Fyrsta opinbera heimsókn forsætisráðherra til Grænlands í 24 ár Heimir Már Pétursson skrifar 17. maí 2022 17:41 Múte Bourup Egede forsætisráðherra Grænlands tók á móti Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra við komuna til Grænlands. Forsætisráðherra segir mjög mikilvægt að rækta samskiptin við Grænlendinga, ekki hvað síst í loftslagsmálum þar sem loftslagsbreytingarnar hafi meiri áhrif í Grænlandi en víða annars staðar. Hún er nú í fyrstu opinberu heimsókn íslensks forsætisráðherra til Grænlands í tuttugu og fjögur ár. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kom í opinbera heimsókn til Grænlands í gær en heimsókninni lýkur á morgun. Í gær tók hún þátt í pallborðsumræðum um jafnréttismál í háskólanum í Nuuk og fyrir hádegi í dag átti hún fund með Múte Bourup Egede forsætisráðherra Grænlands. Hún fundaði síðar í dag með Naaja H. Nathanielsen fjármálaráðherra og öðrum ráðamönnum. „Síðan erum við að fara í Loftlagsstofnun Grænlands þar sem við erum að kynna okkur málin. Erum í raun og veru að reyna að heimsækja sem flesta staði hér í þessari stuttu heimsókn," segir Katrín. Íslendingar geti og eigi að hafa gott samstarf við nágranna sína á Grænlandi á sem flestum sviðum. Alþingi hafi samþykkt þingsályktunartillögu í þeim efnum í fyrra og það sé stefna ríkisstjórnarinnar. Ágætis skýrsla hafi verið unnin um þau mál. „Grænlendingar hafa að sjálfsögðu sýnt loftslagsmálunum mikinn áhuga. Það eru auðvitað málefni norðurskautsins sem eru að færast æ nærri kjarna stjórnmálanna. Þar sem Grænlendingar eru auðvitað lykilfólk. Þannig að það eru ýmsir samstarfsmöguleikar. Síðan að sjálfsögðu jafnréttismálin sem ég tek alltaf upp hvar sem ég er,“ segir forsætisráðherra. Umræðurnar um þau mál í háskólanum í Nuuk í gær hafi verið mjög djúpar og góðar. Þá eigi Íslendingar og Grænlendingar mikið samstarf í sjávarútvegsmálum, flugþjónustu og stjórnun flugumferðar, og vaxandi samskipti á sviði ferðaþjónustu og viðskipta. Grænlendingar hafi verið mjög áberandi gestir á árlegu þingi Hringborðs norðurslóða í Reykjavík undanfarin ár og lagt þar mikið að mörkum. „Þau eru að sjálfsögðu að láta til sín taka í þeim efnum. En þau eru ein þeirra þjóða þar sem loftslagsbreytingar birtast hvað áþreifanlegast. Þannig að það er þeim mjög ofarlega í huga,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Grænland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fylgjumst við áfram með meirihlutaviðræðum víðsvegar um landið að afloknum kosningum. 17. maí 2022 11:36 Enginn flugvöllur, enginn flugrekstur Ef Reykjavíkurflugvöllur verður eyðilagður án þess að nýr flugvöllur verði byggður og tilbúinn til notkunar, má búast við því að hrun verði í flugrekstri innanlands. Enginn flugvöllur, enginn flugrekstur. 16. maí 2022 11:00 Grænlenskir foreldrar leigðu flugvél frá Íslandi svo börnin kæmust á fótboltamót Foreldrar ellefu fótboltakrakka í bænum Qaqortoq á Suður-Grænlandi dóu ekki ráðalausir þegar flugfélagið Air Greenland tilkynnti þeim að ekki væru nógu mörg sæti til að flytja allan hópinn til Tasiilaq á Austur-Grænlandi. Þeir tóku sig saman og leigðu flugvél frá Íslandi. Kostnaðurinn við flugið: 600 þúsund krónur á hvert barn. 23. apríl 2022 08:08 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fleiri fréttir Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kom í opinbera heimsókn til Grænlands í gær en heimsókninni lýkur á morgun. Í gær tók hún þátt í pallborðsumræðum um jafnréttismál í háskólanum í Nuuk og fyrir hádegi í dag átti hún fund með Múte Bourup Egede forsætisráðherra Grænlands. Hún fundaði síðar í dag með Naaja H. Nathanielsen fjármálaráðherra og öðrum ráðamönnum. „Síðan erum við að fara í Loftlagsstofnun Grænlands þar sem við erum að kynna okkur málin. Erum í raun og veru að reyna að heimsækja sem flesta staði hér í þessari stuttu heimsókn," segir Katrín. Íslendingar geti og eigi að hafa gott samstarf við nágranna sína á Grænlandi á sem flestum sviðum. Alþingi hafi samþykkt þingsályktunartillögu í þeim efnum í fyrra og það sé stefna ríkisstjórnarinnar. Ágætis skýrsla hafi verið unnin um þau mál. „Grænlendingar hafa að sjálfsögðu sýnt loftslagsmálunum mikinn áhuga. Það eru auðvitað málefni norðurskautsins sem eru að færast æ nærri kjarna stjórnmálanna. Þar sem Grænlendingar eru auðvitað lykilfólk. Þannig að það eru ýmsir samstarfsmöguleikar. Síðan að sjálfsögðu jafnréttismálin sem ég tek alltaf upp hvar sem ég er,“ segir forsætisráðherra. Umræðurnar um þau mál í háskólanum í Nuuk í gær hafi verið mjög djúpar og góðar. Þá eigi Íslendingar og Grænlendingar mikið samstarf í sjávarútvegsmálum, flugþjónustu og stjórnun flugumferðar, og vaxandi samskipti á sviði ferðaþjónustu og viðskipta. Grænlendingar hafi verið mjög áberandi gestir á árlegu þingi Hringborðs norðurslóða í Reykjavík undanfarin ár og lagt þar mikið að mörkum. „Þau eru að sjálfsögðu að láta til sín taka í þeim efnum. En þau eru ein þeirra þjóða þar sem loftslagsbreytingar birtast hvað áþreifanlegast. Þannig að það er þeim mjög ofarlega í huga,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Grænland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fylgjumst við áfram með meirihlutaviðræðum víðsvegar um landið að afloknum kosningum. 17. maí 2022 11:36 Enginn flugvöllur, enginn flugrekstur Ef Reykjavíkurflugvöllur verður eyðilagður án þess að nýr flugvöllur verði byggður og tilbúinn til notkunar, má búast við því að hrun verði í flugrekstri innanlands. Enginn flugvöllur, enginn flugrekstur. 16. maí 2022 11:00 Grænlenskir foreldrar leigðu flugvél frá Íslandi svo börnin kæmust á fótboltamót Foreldrar ellefu fótboltakrakka í bænum Qaqortoq á Suður-Grænlandi dóu ekki ráðalausir þegar flugfélagið Air Greenland tilkynnti þeim að ekki væru nógu mörg sæti til að flytja allan hópinn til Tasiilaq á Austur-Grænlandi. Þeir tóku sig saman og leigðu flugvél frá Íslandi. Kostnaðurinn við flugið: 600 þúsund krónur á hvert barn. 23. apríl 2022 08:08 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fleiri fréttir Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Sjá meira
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fylgjumst við áfram með meirihlutaviðræðum víðsvegar um landið að afloknum kosningum. 17. maí 2022 11:36
Enginn flugvöllur, enginn flugrekstur Ef Reykjavíkurflugvöllur verður eyðilagður án þess að nýr flugvöllur verði byggður og tilbúinn til notkunar, má búast við því að hrun verði í flugrekstri innanlands. Enginn flugvöllur, enginn flugrekstur. 16. maí 2022 11:00
Grænlenskir foreldrar leigðu flugvél frá Íslandi svo börnin kæmust á fótboltamót Foreldrar ellefu fótboltakrakka í bænum Qaqortoq á Suður-Grænlandi dóu ekki ráðalausir þegar flugfélagið Air Greenland tilkynnti þeim að ekki væru nógu mörg sæti til að flytja allan hópinn til Tasiilaq á Austur-Grænlandi. Þeir tóku sig saman og leigðu flugvél frá Íslandi. Kostnaðurinn við flugið: 600 þúsund krónur á hvert barn. 23. apríl 2022 08:08