Sara fékk ekki þann stuðning sem hún vonaðist eftir frá Lyon Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. maí 2022 09:01 Sara Björk hefur ákveðið að róa á önnur mið þegar tímabilinu lýkur. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, yfirgefur Lyon í sumar þegar samningur hennar við félagið rennur út. Sara greindi frá þessu í viðtali við mbl.is í gær. Hún sagði næstu skref á ferlinum ekki ákveðin en ýmsir möguleikar væru í stöðunni. Sara nefndi deildirnar í Englandi, Frakklandi, Þýskalandi og Spáni sem vænlega kosti. Sara gekk í raðir Lyon sumarið 2020 og varð strax Evrópumeistari með liðinu. Hún skoraði í úrslitaleiknum gegn sínu gamla liði, Wolfsburg. Landsliðsfyrirliðinn eignaðist sitt fyrsta barn, soninn Ragnar Frank, í nóvember á síðasta ári en sneri aftur á völlinn í mars. Nýtt fyrir félagið Sara er fyrsti leikmaðurinn sem er samningsbundinn Lyon sem verður óléttur. Í viðtali sem blaðamaður Vísis tók við hana í Tékklandi í síðasta mánuði, þar sem íslenska landsliðið mætti heimakonum í undankeppni HM, var á henni að heyra að hún hafi ekki verið alsátt með þann stuðning sem hún fékk frá Lyon á meðan meðgöngunni stóð. „Þetta er nýtt fyrir félagið og nýtt fyrir mér og stelpunum, að leikmaður sé óléttur og vita ekki hvernig á að bregðast við. Hvað fótboltann varðar er erfitt að missa leikmann sem er óléttur eða meiddur í svona langan tíma þegar hann er á samningi,“ sagði Sara. „Auðvitað voru þeir glaðir fyrir mína hönd, að ég væri að fara að byrja að stofna fjölskyldu, en kannski smá óvissa yfir því hvort ég gæti komið til baka. Það hafa verið leikmenn sem hafa verið óléttir og ekki komið til baka sem hafa verið á þessu stigi.“ Klippa: Sara um stuðninginn frá Lyon Sara sagðist ekki hafa heyrt mikið frá Lyon meðan á meðgöngunni stóð. „Það var kannski svolítið mikil óvissa. Og þegar ég var ólétt voru ekki mikil samskipti sem ég fékk frá Lyon á þeim tíma. Kannski var það því þeir trúðu ekki að ég gæti komið til baka sem sami leikmaður. Þetta var líka nýtt fyrir þeim,“ sagði Sara. Klárlega skort stuðning „Ég var líka vör við að ég væri að setja ákveðið fordæmi fyrir aðra leikmenn og félagið, að þetta væri hægt. En ég myndi segja bæði og, ég hef klárlega ekki fengið þann stuðning sem ég vonaðist eftir en ætla ekki að fara mikið meira út í það.“ Lyon á þrjá leiki eftir á tímabilinu, tvo í frönsku úrvalsdeildinni og svo úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn Barcelona á laugardaginn. Lyon er með fimm stiga forskot á Paris Saint-Germain á toppi frönsku deildarinnar. Sara, sem er 31 árs, sneri aftur í landsliðið fyrir leikina gegn Hvíta-Rússlandi og Tékklandi í undankeppni HM í síðasta mánuði. Hún er svo á leið á sitt fjórða Evrópumót með landsliðinu í sumar. Franski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Heimildarmynd um Söru Björk komin út: Fótboltakonur þurfa ekki að velja á milli Heimildarmynd um meðgöngu landsliðskonunnar Söru Bjarkar Gunnarsdóttur og endurkomu hennar inn á fótboltavöllinn er nú komin í loftið. 17. maí 2022 09:32 Sara Björk mun yfirgefa Lyon í sumar Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, mun yfirgefa franska stórliðið Lyon í sumar er samningur hennar rennur út. Hún segir margt koma til greina. 16. maí 2022 22:10 Hæstánægð eftir skiptin til Puma: „Fannst Nike ekki gera nógu mikið“ Puma hafði gengið með grasið í skónum eftir Söru Björk Gunnarsdóttur í tvö ár áður en hún samdi við íþróttavöruframleiðandann. Hún segir að Puma geri meira fyrir sig en Nike sem hún var áður samningsbundinn. 5. maí 2022 09:00 Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Dagskráin: Manchester United í Doc Zone, formúla og Bestu mörkin Sport Fleiri fréttir Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sjá meira
Sara greindi frá þessu í viðtali við mbl.is í gær. Hún sagði næstu skref á ferlinum ekki ákveðin en ýmsir möguleikar væru í stöðunni. Sara nefndi deildirnar í Englandi, Frakklandi, Þýskalandi og Spáni sem vænlega kosti. Sara gekk í raðir Lyon sumarið 2020 og varð strax Evrópumeistari með liðinu. Hún skoraði í úrslitaleiknum gegn sínu gamla liði, Wolfsburg. Landsliðsfyrirliðinn eignaðist sitt fyrsta barn, soninn Ragnar Frank, í nóvember á síðasta ári en sneri aftur á völlinn í mars. Nýtt fyrir félagið Sara er fyrsti leikmaðurinn sem er samningsbundinn Lyon sem verður óléttur. Í viðtali sem blaðamaður Vísis tók við hana í Tékklandi í síðasta mánuði, þar sem íslenska landsliðið mætti heimakonum í undankeppni HM, var á henni að heyra að hún hafi ekki verið alsátt með þann stuðning sem hún fékk frá Lyon á meðan meðgöngunni stóð. „Þetta er nýtt fyrir félagið og nýtt fyrir mér og stelpunum, að leikmaður sé óléttur og vita ekki hvernig á að bregðast við. Hvað fótboltann varðar er erfitt að missa leikmann sem er óléttur eða meiddur í svona langan tíma þegar hann er á samningi,“ sagði Sara. „Auðvitað voru þeir glaðir fyrir mína hönd, að ég væri að fara að byrja að stofna fjölskyldu, en kannski smá óvissa yfir því hvort ég gæti komið til baka. Það hafa verið leikmenn sem hafa verið óléttir og ekki komið til baka sem hafa verið á þessu stigi.“ Klippa: Sara um stuðninginn frá Lyon Sara sagðist ekki hafa heyrt mikið frá Lyon meðan á meðgöngunni stóð. „Það var kannski svolítið mikil óvissa. Og þegar ég var ólétt voru ekki mikil samskipti sem ég fékk frá Lyon á þeim tíma. Kannski var það því þeir trúðu ekki að ég gæti komið til baka sem sami leikmaður. Þetta var líka nýtt fyrir þeim,“ sagði Sara. Klárlega skort stuðning „Ég var líka vör við að ég væri að setja ákveðið fordæmi fyrir aðra leikmenn og félagið, að þetta væri hægt. En ég myndi segja bæði og, ég hef klárlega ekki fengið þann stuðning sem ég vonaðist eftir en ætla ekki að fara mikið meira út í það.“ Lyon á þrjá leiki eftir á tímabilinu, tvo í frönsku úrvalsdeildinni og svo úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn Barcelona á laugardaginn. Lyon er með fimm stiga forskot á Paris Saint-Germain á toppi frönsku deildarinnar. Sara, sem er 31 árs, sneri aftur í landsliðið fyrir leikina gegn Hvíta-Rússlandi og Tékklandi í undankeppni HM í síðasta mánuði. Hún er svo á leið á sitt fjórða Evrópumót með landsliðinu í sumar.
Franski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Heimildarmynd um Söru Björk komin út: Fótboltakonur þurfa ekki að velja á milli Heimildarmynd um meðgöngu landsliðskonunnar Söru Bjarkar Gunnarsdóttur og endurkomu hennar inn á fótboltavöllinn er nú komin í loftið. 17. maí 2022 09:32 Sara Björk mun yfirgefa Lyon í sumar Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, mun yfirgefa franska stórliðið Lyon í sumar er samningur hennar rennur út. Hún segir margt koma til greina. 16. maí 2022 22:10 Hæstánægð eftir skiptin til Puma: „Fannst Nike ekki gera nógu mikið“ Puma hafði gengið með grasið í skónum eftir Söru Björk Gunnarsdóttur í tvö ár áður en hún samdi við íþróttavöruframleiðandann. Hún segir að Puma geri meira fyrir sig en Nike sem hún var áður samningsbundinn. 5. maí 2022 09:00 Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Dagskráin: Manchester United í Doc Zone, formúla og Bestu mörkin Sport Fleiri fréttir Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sjá meira
Heimildarmynd um Söru Björk komin út: Fótboltakonur þurfa ekki að velja á milli Heimildarmynd um meðgöngu landsliðskonunnar Söru Bjarkar Gunnarsdóttur og endurkomu hennar inn á fótboltavöllinn er nú komin í loftið. 17. maí 2022 09:32
Sara Björk mun yfirgefa Lyon í sumar Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, mun yfirgefa franska stórliðið Lyon í sumar er samningur hennar rennur út. Hún segir margt koma til greina. 16. maí 2022 22:10
Hæstánægð eftir skiptin til Puma: „Fannst Nike ekki gera nógu mikið“ Puma hafði gengið með grasið í skónum eftir Söru Björk Gunnarsdóttur í tvö ár áður en hún samdi við íþróttavöruframleiðandann. Hún segir að Puma geri meira fyrir sig en Nike sem hún var áður samningsbundinn. 5. maí 2022 09:00