Hvað þýðir þetta fyrir heimilin í landinu? Björn Berg Gunnarsson skrifar 19. maí 2022 08:00 Í gær birtum við í Greiningu Íslandsbanka nýja og ferska þjóðhagsspá. Þar er spáð fyrir um þróun efnahagsmála hér á landi árin 2022-2024. Í slíkum spám er yfirleitt litið á stóru tölurnar en eðlilegt er að við spyrjum okkur hvaða áhrif þróun þeirra hefur á fjárhag hvers og eins okkar. Eins og spurt er í útvarpinu „hvaða þýðir þetta fyrir heimilin í landinu?“. Reynum að svara því helsta. Almennt talað Grunnhagkerfið er á góðum stað og til lengri tíma litið er mjög bjart framundan hér á Íslandi. Störfum fjölgar allhratt og meiri verðmætasköpun í landinu verður til þess að kjör almennings batna jafnt og þétt. En verð er hins vegar vandamálið. Verð á vörum, húsnæði, vinnuafli og lánsfé er allt á uppleið og því köllum við spána að þessu sinni Allt á uppleið, en bætum við spurningarmerki í lokin þar sem þetta er jú spá. En lítum nánar á nokkur atriði sem skipta okkur einna mestu máli hvað heimilisfjármálin varðar: Íbúðaverð Miklar verðhækkanir næstu mánuði en með auknu framboði nýrra íbúða og dvínandi eftirspurn hægir á hækkunartaktinum þegar líða tekur á árið. 13% hækkun íbúðaverðs að raunvirði á þessu ári en 1% á því næsta. Það verður erfiðara að kaupa nýja íbúð þegar verðið hækkar hraðar en launin. Sú var raunin í fyrra og verður enn frekar nú í ár. Aðstæður fólks sem á eftir að koma sér þaki yfir höfuðið verða verri og erfiðara verður fyrir fólk að flytja í stærra húsnæði, en arðbærara getur verið að minnka við sig. Framboð íbúða til sölu hefur aldrei verið jafn lítið, sölutími er í sögulegu lágmarki og mikill fjöldi selst yfir ásettu verði. Þetta virðist þó vera að fara að lagast og við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að verið sé að selja síðustu íbúðina á Íslandi. Mikill fjöldi íbúða hefur verið í byggingu að undanförnu (um 7.000) og þær fara að detta inn á markaðinn síðar á þessu ári. Það, ásamt hækkandi vöxtum og strangari skilyrðum við lántöku, ætti að kæla þennan sjóðandi heita markað. Ekki til að lækka verð íbúða heldur til að hægja á hækkunum. Fordæmi eru fyrir að slíkt hafi gerst mjög hratt hér á landi. Jafnvægi verður því vonandi komið á markaðinn á næsta ári og þá ætti íbúðaverð að fylgja kaupmætti launanna okkar mun betur en að undanförnu. Verðbólga Þrálát verðbólgan fari hæst í 8,4% fyrir lok ársins, hjaðni eftir það en verði þó vel yfir 2,5% markmiði Seðlabankans allan spátímann (út árið 2024). Því miður lítur út fyrir að verðbólga verði óþægilega mikil á næstunni. Þessi mikla verðbólga þýðir að dagleg útgjöld verða dýrari og launin okkar duga ekki eins langt og áður. Verðtryggð lán hækka sömuleiðis enn frekar og erfiðara verður að ávaxta sparifé. Lítilsháttar verðbólga er eðlileg og svo sem ekkert til að kvarta yfir en þetta er allt of mikið og getur nagað í veskið okkar. Verðbólgan hefur verið og verður enn um sinn drifin áfram af hækkandi íbúðaverði og verðlagi í útlöndum og því ræðst framhaldið að miklu leyti af því hvenær þau áhrif líða hjá. Merkilegt nokk er verðbólga til dæmis enn meiri í Bandaríkjunum og á Evrusvæðinu en hér þessa dagana þannig að verðbólgan er langt í frá séríslenskt vandamál. Vextir Stýrivextir Seðlabankans munu hækka enn frekar og nái toppi í 5-6% í lok þessa árs. Fari svo lítillega lækkandi eftir það ef allt gengur upp. Við erum að kveðja það lágvaxtaumhverfi sem við höfum búið við að undanförnu, í það minnsta um skeið. Seðlabankinn hækkar vexti til að reyna að ná niður verðbólgunni og það getur haft umtalsverð áhrif á heimilisfjármálin okkar. Fyrir það fyrsta er til mikils að vinna ef okkur tekst að ná böndum á verðbólguna. Það eykur stöðugleika og ver launin okkar. Hærri stýrivextir hafa svo áhrif á aðra vexti í landinu. Dýrara verður að taka lán en bankareikningar gefa líka hærri vexti. Með öðrum orðum ættu hærri vextir að hvetja til sparnaðar og draga úr áhuga á lántöku. Krónan Enn frekari styrking gæti verið í kortunum. Eftir tæplega 3% styrkingu í fyrra og um 5% til viðbótar fyrstu fjóra mánuði ársins gæti krónan enn átt nokkra styrkingu inni og verið um 5% sterkari í lok spátímans (2024) en nú í lok apríl. Sterkari króna hefur bein áhrif á rekstur heimilisins. Verð innfluttra vara lækkar og sömuleiðis verður ódýrara að fara til útlanda. Þetta verður í sjálfu sér til þess að draga úr verðbólgu en hin hliðin á peningnum er að dýrara verður fyrir erlenda ferðamenn að sækja okkur heim og við fáum færri krónur en ella fyrir álið okkar, fisk og hugverk. Aðalatriðið er þó að krónan verði tiltölulega stöðug og það virðist hún hafa alla burði í að vera á næstunni. Bjart framundan þrátt fyrir allt Verð verður til vandræða á næstunni og það gæti orðið nokkuð erfiðara en oft áður að passa upp á heimilisfjármálin. Það jákvæða er þó að þetta lítur út fyrir að ætla að líða hjá áður en langt um líður. Við þurfum að fara varlega og sýna fyrirhyggju, meðal annars með að búa okkur undir umtalsverðar vaxtahækkanir og að verðbólgan gæti mögulega orðið meiri og langvinnari en spáð er. Efnahagslífið stendur þó á traustum grunni og sannarlega bjart framundan, þegar þessi leiðindi líða hjá. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Íslenskir bankar Efnahagsmál Íslenska krónan Fjármál heimilisins Verðlag Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Í gær birtum við í Greiningu Íslandsbanka nýja og ferska þjóðhagsspá. Þar er spáð fyrir um þróun efnahagsmála hér á landi árin 2022-2024. Í slíkum spám er yfirleitt litið á stóru tölurnar en eðlilegt er að við spyrjum okkur hvaða áhrif þróun þeirra hefur á fjárhag hvers og eins okkar. Eins og spurt er í útvarpinu „hvaða þýðir þetta fyrir heimilin í landinu?“. Reynum að svara því helsta. Almennt talað Grunnhagkerfið er á góðum stað og til lengri tíma litið er mjög bjart framundan hér á Íslandi. Störfum fjölgar allhratt og meiri verðmætasköpun í landinu verður til þess að kjör almennings batna jafnt og þétt. En verð er hins vegar vandamálið. Verð á vörum, húsnæði, vinnuafli og lánsfé er allt á uppleið og því köllum við spána að þessu sinni Allt á uppleið, en bætum við spurningarmerki í lokin þar sem þetta er jú spá. En lítum nánar á nokkur atriði sem skipta okkur einna mestu máli hvað heimilisfjármálin varðar: Íbúðaverð Miklar verðhækkanir næstu mánuði en með auknu framboði nýrra íbúða og dvínandi eftirspurn hægir á hækkunartaktinum þegar líða tekur á árið. 13% hækkun íbúðaverðs að raunvirði á þessu ári en 1% á því næsta. Það verður erfiðara að kaupa nýja íbúð þegar verðið hækkar hraðar en launin. Sú var raunin í fyrra og verður enn frekar nú í ár. Aðstæður fólks sem á eftir að koma sér þaki yfir höfuðið verða verri og erfiðara verður fyrir fólk að flytja í stærra húsnæði, en arðbærara getur verið að minnka við sig. Framboð íbúða til sölu hefur aldrei verið jafn lítið, sölutími er í sögulegu lágmarki og mikill fjöldi selst yfir ásettu verði. Þetta virðist þó vera að fara að lagast og við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að verið sé að selja síðustu íbúðina á Íslandi. Mikill fjöldi íbúða hefur verið í byggingu að undanförnu (um 7.000) og þær fara að detta inn á markaðinn síðar á þessu ári. Það, ásamt hækkandi vöxtum og strangari skilyrðum við lántöku, ætti að kæla þennan sjóðandi heita markað. Ekki til að lækka verð íbúða heldur til að hægja á hækkunum. Fordæmi eru fyrir að slíkt hafi gerst mjög hratt hér á landi. Jafnvægi verður því vonandi komið á markaðinn á næsta ári og þá ætti íbúðaverð að fylgja kaupmætti launanna okkar mun betur en að undanförnu. Verðbólga Þrálát verðbólgan fari hæst í 8,4% fyrir lok ársins, hjaðni eftir það en verði þó vel yfir 2,5% markmiði Seðlabankans allan spátímann (út árið 2024). Því miður lítur út fyrir að verðbólga verði óþægilega mikil á næstunni. Þessi mikla verðbólga þýðir að dagleg útgjöld verða dýrari og launin okkar duga ekki eins langt og áður. Verðtryggð lán hækka sömuleiðis enn frekar og erfiðara verður að ávaxta sparifé. Lítilsháttar verðbólga er eðlileg og svo sem ekkert til að kvarta yfir en þetta er allt of mikið og getur nagað í veskið okkar. Verðbólgan hefur verið og verður enn um sinn drifin áfram af hækkandi íbúðaverði og verðlagi í útlöndum og því ræðst framhaldið að miklu leyti af því hvenær þau áhrif líða hjá. Merkilegt nokk er verðbólga til dæmis enn meiri í Bandaríkjunum og á Evrusvæðinu en hér þessa dagana þannig að verðbólgan er langt í frá séríslenskt vandamál. Vextir Stýrivextir Seðlabankans munu hækka enn frekar og nái toppi í 5-6% í lok þessa árs. Fari svo lítillega lækkandi eftir það ef allt gengur upp. Við erum að kveðja það lágvaxtaumhverfi sem við höfum búið við að undanförnu, í það minnsta um skeið. Seðlabankinn hækkar vexti til að reyna að ná niður verðbólgunni og það getur haft umtalsverð áhrif á heimilisfjármálin okkar. Fyrir það fyrsta er til mikils að vinna ef okkur tekst að ná böndum á verðbólguna. Það eykur stöðugleika og ver launin okkar. Hærri stýrivextir hafa svo áhrif á aðra vexti í landinu. Dýrara verður að taka lán en bankareikningar gefa líka hærri vexti. Með öðrum orðum ættu hærri vextir að hvetja til sparnaðar og draga úr áhuga á lántöku. Krónan Enn frekari styrking gæti verið í kortunum. Eftir tæplega 3% styrkingu í fyrra og um 5% til viðbótar fyrstu fjóra mánuði ársins gæti krónan enn átt nokkra styrkingu inni og verið um 5% sterkari í lok spátímans (2024) en nú í lok apríl. Sterkari króna hefur bein áhrif á rekstur heimilisins. Verð innfluttra vara lækkar og sömuleiðis verður ódýrara að fara til útlanda. Þetta verður í sjálfu sér til þess að draga úr verðbólgu en hin hliðin á peningnum er að dýrara verður fyrir erlenda ferðamenn að sækja okkur heim og við fáum færri krónur en ella fyrir álið okkar, fisk og hugverk. Aðalatriðið er þó að krónan verði tiltölulega stöðug og það virðist hún hafa alla burði í að vera á næstunni. Bjart framundan þrátt fyrir allt Verð verður til vandræða á næstunni og það gæti orðið nokkuð erfiðara en oft áður að passa upp á heimilisfjármálin. Það jákvæða er þó að þetta lítur út fyrir að ætla að líða hjá áður en langt um líður. Við þurfum að fara varlega og sýna fyrirhyggju, meðal annars með að búa okkur undir umtalsverðar vaxtahækkanir og að verðbólgan gæti mögulega orðið meiri og langvinnari en spáð er. Efnahagslífið stendur þó á traustum grunni og sannarlega bjart framundan, þegar þessi leiðindi líða hjá. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun