Tafirnar skýrast af glænýrri reglugerð sem kjörstjórnin skilur ekkert í Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. maí 2022 22:00 Eva B. Helgadóttir er formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík. Vísir/Óttar Margir pirruðu sig á mikilli seinkun sem varð á fyrstu tölum úr Reykjavík eftir kosningar í gær. Formaður yfirkjörstjórnar gagnrýnir nýjar og strangari reglur um talningu og sér ekki tilganginn með þeim. Tölur úr Reykjavík - eftir þeim bíða um 150 þúsund borgarbúar spenntir á fjögurra ára fresti. Kjörstaðir loka klukkan tíu og síðustu kosningar hafa fyrstu tölur borist nokkru skömmu eftir það. En kjörstjórnin hafði gefið það út í gær að tölurnar yrðu seinna á ferðinni í þetta skiptið. Þetta fór í taugarnar á mörgum eins og var komið inn á í kosningasjónvarpi okkar í gær. Í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld rifjuðum við upp biðina og ræddum við Evu B. Helgadóttur, formann yfirkjörstjórnar í Reykjavík, um tafirnar: Eyðublöð, undirskriftir, raðnúmer, teygjur og exelskjöl Tölurnar birtust loksins klukkan rúmlega hálf tvö í nótt og þær skýrast af nýrri reglugerð sem sett var á fyrir tæpum mánuði gerir kröfur um gjörbreytt talningarferli. „Nú þarf að útbúa eyðublað með raðnúmeri á hvern bunka sem er talinn hæfilegur og báðir talningarmenn þurfa að kvitta á þetta eyðublað, afhenda svo þeim sem sér um exelskjalið sem að tekur bunkann og færir hann inn í exelskjalið,“ segir Eva. Öll þessi skref sem Eva lýsir hér eru ný og aldrei verið viðhöfð áður. „Þannig það í rauninni kemur hökt á allt flæðið sem hefur í raun og veru verið verklagið í marga áratugi,“ segir hún. Og þetta er Eva eiginlega alls ekki sátt með. Hver er tilgangur þessarar nýju reglugerðar sem var sett á mánuði fyrir kosningar? „Mér finnst þetta tilgangslaust og fólkið sem að er á gólfinu og hefur alla þessa miklu reynslu það skilur ekki tilganginn í þessu og finnst eiginlega enginn ávinningur í þessu.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
Tölur úr Reykjavík - eftir þeim bíða um 150 þúsund borgarbúar spenntir á fjögurra ára fresti. Kjörstaðir loka klukkan tíu og síðustu kosningar hafa fyrstu tölur borist nokkru skömmu eftir það. En kjörstjórnin hafði gefið það út í gær að tölurnar yrðu seinna á ferðinni í þetta skiptið. Þetta fór í taugarnar á mörgum eins og var komið inn á í kosningasjónvarpi okkar í gær. Í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld rifjuðum við upp biðina og ræddum við Evu B. Helgadóttur, formann yfirkjörstjórnar í Reykjavík, um tafirnar: Eyðublöð, undirskriftir, raðnúmer, teygjur og exelskjöl Tölurnar birtust loksins klukkan rúmlega hálf tvö í nótt og þær skýrast af nýrri reglugerð sem sett var á fyrir tæpum mánuði gerir kröfur um gjörbreytt talningarferli. „Nú þarf að útbúa eyðublað með raðnúmeri á hvern bunka sem er talinn hæfilegur og báðir talningarmenn þurfa að kvitta á þetta eyðublað, afhenda svo þeim sem sér um exelskjalið sem að tekur bunkann og færir hann inn í exelskjalið,“ segir Eva. Öll þessi skref sem Eva lýsir hér eru ný og aldrei verið viðhöfð áður. „Þannig það í rauninni kemur hökt á allt flæðið sem hefur í raun og veru verið verklagið í marga áratugi,“ segir hún. Og þetta er Eva eiginlega alls ekki sátt með. Hver er tilgangur þessarar nýju reglugerðar sem var sett á mánuði fyrir kosningar? „Mér finnst þetta tilgangslaust og fólkið sem að er á gólfinu og hefur alla þessa miklu reynslu það skilur ekki tilganginn í þessu og finnst eiginlega enginn ávinningur í þessu.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira