Dóra bjartsýn á framhaldið nú þegar allir ræða við alla Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. maí 2022 18:54 Dóra Björt er oddviti Pírata í Reykjavík. Flokkurinn bætti við sig manni í borgarstjórn og gengur til meirihlutaviðræðna í samfloti við Samfylkingu og Viðreisn. Vísir/Vilhelm Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, segist hafa rætt við Einar Þorsteinsson, oddvita Framsóknarflokksins í dag. Hún segir samskipti flokkanna í Reykjavík ekki komin á það stig að hægt sé að tala um formlegar viðræður. „Einar kíkti til mín í kaffi og við ræddum nú ýmislegt, meðal annars sameiginlega reynslu af fæðingum. Þannig að þetta var persónulegt og pólitískt í dag, bara mjög notalegt,“ sagði Dóra í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Dóra segir málin í borginni ekki komin á það stig að hægt sé að tala um formlegar viðræður. „[Einar] er auðvitað að tala við alla, sömuleiðis við hin. Þannig að við erum bara öll að heyrast, það er staðan eins og hún er núna,“ segir Dóra. Framsóknarflokkurinn er ótvíræður sigurvegari kosninganna í Reykjavík, fékk fjóra fulltrúa inn í borgarstjórn eftir að hafa ekki átt neinn á síðasta kjörtímabili. Meirihlutinn tapaði þegar upp var staðið tveimur mönnum, en Píratar voru eini meirihlutaflokkurinn sem bætti við sig manni. Fór úr tveimur í þrjá. Dóra segist telja að búið verði að mynda meirihluta fyrir 6. júní, sem er sá dagur þar sem nýr meirihluti á að taka við. „Ég held að við hljótum öll að finna til ábyrgðar í þessu. Við verðum auðvitað að hafa hraðar hendur og bregðast við, vegna þess að þetta er krafan. Ég vonast auðvitað til þess að línur fari að skýrast, bara á næstu dögum.“ Ættu að geta leyst helstu álitamál Aðspurð hvort hún sjái í fljótu bragði einhver sérstök málefni sem standi í vegi fyrir samstarfi, til að mynda við Framsóknarflokkinn, segir Dóra ekki svo vera. „Ég held að við séum öll lausnamiðuð og ættum að geta fundið út úr þeim álitaefnum sem fyrir okkur verða, en það er auðvitað samhljómur í ýmsum málum. Ég hef nefnt barnvænt samfélag og svo framvegis, ég held að við getum fundið út úr hinum hlutunum. Það eru skipulagsmálin og svoleiðis. [Einar] hefur auðvitað talað jákvætt um Borgarlínu, sem er mjög mikilvægt málefni fyrir okkur hin. Þannig að ég held að þetta sé allt eitthvað sem við getum leyst,“ segir Dóra. Í fyrradag tilkynntu oddvitar Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar að flokkarnir þrír hygðust ganga saman til meirihlutaviðræðna. Þessir þrír flokkar mynduðu meirihluta á síðasta kjörtímabili, ásamt Vinstri grænum, sem hafa gefið það út að þau muni ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum. Haldi samstaða flokkanna þriggja eru kostir Framsóknarflokksins til meirihlutamyndunar mun færri en ella. Píratar eru þá annar tveggja flokka sem hafa útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn, en hinn flokkurinn eru Sósíalistar, sem hafa einnig útilokað samstarf við Viðreisn. Ef Framsókn myndaði meirihluta með Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn væri um að ræða þrettán fulltrúa meirihluta, en tólf er sá lágmarksfjöldi borgarfulltrúa sem þarf til að mynda meirihluta í 23 fulltrúa borgarstjórn. Dóra segir allt of snemmt að fullyrða um hvort mögulegar meirihlutaviðræður muni stranda á embættum, svo sem um hver eigi að verða borgarstjóri eða forseti borgarstjórnar. Aðspurð hvort hún sé bjartsýn á að sitja í meirihluta næstu fjögur árin segir Dóra: „Ég er náttúrulega bjartsýn að eðlisfari, þannig að ég ætla að leyfa mér að vera það áfram.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Píratar Borgarstjórn Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
„Einar kíkti til mín í kaffi og við ræddum nú ýmislegt, meðal annars sameiginlega reynslu af fæðingum. Þannig að þetta var persónulegt og pólitískt í dag, bara mjög notalegt,“ sagði Dóra í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Dóra segir málin í borginni ekki komin á það stig að hægt sé að tala um formlegar viðræður. „[Einar] er auðvitað að tala við alla, sömuleiðis við hin. Þannig að við erum bara öll að heyrast, það er staðan eins og hún er núna,“ segir Dóra. Framsóknarflokkurinn er ótvíræður sigurvegari kosninganna í Reykjavík, fékk fjóra fulltrúa inn í borgarstjórn eftir að hafa ekki átt neinn á síðasta kjörtímabili. Meirihlutinn tapaði þegar upp var staðið tveimur mönnum, en Píratar voru eini meirihlutaflokkurinn sem bætti við sig manni. Fór úr tveimur í þrjá. Dóra segist telja að búið verði að mynda meirihluta fyrir 6. júní, sem er sá dagur þar sem nýr meirihluti á að taka við. „Ég held að við hljótum öll að finna til ábyrgðar í þessu. Við verðum auðvitað að hafa hraðar hendur og bregðast við, vegna þess að þetta er krafan. Ég vonast auðvitað til þess að línur fari að skýrast, bara á næstu dögum.“ Ættu að geta leyst helstu álitamál Aðspurð hvort hún sjái í fljótu bragði einhver sérstök málefni sem standi í vegi fyrir samstarfi, til að mynda við Framsóknarflokkinn, segir Dóra ekki svo vera. „Ég held að við séum öll lausnamiðuð og ættum að geta fundið út úr þeim álitaefnum sem fyrir okkur verða, en það er auðvitað samhljómur í ýmsum málum. Ég hef nefnt barnvænt samfélag og svo framvegis, ég held að við getum fundið út úr hinum hlutunum. Það eru skipulagsmálin og svoleiðis. [Einar] hefur auðvitað talað jákvætt um Borgarlínu, sem er mjög mikilvægt málefni fyrir okkur hin. Þannig að ég held að þetta sé allt eitthvað sem við getum leyst,“ segir Dóra. Í fyrradag tilkynntu oddvitar Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar að flokkarnir þrír hygðust ganga saman til meirihlutaviðræðna. Þessir þrír flokkar mynduðu meirihluta á síðasta kjörtímabili, ásamt Vinstri grænum, sem hafa gefið það út að þau muni ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum. Haldi samstaða flokkanna þriggja eru kostir Framsóknarflokksins til meirihlutamyndunar mun færri en ella. Píratar eru þá annar tveggja flokka sem hafa útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn, en hinn flokkurinn eru Sósíalistar, sem hafa einnig útilokað samstarf við Viðreisn. Ef Framsókn myndaði meirihluta með Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn væri um að ræða þrettán fulltrúa meirihluta, en tólf er sá lágmarksfjöldi borgarfulltrúa sem þarf til að mynda meirihluta í 23 fulltrúa borgarstjórn. Dóra segir allt of snemmt að fullyrða um hvort mögulegar meirihlutaviðræður muni stranda á embættum, svo sem um hver eigi að verða borgarstjóri eða forseti borgarstjórnar. Aðspurð hvort hún sé bjartsýn á að sitja í meirihluta næstu fjögur árin segir Dóra: „Ég er náttúrulega bjartsýn að eðlisfari, þannig að ég ætla að leyfa mér að vera það áfram.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Píratar Borgarstjórn Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira