Heimildarmynd um Söru Björk komin út: Fótboltakonur þurfa ekki að velja á milli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2022 09:32 Sara Björk Gunnarsdóttir með son sinn Ragnar Frank Árnason sem hún eignaðist 16. nóvember síðastliðinn. Instagram/@sarabjork90 Heimildarmynd um meðgöngu landsliðskonunnar Söru Bjarkar Gunnarsdóttur og endurkomu hennar inn á fótboltavöllinn er nú komin í loftið. Sara Björk kynnti myndina á samfélagsmiðlum sínum en hún heitir „Do Both“ eða „Gerum bæði“ upp á íslensku. „Ég er Sara Björk Gunnarsdóttir. Ég er að fara fæða barn í nóvember og í júní ætla ég að spila fyrir þjóð mína á Evrópumótinu,“ segir Sara í upphafi myndarinnar. View this post on Instagram A post shared by Sara Bjo rk Gunnarsdo ttir (@sarabjork90) Sara Björk mun leita sér að nýju félagi í sumar en hún er að klára samning sinn hjá franska stórliðinu Lyon þar sem hún vann Meistaradeildina árið 2020. Í myndinni fáum við að kynnast Söru betur, hugarfari hennar og keppnisskapi. Það er rætt við vini hennar, liðsfélaga og fjölskyldu. „Ég hef enga þekkingu á því hvað séu bestu æfingarnar fyrir fótboltakonu sem er ófrísk,“ segir Sara en í heimildarmyndinni má sjá hana æfa á meðan meðgöngunni stóð. Það er sem betur fer orðið miklu algengara að sjá fótboltakonur eignast barn og snúa aftur inn á völlinn. Fjölmargar í íslenska landsliðinu hafa gert þetta og Sara Björk bætist nú í hópinn. Sara leitaði til leikmanna í landsliðinu sem höfðu eignast barn og komið til baka. Þar fékk hún góð ráð. Sara spilaði aftur með íslenska landsliðinu í apríl í leikjum á móti Hvíta-Rússlandi og Tékkum í undankeppni HM. Í myndinni má sjá Söru Björk á ákveðnum stigum meðgöngunnar sem reyndi mikið á hana, bæði líkamlega og andlega. Við sjáum hana líka með Ragnar Frank. „Við viljum gera bæði. Fótboltakonur þurfa ekki að velja á milli,“ segir Sara. Hún fer síðan yfir hvernig hún vann sig til baka hjá Lyon. „Ég verð mjög stolt þegar ég klæði mig aftur í bláu landsliðstreyjuna. Ég vil sýna fólki að ég get gert bæði,“ segir Sara. Það má sjá alla heimildamyndina hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=f7ebjR6amy8">watch on YouTube</a> EM 2022 í Englandi Franski boltinn Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Sjá meira
Sara Björk kynnti myndina á samfélagsmiðlum sínum en hún heitir „Do Both“ eða „Gerum bæði“ upp á íslensku. „Ég er Sara Björk Gunnarsdóttir. Ég er að fara fæða barn í nóvember og í júní ætla ég að spila fyrir þjóð mína á Evrópumótinu,“ segir Sara í upphafi myndarinnar. View this post on Instagram A post shared by Sara Bjo rk Gunnarsdo ttir (@sarabjork90) Sara Björk mun leita sér að nýju félagi í sumar en hún er að klára samning sinn hjá franska stórliðinu Lyon þar sem hún vann Meistaradeildina árið 2020. Í myndinni fáum við að kynnast Söru betur, hugarfari hennar og keppnisskapi. Það er rætt við vini hennar, liðsfélaga og fjölskyldu. „Ég hef enga þekkingu á því hvað séu bestu æfingarnar fyrir fótboltakonu sem er ófrísk,“ segir Sara en í heimildarmyndinni má sjá hana æfa á meðan meðgöngunni stóð. Það er sem betur fer orðið miklu algengara að sjá fótboltakonur eignast barn og snúa aftur inn á völlinn. Fjölmargar í íslenska landsliðinu hafa gert þetta og Sara Björk bætist nú í hópinn. Sara leitaði til leikmanna í landsliðinu sem höfðu eignast barn og komið til baka. Þar fékk hún góð ráð. Sara spilaði aftur með íslenska landsliðinu í apríl í leikjum á móti Hvíta-Rússlandi og Tékkum í undankeppni HM. Í myndinni má sjá Söru Björk á ákveðnum stigum meðgöngunnar sem reyndi mikið á hana, bæði líkamlega og andlega. Við sjáum hana líka með Ragnar Frank. „Við viljum gera bæði. Fótboltakonur þurfa ekki að velja á milli,“ segir Sara. Hún fer síðan yfir hvernig hún vann sig til baka hjá Lyon. „Ég verð mjög stolt þegar ég klæði mig aftur í bláu landsliðstreyjuna. Ég vil sýna fólki að ég get gert bæði,“ segir Sara. Það má sjá alla heimildamyndina hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=f7ebjR6amy8">watch on YouTube</a>
EM 2022 í Englandi Franski boltinn Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Sjá meira