Fjölskylda ráðherra vill byggja á svæði sem aðrir fengu ekki að byggja á Bjarki Sigurðsson skrifar 20. maí 2022 22:56 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Einkahlutafélag sem stofnað var af Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra og eiginkonu hans hefur fest kaup á einbýlishúsi og 3,2 hektara lóð í Garðabæ. Jón gekk úr eigendahóp félagsins daginn fyrir kaupin. Þetta kemur fram í umfjöllun Stundarinnar. Einkahlutafélagið Hraunprýði byggingar ehf. var stofnað í mars á þessu ári af Jóni Gunnarssyni og Margréti Höllu Ragnarsdóttur, en til að byrja með áttu þau hvort um sig helmings hlut í félaginu. Í lok apríl festi félagið kaup á lóð og einbýlishúsi við Hrauntungu í Garðabæ á 300 milljónir króna. Daginn fyrir kaupinn hafði Jón farið úr eigendahóp félagsins. Jón er þó enn tengdur Hraunprýði byggingar ehf. þar sem eiginkona hans á 26 prósenta hlut í félaginu. Þá er sonur hans, Gunnar Bergmann Jónsson varamaður í stjórn félagsins og eiginkona Gunnars, Halla Hallgeirsdóttir, aðalmaður í stjórn. Loforð um áframhaldandi skógrækt Lóðin var áður eign Dalsnes ehf. sem er í eigu Ólafs Björnssonar. Þegar hann eignaðist lóðina hafði hann hugsað með sér að byggja á svæðinu en fékk ekki leyfi frá bæjaryfirvöldum í Garðabæ. Ólafur hefur reynt að fá áform sín samþykkt í mörg ár, nú síðast árið 2020, en alltaf án árangurs. Hjálmar Bárðarson, fyrrum siglingamálastjóri, byggði upp skógrækt á svæðinu á árum áður og vilja bæjaryfirvöld ekki svíkja þau loforð sem Hjálmari voru gefin. Hvorugur kannast við breytingar Hraunprýði byggingar ehf. stefnir á að byggja 30-40 hús á svæðinu og þar sem ekki hefur áður fengist leyfi fyrir framkvæmdunum eru kaupin kölluð „300 milljóna veðmál“ í umfjöllun Stundarinnar. Stundin ræddi bæði við Gunnar Einarsson, fráfarandi bæjarstjóra í Garðabæ, og Almar Guðmundsson sem leiddi Sjálfstæðisflokkinn í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru um seinustu helgi. Hvorugur kannast við það að einhverjar breytingar eigi eftir að eiga sér stað á skipulagi svæðisins. Nánar má lesa um málið á vef Stundarinnar. Garðabær Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun Stundarinnar. Einkahlutafélagið Hraunprýði byggingar ehf. var stofnað í mars á þessu ári af Jóni Gunnarssyni og Margréti Höllu Ragnarsdóttur, en til að byrja með áttu þau hvort um sig helmings hlut í félaginu. Í lok apríl festi félagið kaup á lóð og einbýlishúsi við Hrauntungu í Garðabæ á 300 milljónir króna. Daginn fyrir kaupinn hafði Jón farið úr eigendahóp félagsins. Jón er þó enn tengdur Hraunprýði byggingar ehf. þar sem eiginkona hans á 26 prósenta hlut í félaginu. Þá er sonur hans, Gunnar Bergmann Jónsson varamaður í stjórn félagsins og eiginkona Gunnars, Halla Hallgeirsdóttir, aðalmaður í stjórn. Loforð um áframhaldandi skógrækt Lóðin var áður eign Dalsnes ehf. sem er í eigu Ólafs Björnssonar. Þegar hann eignaðist lóðina hafði hann hugsað með sér að byggja á svæðinu en fékk ekki leyfi frá bæjaryfirvöldum í Garðabæ. Ólafur hefur reynt að fá áform sín samþykkt í mörg ár, nú síðast árið 2020, en alltaf án árangurs. Hjálmar Bárðarson, fyrrum siglingamálastjóri, byggði upp skógrækt á svæðinu á árum áður og vilja bæjaryfirvöld ekki svíkja þau loforð sem Hjálmari voru gefin. Hvorugur kannast við breytingar Hraunprýði byggingar ehf. stefnir á að byggja 30-40 hús á svæðinu og þar sem ekki hefur áður fengist leyfi fyrir framkvæmdunum eru kaupin kölluð „300 milljóna veðmál“ í umfjöllun Stundarinnar. Stundin ræddi bæði við Gunnar Einarsson, fráfarandi bæjarstjóra í Garðabæ, og Almar Guðmundsson sem leiddi Sjálfstæðisflokkinn í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru um seinustu helgi. Hvorugur kannast við það að einhverjar breytingar eigi eftir að eiga sér stað á skipulagi svæðisins. Nánar má lesa um málið á vef Stundarinnar.
Garðabær Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira