Stöð 2 Sport
Klukkan 18.50 hefur Seinni bylgjan göngu sína og mun hita upp fyrir fyrsta leik í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild karla í handbolta á milli Vals og ÍBV.
Leikurinn sjálfur hefst svo klukkan 19.25 og strax í kjölfar leiksins, klukkan 21.00, mun Seinni bylgjan mæta aftur til að gera upp þennan fyrsta leik úrslitanna.
Stöð 2 Sport 4
Selfoss tekur á móti Keflavík í fimmtu umferð í Bestu-deild kvenna og hefst útsendingin klukkan 19.05.
Strax eftir leik mun Helena Ólafs og sérfræðingar í Bestu mörkunum gera upp alla fimmtu umferðina, klukkan 21.15.
Stöð 2 Sport BD
Leikur Vals og KR í Bestu-deild kvenna hefst klukkan 17.10 í beinni netútsendingu.
Frestaður leikur Breiðabliks og ÍBV frá því í gær er einnig í beinni netútsendingu og hefst sú viðureign klukkan 17.55.
Stöð 2 Golf
PGA Championship er í beinni útsendingu frá 18.00.
Stöð 2 eSport
Klukkan 15.00 mun íslenska landsliðið mæta því tékkenska í eFótbolta.
Marín Eydal, betur þekkt sem Gameveran, streymir í beinni frá klukkan 21.00.