Konfettí, reykur og vindvél á Kötlugosi um helgina Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 19. maí 2022 15:31 Skrautlegasti kór landsins! Kvennakórinn Katla er tíu ára um þessar mundir og verður haldið uppá þann áfanga með kórleikhúsi í Tjarnarbíó. „Frá fyrstu tíð hefur kórinn haft það að meginmarkmiði að valdefla konur í gegnum söng og sviðsframkomu. Hópurinn hefur átt góðu gengi að fagna og komið víða fram. Kvennakórinn Katla hefur lagt sitt á vogarskálarnar, bæði listrænt og samfélagslega séð, til dæmis með því að vekja athygli á réttindum kvenna, að afbyggja staðalmyndir um kvennlíkamann með þátttöku í gjörningalist og kanna nýjar leiðir til að ná til áhorfenda með kórleikhústónleikum.“ Hildigunnur Einarsdóttir og Lilja Dögg Gunnarsdóttir Kötlugos kórsýningin er unnin í samstarfi við leikstjóra, sviðshöfund, danshöfund og lýsingarhönnuð. „Á tónleikunum verður hefðbundnum kórgildum ögrað með kröftugum, valdeflandi hljómi þar sem kvenorkan verður allsráðandi en hefðbundið tónleikaform verður víðs fjarri. Þannig verða tónleikarnir í formi eins konar kórleikhúss þar sem mikil vinna verður lögð í sviðsframkomu, búninga, dansa og lýsingu. Konfettí, reykvél og vindvél munu koma mikið við sögu.“ Efnisval tónleikanna verður brot af því besta frá tíu ára sögu kórsins ásamt nýju og spennandi efni. Flutt verða lög meðal annars eftir Björk Guðmundsdóttur, Kate Bush og Imogen Heap í útsetningum kórstýra. Kórinn mun reyna fyrir sér í powerballöðum unglingsáranna, gleðisprengjulögum í útsetningum Maríu Magnúsdóttur og kórverkum frá Finnlandi og Búlgaríu. Kórstýrur eru Hildigunnur Einarsdóttir og Lilja Dögg Gunnarsdóttir. Gestur Katlanna á tónleikum verður Þórdís Claessen slagverksleikari. Sviðshöfundur ásamt kórstýrum er Sigríður Eyrún Friðriksdóttir. Tónlist Kórar Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Frá fyrstu tíð hefur kórinn haft það að meginmarkmiði að valdefla konur í gegnum söng og sviðsframkomu. Hópurinn hefur átt góðu gengi að fagna og komið víða fram. Kvennakórinn Katla hefur lagt sitt á vogarskálarnar, bæði listrænt og samfélagslega séð, til dæmis með því að vekja athygli á réttindum kvenna, að afbyggja staðalmyndir um kvennlíkamann með þátttöku í gjörningalist og kanna nýjar leiðir til að ná til áhorfenda með kórleikhústónleikum.“ Hildigunnur Einarsdóttir og Lilja Dögg Gunnarsdóttir Kötlugos kórsýningin er unnin í samstarfi við leikstjóra, sviðshöfund, danshöfund og lýsingarhönnuð. „Á tónleikunum verður hefðbundnum kórgildum ögrað með kröftugum, valdeflandi hljómi þar sem kvenorkan verður allsráðandi en hefðbundið tónleikaform verður víðs fjarri. Þannig verða tónleikarnir í formi eins konar kórleikhúss þar sem mikil vinna verður lögð í sviðsframkomu, búninga, dansa og lýsingu. Konfettí, reykvél og vindvél munu koma mikið við sögu.“ Efnisval tónleikanna verður brot af því besta frá tíu ára sögu kórsins ásamt nýju og spennandi efni. Flutt verða lög meðal annars eftir Björk Guðmundsdóttur, Kate Bush og Imogen Heap í útsetningum kórstýra. Kórinn mun reyna fyrir sér í powerballöðum unglingsáranna, gleðisprengjulögum í útsetningum Maríu Magnúsdóttur og kórverkum frá Finnlandi og Búlgaríu. Kórstýrur eru Hildigunnur Einarsdóttir og Lilja Dögg Gunnarsdóttir. Gestur Katlanna á tónleikum verður Þórdís Claessen slagverksleikari. Sviðshöfundur ásamt kórstýrum er Sigríður Eyrún Friðriksdóttir.
Tónlist Kórar Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira