Þegar Albert samdi við Genoa í janúar var liðið þegar komið með annan fótinn niður í B-deildina. Liðið hefur ekki unnið marga leiki síðan en vann þó magnaðan sigur á Juventus þar sem Albert skoraði til að mynda.
Genoa mætti Bologna í lokaumferðinni og fór það svo að Musa Barrow skoraði eina mark leiksins á 66. mínútu leiksins, lokatölur 0-1. Genoa fallið, endaði liðið með 28 stig í 19. sæti.
Albert spilaði allan leikinn.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.