„Stuttu áður en myndinn rúllaði af stað komu slökkvi- og sjúkrabílar og fengu viðstaddir að grandskoða fákana bæði að innan sem utan,“ segir í tilkynningu frá Sambíóunum.

Myndin segir frá hinni 16 ára gömlu Georgiu Nolan sem dreymir um að sinna slökkvistarfi alveg eins og pabbi sinn en viðhorf almennings gera henni virkilega erfitt fyrir. Til þess að uppfylla draum sinn þarf Georgia því að fara sínar eigin leiðir.
Hún dulbýr sig sem Joe og slæst í lið með hópi slökkviliðsmanna. Hópurinn reynir að stöðva dularfullan brennuvarg sem leikur lausum hala í New York-borg.
Fleiri myndir má sjá hér að neðan:


