Vildi ekki styðja samkynhneigða og fær stuðning forseta Senegals Sindri Sverrisson skrifar 18. maí 2022 16:00 Angel Di Maria og Lionel Messi hikuðu ekki við að klæðast treyju með regnbogalitum númerum til stuðnings LGBTQI+ fólki. Idrissa Gueye neitaði að gera það. Samsett/Getty Senegalski knattspyrnumaðurinn Idrissa Gueye hefur verið gagnrýndur fyrir að neita, annað árið í röð, að taka þátt í átaki í frönsku 1. deildinni í fótbolta gegn hómófóbíu. Gueye hefur ekki viljað tjá sig um málið og þær „persónulegu ástæður“ sem lágu að baki því að hann tók ekki þátt í leik með PSG gegn Montpellier um helgina. New York Times segir að Gueye hafi ferðast með PSG í leikinn en ekki viljað klæðast sérstakri treyju liðsins, með regnbogalitum númerum, sem notaðar voru í leiknum. Treyjurnar voru liður í að vekja athygli á fordómum í garð LGBTQI+ fólks sem nú virðast svo sannarlega fyrirfinnast í búningsklefa frönsku meistaranna. Gueye hefur fengið stuðning úr æðstu stöðum í heimalandi sínu. „Ég styð Idrissa Gana Gueye. Það verður að sýna trúarskoðunum hans virðingu,“ skrifaði Macky Sall, forseti Senegal, á Twitter. Samkynhneigð er bönnuð með lögum í Senegal. Je soutiens Idrissa Gana Gueye. Ses convictions religieuses doivent être respectées.— Macky Sall (@Macky_Sall) May 17, 2022 Siðanefnd franska knattspyrnusambandsins hefur hins vegar sent Gueye bréf og krafið hann svara um ástæður þess að hann neitaði að spila gegn Montpellier. Í bréfinu segir að annað hvort sé orðrómurinn ósannur og að Gueye þurfi þá strax að leiðrétta hann, og megi þá taka mynd af sér með regnbogalitu treyjuna, eða þá að orðrómurinn sé sannur. Í því tilviki sé Gueye beðinn um að hugsa um þær slæmu afleiðingar sem hegðun hans hafi í för með sér. „Baráttan gegn mismunun ólíkra hópa er barátta sem stöðugt þarf að sinna,“ segir í bréfi siðanefndarinnar til Gueye. „Mismunun getur verið af ólíkum toga og tengst hörundslit, trúarbrögðum, kynhneigð og fleiru en felur alltaf í sér að fólk sé útilokað fyrir að vera ólíkt öðrum. Með því að neita að taka þátt ert þú að sýna stuðning við fordómafulla hegðun og útilokun fólks, ekki bara LGBTQI+ samfélagsins.“ Fótbolti Franski boltinn Senegal Hinsegin Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Sjá meira
Gueye hefur ekki viljað tjá sig um málið og þær „persónulegu ástæður“ sem lágu að baki því að hann tók ekki þátt í leik með PSG gegn Montpellier um helgina. New York Times segir að Gueye hafi ferðast með PSG í leikinn en ekki viljað klæðast sérstakri treyju liðsins, með regnbogalitum númerum, sem notaðar voru í leiknum. Treyjurnar voru liður í að vekja athygli á fordómum í garð LGBTQI+ fólks sem nú virðast svo sannarlega fyrirfinnast í búningsklefa frönsku meistaranna. Gueye hefur fengið stuðning úr æðstu stöðum í heimalandi sínu. „Ég styð Idrissa Gana Gueye. Það verður að sýna trúarskoðunum hans virðingu,“ skrifaði Macky Sall, forseti Senegal, á Twitter. Samkynhneigð er bönnuð með lögum í Senegal. Je soutiens Idrissa Gana Gueye. Ses convictions religieuses doivent être respectées.— Macky Sall (@Macky_Sall) May 17, 2022 Siðanefnd franska knattspyrnusambandsins hefur hins vegar sent Gueye bréf og krafið hann svara um ástæður þess að hann neitaði að spila gegn Montpellier. Í bréfinu segir að annað hvort sé orðrómurinn ósannur og að Gueye þurfi þá strax að leiðrétta hann, og megi þá taka mynd af sér með regnbogalitu treyjuna, eða þá að orðrómurinn sé sannur. Í því tilviki sé Gueye beðinn um að hugsa um þær slæmu afleiðingar sem hegðun hans hafi í för með sér. „Baráttan gegn mismunun ólíkra hópa er barátta sem stöðugt þarf að sinna,“ segir í bréfi siðanefndarinnar til Gueye. „Mismunun getur verið af ólíkum toga og tengst hörundslit, trúarbrögðum, kynhneigð og fleiru en felur alltaf í sér að fólk sé útilokað fyrir að vera ólíkt öðrum. Með því að neita að taka þátt ert þú að sýna stuðning við fordómafulla hegðun og útilokun fólks, ekki bara LGBTQI+ samfélagsins.“
Fótbolti Franski boltinn Senegal Hinsegin Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Sjá meira