Gífurleg aukning í tilkynningum um netsvindl Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. maí 2022 16:19 Guðmundur Arnar Sigmundsson segir Íslendinga eftirbáta annara þjóða hvað varðar ráðstafarnir til að bregðast við netárásum. Tilkynningum um netárásir hefur fjölgað mikið síðustu ár samkvæmt ársskýrslu CERT-ÍS, netöryggissveitar Fjarskiptasofu. Rúm tvöföldun hefur verið í tilkynningum um netsvindl milli áranna 2020 og 2021 á sama tíma og tölvuþrjótar nota æ þróaðri aðferðir til að herja á lykilorðabanka og viðkvæm gögn. Í skýrslunni er áberandi mest aukning tilkynninga í flokki svindls á netinu. Þar falla undir til dæmis vefveiðar þar sem reynt er að safna viðkvæmum upplýsingum með því að villa á sér heimildir, til dæmis í gegnum tölvupóst eða með eftirmynd af þekktri síðu. CERT-ÍS hefur engin lagaleg úrræði til að bregðast við slíkum tilkynningum en lögum samkvæmt ber fjarskiptafyrirtækjum og rekstraraðilum nauðsynlegrar þjónustu að tilkynna slík atvik til CERT-ÍS. Fjöldi atvika sem tilkynnt var til CERT-ÍS á árunum 2020 og 2021. Áberandi er rúm tvöföldun í tilkynningum um netsvindl.CERT-ÍS Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri netöryggissveitar CERT-ÍS segir að færa megi rök fyrir því að Íslendingar séu eftirbátar annarra þjóða hvað varðar uppbyggingu ráðstafana hins opinbera til að bregðast við netöryggisatvikum. Að mati Alþjóðafjarskiptasambandsins (ITU) eru Íslendingar í fararbroddi þjóða heims í notkun á net- og upplýsingatækni á meðan netöryggismálum sé ábótavant. Mikið fjárhagslegt tap vegna netglæpa Tap á gögnum, stöðvun á vinnu og úrvinnsla sem verður til vegna netárásar getur leitt af sér mikinn kostnað fyrir fórnarlömb og erfitt getur verið að fá slíkt tjón bætt. Samkvæmt skýrslu CERT-ÍS sýna alþjóðlegar rannsóknir að 60% smærri fyrirtækja sem verða fyrir netárás hætti starfsemi innan sex mánaða frá því að árásin var gerð. Samkvæmt evrópsku netöryggisstofnuninni hefur tap ríkja í Evrópu vegna netglæpa verið metið á um 1,6% af vergri landsframleiðslu á ári. Séu þær tölur heimfærðar á Ísland má gera ráð fyrir að um 40 milljarðar króna tapist á ári sökum netárása. Þróaðri netárásir Í skýrslunni kemur jafnframt fram að álagsárásir hafi þróast mikið síðustu ár. Þær séu orðnar sérsniðnar að fórnarlömbum þar sem tölvuþrjótar breyta um tegund árása og styrk þar til árásin nær tilætluðum árangri. Þessar álagsárásir hafi tvöfaldast á fyrri hluta árs 2021 í heiminum og verið framkvæmdar í auknum mæli hérlendis. Gjarnan er herjað á lykilorðabanka sem glæpahópar geta þá nýtt til þess að komast inn á aðganga fórnarlamba sinna. Algengt er að fólk endurnýti lykilorð sín eða noti svipuð lykilorð sem geri þessum hópum kleift að ná tökum á öðrum aðgöngum fórnarlambsins en þeim sem gagnalekinn nær til. Þá sé sífellt algengara að gögn séu tekin gíslingu og glæpamenn noti hótanir og fjárkúgun við að hafa fé af fyrirtækjum. Hafa glæpamennirnir þá náð að komast yfir gögn fyrirtækisins, dulkóðað þau eða eytt af netþjóni. Senda þeir síðan greiðsluleiðbeiningar á fyrirtækið og lofa að gegn greiðslu muni fórnarlambið aftur fá aðgang að gögnunum sínum. Nýjar áskoranir í tengslum við fjarvinnu Að sögn Certís eru einnig ýmsar áskorarnir sem skjóta upp kollinum í kjölfar aukinnar fjarvinnu starfsfólks fyrirtækja. Fari vinnudagurinn fram á skrifstofum fyrirtækja sé jafnan séð til þess að tölvu- og netkerfið sé öruggt fyrir starfsfólk sem er að meðhöndla viðkvæm gögn. Þetta eigi hins vegar ekki við í fjarvinnu, þar sem starfsmenn tengjast eigin heimaneti til að inna vinnu af hendi. Mikilvægt sé að atvinnurekendur hugsi út í net- og tölvuöryggi þegar fólk vinni heima frá sér og dulriti gagnageymslur, takmarki aðgang að viðkvæmum gögnum og nýti sér fjölþátta auðkenningu. Fréttin hefur verið uppfærð Netöryggi Netglæpir Fjarskipti Tækni Tengdar fréttir Búast megi við fleiri netárásum í framtíðinni Búast má við að netárásum á greiðslumiðlunarfyrirtæki fari fjölgandi hér á landi. Netöryggissveit Fjarskiptastofu og Seðlabankinn hafa netárás sem framin var í gærkvöldi til skoðunar. 12. september 2021 19:11 Netárásir á íslenska innviði stóraukist í kjölfar innrásar Rússa Skipulagðar netárásir á íslenska innviði hafa aukist gríðarlega frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. 13. maí 2022 07:36 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira
Í skýrslunni er áberandi mest aukning tilkynninga í flokki svindls á netinu. Þar falla undir til dæmis vefveiðar þar sem reynt er að safna viðkvæmum upplýsingum með því að villa á sér heimildir, til dæmis í gegnum tölvupóst eða með eftirmynd af þekktri síðu. CERT-ÍS hefur engin lagaleg úrræði til að bregðast við slíkum tilkynningum en lögum samkvæmt ber fjarskiptafyrirtækjum og rekstraraðilum nauðsynlegrar þjónustu að tilkynna slík atvik til CERT-ÍS. Fjöldi atvika sem tilkynnt var til CERT-ÍS á árunum 2020 og 2021. Áberandi er rúm tvöföldun í tilkynningum um netsvindl.CERT-ÍS Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri netöryggissveitar CERT-ÍS segir að færa megi rök fyrir því að Íslendingar séu eftirbátar annarra þjóða hvað varðar uppbyggingu ráðstafana hins opinbera til að bregðast við netöryggisatvikum. Að mati Alþjóðafjarskiptasambandsins (ITU) eru Íslendingar í fararbroddi þjóða heims í notkun á net- og upplýsingatækni á meðan netöryggismálum sé ábótavant. Mikið fjárhagslegt tap vegna netglæpa Tap á gögnum, stöðvun á vinnu og úrvinnsla sem verður til vegna netárásar getur leitt af sér mikinn kostnað fyrir fórnarlömb og erfitt getur verið að fá slíkt tjón bætt. Samkvæmt skýrslu CERT-ÍS sýna alþjóðlegar rannsóknir að 60% smærri fyrirtækja sem verða fyrir netárás hætti starfsemi innan sex mánaða frá því að árásin var gerð. Samkvæmt evrópsku netöryggisstofnuninni hefur tap ríkja í Evrópu vegna netglæpa verið metið á um 1,6% af vergri landsframleiðslu á ári. Séu þær tölur heimfærðar á Ísland má gera ráð fyrir að um 40 milljarðar króna tapist á ári sökum netárása. Þróaðri netárásir Í skýrslunni kemur jafnframt fram að álagsárásir hafi þróast mikið síðustu ár. Þær séu orðnar sérsniðnar að fórnarlömbum þar sem tölvuþrjótar breyta um tegund árása og styrk þar til árásin nær tilætluðum árangri. Þessar álagsárásir hafi tvöfaldast á fyrri hluta árs 2021 í heiminum og verið framkvæmdar í auknum mæli hérlendis. Gjarnan er herjað á lykilorðabanka sem glæpahópar geta þá nýtt til þess að komast inn á aðganga fórnarlamba sinna. Algengt er að fólk endurnýti lykilorð sín eða noti svipuð lykilorð sem geri þessum hópum kleift að ná tökum á öðrum aðgöngum fórnarlambsins en þeim sem gagnalekinn nær til. Þá sé sífellt algengara að gögn séu tekin gíslingu og glæpamenn noti hótanir og fjárkúgun við að hafa fé af fyrirtækjum. Hafa glæpamennirnir þá náð að komast yfir gögn fyrirtækisins, dulkóðað þau eða eytt af netþjóni. Senda þeir síðan greiðsluleiðbeiningar á fyrirtækið og lofa að gegn greiðslu muni fórnarlambið aftur fá aðgang að gögnunum sínum. Nýjar áskoranir í tengslum við fjarvinnu Að sögn Certís eru einnig ýmsar áskorarnir sem skjóta upp kollinum í kjölfar aukinnar fjarvinnu starfsfólks fyrirtækja. Fari vinnudagurinn fram á skrifstofum fyrirtækja sé jafnan séð til þess að tölvu- og netkerfið sé öruggt fyrir starfsfólk sem er að meðhöndla viðkvæm gögn. Þetta eigi hins vegar ekki við í fjarvinnu, þar sem starfsmenn tengjast eigin heimaneti til að inna vinnu af hendi. Mikilvægt sé að atvinnurekendur hugsi út í net- og tölvuöryggi þegar fólk vinni heima frá sér og dulriti gagnageymslur, takmarki aðgang að viðkvæmum gögnum og nýti sér fjölþátta auðkenningu. Fréttin hefur verið uppfærð
Netöryggi Netglæpir Fjarskipti Tækni Tengdar fréttir Búast megi við fleiri netárásum í framtíðinni Búast má við að netárásum á greiðslumiðlunarfyrirtæki fari fjölgandi hér á landi. Netöryggissveit Fjarskiptastofu og Seðlabankinn hafa netárás sem framin var í gærkvöldi til skoðunar. 12. september 2021 19:11 Netárásir á íslenska innviði stóraukist í kjölfar innrásar Rússa Skipulagðar netárásir á íslenska innviði hafa aukist gríðarlega frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. 13. maí 2022 07:36 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira
Búast megi við fleiri netárásum í framtíðinni Búast má við að netárásum á greiðslumiðlunarfyrirtæki fari fjölgandi hér á landi. Netöryggissveit Fjarskiptastofu og Seðlabankinn hafa netárás sem framin var í gærkvöldi til skoðunar. 12. september 2021 19:11
Netárásir á íslenska innviði stóraukist í kjölfar innrásar Rússa Skipulagðar netárásir á íslenska innviði hafa aukist gríðarlega frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. 13. maí 2022 07:36