan 3-1 sigur Lyon á Barcelona í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Ada var að sjálfsögðu á skotskónum en það er ekki sjálfsagt eftir undanfarin misseri hjá þessari mögnuðu íþróttakonu. Segja má að sigur kvöldsins hafi fullkomnað endurkomu Ödu Hegerberg. Eftir að slíta krossbönd snemma árs 2020 þá meiddist hún illa aftur sama ár. Á endanum var hún frá í meira en eitt og hálft ár. Hún sneri til baka í október síðastliðnum og hefur verið að koma sér í sitt gamla form hægt og rólega. Í aðdraganda úrslitaleiksins sagði Ada að henni fyndist að fólk hefði verið full fljótt að gleyma hversu gott lið Lyon væri. Hún bakkaði það svo upp á vellinum. Ian Wright, fyrrum framherji Arsenal og enska landsliðsins, spurði Ödu út í fagnið hennar en hann taldi að hún væri að gefa eitthvað í skyn með því hvernig hún hefur fagnað mörkum sínum að undanförnu. „Ég veit það ekki, fyrir mér mikilvægast að láta fótboltann tala. Við viljum ekki tala of mikið utan vallar, þetta snýst allt um að standa sig innan vallar. Við höfum alltaf sagt það sem lið, við einbeitum okkur að því,“ sagði Ada eftir leik og hélt áfram. „Þetta snýst alltaf um næsta bikar, svo maður verður að koma sér aftur út á völl, vinna hart að sér og leyfa öðru fólki að tala.“ @AdaStolsmo: "Resilience!"Big words from the champ. pic.twitter.com/KZXP2EoRxv— DAZN Football (@DAZNFootball) May 21, 2022 „Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að standa hér ári síðar. Ég er komin langa leið, ég fæ gæsahúð við að hugsa um það. Seigla, leggja hart að sér, þetta er allt þess virði. Það er svo hvetjandi og ég bara 26 svo ég á nóg eftir,“ sagði Ada hlæjandi að endingu aðspurð út í meiðslin. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Fleiri fréttir Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Sjá meira
Segja má að sigur kvöldsins hafi fullkomnað endurkomu Ödu Hegerberg. Eftir að slíta krossbönd snemma árs 2020 þá meiddist hún illa aftur sama ár. Á endanum var hún frá í meira en eitt og hálft ár. Hún sneri til baka í október síðastliðnum og hefur verið að koma sér í sitt gamla form hægt og rólega. Í aðdraganda úrslitaleiksins sagði Ada að henni fyndist að fólk hefði verið full fljótt að gleyma hversu gott lið Lyon væri. Hún bakkaði það svo upp á vellinum. Ian Wright, fyrrum framherji Arsenal og enska landsliðsins, spurði Ödu út í fagnið hennar en hann taldi að hún væri að gefa eitthvað í skyn með því hvernig hún hefur fagnað mörkum sínum að undanförnu. „Ég veit það ekki, fyrir mér mikilvægast að láta fótboltann tala. Við viljum ekki tala of mikið utan vallar, þetta snýst allt um að standa sig innan vallar. Við höfum alltaf sagt það sem lið, við einbeitum okkur að því,“ sagði Ada eftir leik og hélt áfram. „Þetta snýst alltaf um næsta bikar, svo maður verður að koma sér aftur út á völl, vinna hart að sér og leyfa öðru fólki að tala.“ @AdaStolsmo: "Resilience!"Big words from the champ. pic.twitter.com/KZXP2EoRxv— DAZN Football (@DAZNFootball) May 21, 2022 „Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að standa hér ári síðar. Ég er komin langa leið, ég fæ gæsahúð við að hugsa um það. Seigla, leggja hart að sér, þetta er allt þess virði. Það er svo hvetjandi og ég bara 26 svo ég á nóg eftir,“ sagði Ada hlæjandi að endingu aðspurð út í meiðslin.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Fleiri fréttir Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Sjá meira