Fjölskylda ráðherra vill byggja á svæði sem aðrir fengu ekki að byggja á Bjarki Sigurðsson skrifar 20. maí 2022 22:56 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Einkahlutafélag sem stofnað var af Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra og eiginkonu hans hefur fest kaup á einbýlishúsi og 3,2 hektara lóð í Garðabæ. Jón gekk úr eigendahóp félagsins daginn fyrir kaupin. Þetta kemur fram í umfjöllun Stundarinnar. Einkahlutafélagið Hraunprýði byggingar ehf. var stofnað í mars á þessu ári af Jóni Gunnarssyni og Margréti Höllu Ragnarsdóttur, en til að byrja með áttu þau hvort um sig helmings hlut í félaginu. Í lok apríl festi félagið kaup á lóð og einbýlishúsi við Hrauntungu í Garðabæ á 300 milljónir króna. Daginn fyrir kaupinn hafði Jón farið úr eigendahóp félagsins. Jón er þó enn tengdur Hraunprýði byggingar ehf. þar sem eiginkona hans á 26 prósenta hlut í félaginu. Þá er sonur hans, Gunnar Bergmann Jónsson varamaður í stjórn félagsins og eiginkona Gunnars, Halla Hallgeirsdóttir, aðalmaður í stjórn. Loforð um áframhaldandi skógrækt Lóðin var áður eign Dalsnes ehf. sem er í eigu Ólafs Björnssonar. Þegar hann eignaðist lóðina hafði hann hugsað með sér að byggja á svæðinu en fékk ekki leyfi frá bæjaryfirvöldum í Garðabæ. Ólafur hefur reynt að fá áform sín samþykkt í mörg ár, nú síðast árið 2020, en alltaf án árangurs. Hjálmar Bárðarson, fyrrum siglingamálastjóri, byggði upp skógrækt á svæðinu á árum áður og vilja bæjaryfirvöld ekki svíkja þau loforð sem Hjálmari voru gefin. Hvorugur kannast við breytingar Hraunprýði byggingar ehf. stefnir á að byggja 30-40 hús á svæðinu og þar sem ekki hefur áður fengist leyfi fyrir framkvæmdunum eru kaupin kölluð „300 milljóna veðmál“ í umfjöllun Stundarinnar. Stundin ræddi bæði við Gunnar Einarsson, fráfarandi bæjarstjóra í Garðabæ, og Almar Guðmundsson sem leiddi Sjálfstæðisflokkinn í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru um seinustu helgi. Hvorugur kannast við það að einhverjar breytingar eigi eftir að eiga sér stað á skipulagi svæðisins. Nánar má lesa um málið á vef Stundarinnar. Garðabær Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun Stundarinnar. Einkahlutafélagið Hraunprýði byggingar ehf. var stofnað í mars á þessu ári af Jóni Gunnarssyni og Margréti Höllu Ragnarsdóttur, en til að byrja með áttu þau hvort um sig helmings hlut í félaginu. Í lok apríl festi félagið kaup á lóð og einbýlishúsi við Hrauntungu í Garðabæ á 300 milljónir króna. Daginn fyrir kaupinn hafði Jón farið úr eigendahóp félagsins. Jón er þó enn tengdur Hraunprýði byggingar ehf. þar sem eiginkona hans á 26 prósenta hlut í félaginu. Þá er sonur hans, Gunnar Bergmann Jónsson varamaður í stjórn félagsins og eiginkona Gunnars, Halla Hallgeirsdóttir, aðalmaður í stjórn. Loforð um áframhaldandi skógrækt Lóðin var áður eign Dalsnes ehf. sem er í eigu Ólafs Björnssonar. Þegar hann eignaðist lóðina hafði hann hugsað með sér að byggja á svæðinu en fékk ekki leyfi frá bæjaryfirvöldum í Garðabæ. Ólafur hefur reynt að fá áform sín samþykkt í mörg ár, nú síðast árið 2020, en alltaf án árangurs. Hjálmar Bárðarson, fyrrum siglingamálastjóri, byggði upp skógrækt á svæðinu á árum áður og vilja bæjaryfirvöld ekki svíkja þau loforð sem Hjálmari voru gefin. Hvorugur kannast við breytingar Hraunprýði byggingar ehf. stefnir á að byggja 30-40 hús á svæðinu og þar sem ekki hefur áður fengist leyfi fyrir framkvæmdunum eru kaupin kölluð „300 milljóna veðmál“ í umfjöllun Stundarinnar. Stundin ræddi bæði við Gunnar Einarsson, fráfarandi bæjarstjóra í Garðabæ, og Almar Guðmundsson sem leiddi Sjálfstæðisflokkinn í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru um seinustu helgi. Hvorugur kannast við það að einhverjar breytingar eigi eftir að eiga sér stað á skipulagi svæðisins. Nánar má lesa um málið á vef Stundarinnar.
Garðabær Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira