„Rísandi stjarna“ Repúblikana tapaði í forvali Samúel Karl Ólason skrifar 18. maí 2022 10:05 Madison Cawthorn hafði gert félaga sína í Repúblikanaflokknum reiða. AP/Nell Redmond Þingmaðurinn Madison Cawthorn tapaði í forvali Repúblikanaflokksins í gær og mun því ekki sitja á þingi annað kjörtímabil. Chuck Edwards, sem situr í öldungadeild ríkisþings Norður-Karólínu bar sigur úr bítum en Cawthorn hefur verið plagaður af hverju hneykslinu á fætur öðru í aðdraganda forvalsins og hafði reitt félaga sína í Repúblikanaflokknum til reiði með ummælum sínum og hegðun. Hann varð þingmaður eftir að hafa unnið forval kjördæmisins árið 2020, þá einungis 25 ára gamall og litu margir á hann sem rísandi stjörnu í hreyfingu íhaldsmanna, samkvæmt frétt AP. Undanfarna mánuði hefur hann verið stöðvaður af lögreglu fyrir umferðarlagabrot, bæði fyrir of hraðan akstur og fyrir að keyra leyfislaus, og vopnalagabrot en hann var tvisvar sinnum á nokkrum mánuðum stöðvaður með skotvopn á flugvelli. Gerði eigin leiðtoga reiða Þá gerði hann Repúblikana mjög reiða þegar hann sagði í hlaðvarpi að honum hefði verið boðið í kynsvall í Washington DC, þar sem þingmenn Repúblikanaflokksins hafi neytt kókaíns. Sömuleiðis hafa myndir og myndbönd af honum verið birt á netinu en þetta myndefni hefur þótt vandræðalegt fyrir þingmanninn. Hann hefur þó sjálfur haldið því fram að efnið hafi verið birt til að koma óorði á hann. Hann hefur þar að auki verið sakaður um innherjaviðskipti og kynferðislega áreitni. Allt þetta hefur gert Repúblikana reiða og hafa þeir beitt sér gegn Cawthorn á undanförnum mánuðum. Í frétt Politico, þar sem farið er yfir feril Cawthorns, segir að margir hafi spurt sig hvort hann hefði í raun getu til að sinna starfi þingmanns. Blaðamenn Politico ræddu við rúmlega sjötíu manns um Cawthorn en þau segja hann vera óþroskaðan, óreyndan lygara sem hafi hvorki verið hæfur eða tilbúinn til þingsetu. Edwards er eins og áður segir öldungadeildarþingmaður í Norður-Karólínu og rekur þar að auki McDonalds-keðju í ríkinu. Hann segist vongóður um að Repúblikanar muni halda þingsætinu í kosningunum í nóvember. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Hann varð þingmaður eftir að hafa unnið forval kjördæmisins árið 2020, þá einungis 25 ára gamall og litu margir á hann sem rísandi stjörnu í hreyfingu íhaldsmanna, samkvæmt frétt AP. Undanfarna mánuði hefur hann verið stöðvaður af lögreglu fyrir umferðarlagabrot, bæði fyrir of hraðan akstur og fyrir að keyra leyfislaus, og vopnalagabrot en hann var tvisvar sinnum á nokkrum mánuðum stöðvaður með skotvopn á flugvelli. Gerði eigin leiðtoga reiða Þá gerði hann Repúblikana mjög reiða þegar hann sagði í hlaðvarpi að honum hefði verið boðið í kynsvall í Washington DC, þar sem þingmenn Repúblikanaflokksins hafi neytt kókaíns. Sömuleiðis hafa myndir og myndbönd af honum verið birt á netinu en þetta myndefni hefur þótt vandræðalegt fyrir þingmanninn. Hann hefur þó sjálfur haldið því fram að efnið hafi verið birt til að koma óorði á hann. Hann hefur þar að auki verið sakaður um innherjaviðskipti og kynferðislega áreitni. Allt þetta hefur gert Repúblikana reiða og hafa þeir beitt sér gegn Cawthorn á undanförnum mánuðum. Í frétt Politico, þar sem farið er yfir feril Cawthorns, segir að margir hafi spurt sig hvort hann hefði í raun getu til að sinna starfi þingmanns. Blaðamenn Politico ræddu við rúmlega sjötíu manns um Cawthorn en þau segja hann vera óþroskaðan, óreyndan lygara sem hafi hvorki verið hæfur eða tilbúinn til þingsetu. Edwards er eins og áður segir öldungadeildarþingmaður í Norður-Karólínu og rekur þar að auki McDonalds-keðju í ríkinu. Hann segist vongóður um að Repúblikanar muni halda þingsætinu í kosningunum í nóvember.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira