Heimildarmynd um Söru Björk komin út: Fótboltakonur þurfa ekki að velja á milli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2022 09:32 Sara Björk Gunnarsdóttir með son sinn Ragnar Frank Árnason sem hún eignaðist 16. nóvember síðastliðinn. Instagram/@sarabjork90 Heimildarmynd um meðgöngu landsliðskonunnar Söru Bjarkar Gunnarsdóttur og endurkomu hennar inn á fótboltavöllinn er nú komin í loftið. Sara Björk kynnti myndina á samfélagsmiðlum sínum en hún heitir „Do Both“ eða „Gerum bæði“ upp á íslensku. „Ég er Sara Björk Gunnarsdóttir. Ég er að fara fæða barn í nóvember og í júní ætla ég að spila fyrir þjóð mína á Evrópumótinu,“ segir Sara í upphafi myndarinnar. View this post on Instagram A post shared by Sara Bjo rk Gunnarsdo ttir (@sarabjork90) Sara Björk mun leita sér að nýju félagi í sumar en hún er að klára samning sinn hjá franska stórliðinu Lyon þar sem hún vann Meistaradeildina árið 2020. Í myndinni fáum við að kynnast Söru betur, hugarfari hennar og keppnisskapi. Það er rætt við vini hennar, liðsfélaga og fjölskyldu. „Ég hef enga þekkingu á því hvað séu bestu æfingarnar fyrir fótboltakonu sem er ófrísk,“ segir Sara en í heimildarmyndinni má sjá hana æfa á meðan meðgöngunni stóð. Það er sem betur fer orðið miklu algengara að sjá fótboltakonur eignast barn og snúa aftur inn á völlinn. Fjölmargar í íslenska landsliðinu hafa gert þetta og Sara Björk bætist nú í hópinn. Sara leitaði til leikmanna í landsliðinu sem höfðu eignast barn og komið til baka. Þar fékk hún góð ráð. Sara spilaði aftur með íslenska landsliðinu í apríl í leikjum á móti Hvíta-Rússlandi og Tékkum í undankeppni HM. Í myndinni má sjá Söru Björk á ákveðnum stigum meðgöngunnar sem reyndi mikið á hana, bæði líkamlega og andlega. Við sjáum hana líka með Ragnar Frank. „Við viljum gera bæði. Fótboltakonur þurfa ekki að velja á milli,“ segir Sara. Hún fer síðan yfir hvernig hún vann sig til baka hjá Lyon. „Ég verð mjög stolt þegar ég klæði mig aftur í bláu landsliðstreyjuna. Ég vil sýna fólki að ég get gert bæði,“ segir Sara. Það má sjá alla heimildamyndina hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=f7ebjR6amy8">watch on YouTube</a> EM 2022 í Englandi Franski boltinn Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Fleiri fréttir Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sjá meira
Sara Björk kynnti myndina á samfélagsmiðlum sínum en hún heitir „Do Both“ eða „Gerum bæði“ upp á íslensku. „Ég er Sara Björk Gunnarsdóttir. Ég er að fara fæða barn í nóvember og í júní ætla ég að spila fyrir þjóð mína á Evrópumótinu,“ segir Sara í upphafi myndarinnar. View this post on Instagram A post shared by Sara Bjo rk Gunnarsdo ttir (@sarabjork90) Sara Björk mun leita sér að nýju félagi í sumar en hún er að klára samning sinn hjá franska stórliðinu Lyon þar sem hún vann Meistaradeildina árið 2020. Í myndinni fáum við að kynnast Söru betur, hugarfari hennar og keppnisskapi. Það er rætt við vini hennar, liðsfélaga og fjölskyldu. „Ég hef enga þekkingu á því hvað séu bestu æfingarnar fyrir fótboltakonu sem er ófrísk,“ segir Sara en í heimildarmyndinni má sjá hana æfa á meðan meðgöngunni stóð. Það er sem betur fer orðið miklu algengara að sjá fótboltakonur eignast barn og snúa aftur inn á völlinn. Fjölmargar í íslenska landsliðinu hafa gert þetta og Sara Björk bætist nú í hópinn. Sara leitaði til leikmanna í landsliðinu sem höfðu eignast barn og komið til baka. Þar fékk hún góð ráð. Sara spilaði aftur með íslenska landsliðinu í apríl í leikjum á móti Hvíta-Rússlandi og Tékkum í undankeppni HM. Í myndinni má sjá Söru Björk á ákveðnum stigum meðgöngunnar sem reyndi mikið á hana, bæði líkamlega og andlega. Við sjáum hana líka með Ragnar Frank. „Við viljum gera bæði. Fótboltakonur þurfa ekki að velja á milli,“ segir Sara. Hún fer síðan yfir hvernig hún vann sig til baka hjá Lyon. „Ég verð mjög stolt þegar ég klæði mig aftur í bláu landsliðstreyjuna. Ég vil sýna fólki að ég get gert bæði,“ segir Sara. Það má sjá alla heimildamyndina hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=f7ebjR6amy8">watch on YouTube</a>
EM 2022 í Englandi Franski boltinn Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Fleiri fréttir Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sjá meira