Líkir úrslitaleiknum við hina fullkomnu kvikmynd en er sjálfri líkt við Iniesta og Busquets Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. maí 2022 09:00 Alexia Putellas er mögnuð í alla staði. EPA-EFE/Alejandro Garcia Alexia Putellas er prímusmótor Barcelona, besta fótboltaliðs í heimi. Hún mun stýra spili liðsins er það mætir Lyon í úrslitum Meistaradeildar Evrópu síðar í dag. Þar mætast nútíð og fortíð, besta lið heims gegn liðinu sem drottnaði yfir Evrópu til fjölda ára. Putellas, fyrirliði Barcelona og besta fótboltakona heims, mun leiða lið sitt út á Allianz-völlinn í Torínó síðar í dag. Hún var hluti af Barcelona-liði sem vann þrefalt á síðustu leiktíð og getur nú endurtekið leikinn. „Þetta er eins og hin fullkomna kvikmynd þar sem þetta byrjaði með tapi gegn þeim á sínum tíma. Við getum nú varið titilinn gegn liðinu sem sýndi okkur á hvaða getustig við þurftum að komast til að verða meistarar,“ sagði Putellas á blaðamannafundi fyrir leik dagsins. Alexia Putellas is looking for a dream finale in Turin pic.twitter.com/rXlyFj9qLN— DAZN Football (@DAZNFootball) May 20, 2022 Liðið hefur í raun spilað betur á þessari leiktíð en þeirri síðustu, því til sönnunar er nóg að benda á að það vann alla 30 deildarleiki sína á Spáni. Þá hafa Börsungar einnig verið óstöðvandi í Meistaradeild Evrópu. Það er ef frá er talinn leikur gegn Sveindísi Jane Jónsdóttur og stöllum í Wolfsburg í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Nú er komið að úrslitaleiknum og það gæti farið svo að önnur íslensk landsliðskona - fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir - sjái til þess að Putellas og öll Katalónía fari tárvot á koddann í kvöld. Minnir á Busquets og Iniesta Undanfarin misseri hafa ekki verið gjöful fyrir karlalið Barcelona. Á sama tíma hefur kvennalið félagsins blómstrað og þá sérstaklega prímusmótorinn Putellas. Aðspurður segir Antonio Contreras – þjálfari Putellas hjá Levante tímabilið 2011-2012 – að hún minni sig á bæði goðsögnina Andrés Iniesta og Sergio Busquets, einn besta djúpa miðjumann síðari ára. „Hún er mjög klók á vellinum, tæknilega góð en nú er hún mun taktískari en áður.“ "She reminds me of Busquets and Iniesta. She's very intelligent on the pitch, technically good but now she s more tactical."Barcelona's Alexia Putellas, the full story - from the rooftop pitch of her school, to a sold-out Camp Nou. @charlotteharpur https://t.co/6ZLoI7YzZp— The Athletic UK (@TheAthleticUK) May 19, 2022 Missti föður sinn fyrir tvítugt Líf hinnar 28 ára gömlu Putellas hefur hins vegar ekki alltaf verið dans á rósum. Það eru tíu ár síðan hún missti föður sinn, en hann var hennar helsti aðdáandi. Mætti hann á alla leiki og hvatti stelpuna sína áfram. Það var í gegnum föðurættina sem áhugi Putellas á fótbolta kom. Áhugi sem leiddi til þess að hún spilaði með strákunum í skólanum, strákunum sem rifust um hver fengi að vera með Putellas í liði samkvæmt æskuvini hennar Marc Guinot. Það er því augljóst að þó faðir hennar hafi fallið frá fyrir áratug síðan þá hafði hann gríðarleg áhrif á feril dóttur sinnar. Feril sem flestum dreymir aðeins um. Leikur Barcelona og Lyon í úrslitum Meistaradeildar Evrópu verður líkt og öll keppnin sýnd á Youtube-rás DAZN. Hlekkur á útsendinguna sem og beina textalýsingu má finna hér á Vísi klukkan 16.30. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Sjá meira
Putellas, fyrirliði Barcelona og besta fótboltakona heims, mun leiða lið sitt út á Allianz-völlinn í Torínó síðar í dag. Hún var hluti af Barcelona-liði sem vann þrefalt á síðustu leiktíð og getur nú endurtekið leikinn. „Þetta er eins og hin fullkomna kvikmynd þar sem þetta byrjaði með tapi gegn þeim á sínum tíma. Við getum nú varið titilinn gegn liðinu sem sýndi okkur á hvaða getustig við þurftum að komast til að verða meistarar,“ sagði Putellas á blaðamannafundi fyrir leik dagsins. Alexia Putellas is looking for a dream finale in Turin pic.twitter.com/rXlyFj9qLN— DAZN Football (@DAZNFootball) May 20, 2022 Liðið hefur í raun spilað betur á þessari leiktíð en þeirri síðustu, því til sönnunar er nóg að benda á að það vann alla 30 deildarleiki sína á Spáni. Þá hafa Börsungar einnig verið óstöðvandi í Meistaradeild Evrópu. Það er ef frá er talinn leikur gegn Sveindísi Jane Jónsdóttur og stöllum í Wolfsburg í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Nú er komið að úrslitaleiknum og það gæti farið svo að önnur íslensk landsliðskona - fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir - sjái til þess að Putellas og öll Katalónía fari tárvot á koddann í kvöld. Minnir á Busquets og Iniesta Undanfarin misseri hafa ekki verið gjöful fyrir karlalið Barcelona. Á sama tíma hefur kvennalið félagsins blómstrað og þá sérstaklega prímusmótorinn Putellas. Aðspurður segir Antonio Contreras – þjálfari Putellas hjá Levante tímabilið 2011-2012 – að hún minni sig á bæði goðsögnina Andrés Iniesta og Sergio Busquets, einn besta djúpa miðjumann síðari ára. „Hún er mjög klók á vellinum, tæknilega góð en nú er hún mun taktískari en áður.“ "She reminds me of Busquets and Iniesta. She's very intelligent on the pitch, technically good but now she s more tactical."Barcelona's Alexia Putellas, the full story - from the rooftop pitch of her school, to a sold-out Camp Nou. @charlotteharpur https://t.co/6ZLoI7YzZp— The Athletic UK (@TheAthleticUK) May 19, 2022 Missti föður sinn fyrir tvítugt Líf hinnar 28 ára gömlu Putellas hefur hins vegar ekki alltaf verið dans á rósum. Það eru tíu ár síðan hún missti föður sinn, en hann var hennar helsti aðdáandi. Mætti hann á alla leiki og hvatti stelpuna sína áfram. Það var í gegnum föðurættina sem áhugi Putellas á fótbolta kom. Áhugi sem leiddi til þess að hún spilaði með strákunum í skólanum, strákunum sem rifust um hver fengi að vera með Putellas í liði samkvæmt æskuvini hennar Marc Guinot. Það er því augljóst að þó faðir hennar hafi fallið frá fyrir áratug síðan þá hafði hann gríðarleg áhrif á feril dóttur sinnar. Feril sem flestum dreymir aðeins um. Leikur Barcelona og Lyon í úrslitum Meistaradeildar Evrópu verður líkt og öll keppnin sýnd á Youtube-rás DAZN. Hlekkur á útsendinguna sem og beina textalýsingu má finna hér á Vísi klukkan 16.30.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Sjá meira