Meirihlutinn fallinn og Einar í skýjunum Árni Sæberg skrifar 15. maí 2022 01:58 Einar Þorsteinsson er sigurvegari borgarstjórnarkosninga dagsins, ef marka má fyrstu tölur. Vísir/Vilhelm Miðað við fyrstu tölur í Reykjavík er meirihlutinn fallinn. Samkvæmt sömu tölum er Framsóknarflokkurinn ótvíræður sigurvegari kosninganna. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík, var í sjöunda himni þegar hann ávarpaði viðastadda á kosningavöku Framsóknar í Kolaportinu. „Krakkar, við erum að ná ótrúlegum árangri í Reykjavík,“ sagði hann. Ávarp Einars má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Hann hafði ærið tilefni til að gleðjast en miðað við fyrstu tölur fær Framsóknarflokkurinn 18 prósent atkvæða og fjóra menn í borgarstjórn á komandi kjörtímabili. Í kosningum árið 2018 fékk flokkurinn engan mann kjörinn. Flokkurinn hefur aldrei fengið stærri hluta greiddra atkvæða í Reykjavík. „Er ekki kominn tími á breytingar? Reykvíkingar hafa svarað játandi með afdráttarlausum hætti!“ sagði Einar í ávarpi sínu. Hann segir hugmyndafræði Framsóknar vera að vinna saman að stórum verkefnum og leysa þau. „Á næsta kjörtímabili þurfum við að ráðast verkefni þar sem enginn leysir neitt einn,“ segir Einar. „Borgarbúar vita að Framtíðin ræðst á miðjunni, borgarbúar vita að það það erum við í Framsókn sem stöndum fyrir jákvæðum breytingum. Við erum jákvæður flokkur sem er tilbúinn í verkefnið,“ segir Einar. Framsókn fagnaði í Kolaportinu.vísir/vilhelm Einar átti í erfiðleikum með að finna orð til að lýsa hamingju sinni með fyrstu tölur. „Við byrjuðum með ekkert í höndunum nema góðan árangur í alþingiskosningum. Hver hefði trúað því að við stæðum hér með fjóra menn,“ sagði hann. Þá sagði hann það hafa verið ótrúlega dýrmæta lexíu að hafa ferðast víða um borgina og rætt við borgarbúa. „Ég er alveg sannfærður um það að þessi flokkur geti gert gott fyrir Reykvíkinga, og það er það sem skiptir máli,“ segir hann. Að lokum þakkaði Einar eiginkonu sinni, Millu Ósk Magnúsdóttur, kærlega fyrir veittan stuðning en þau eignuðust sitt fyrsta barn saman á dögunum. „Án hennar væri ég ekki hér í þessari kosningabaráttu af þessum krafti,“ sagði Einar. We are the champions öskursungið í Kolaportinu Einar átti ekki til orð þegar fréttamaður okkar náði tali af honum eftir að lokatölur voru lesnar upp. Ráðherrarnir Lilja Alfreðsdóttir og Ásmundur Einar Daðason trufluðu viðtalið með háværum söng. Lagið sem varð fyrir valinu var auðvitað lag Queen, We are the champions. Einar fékk orðið aftur og sagði að Framsóknarmenn muni skemmta sér vel í Kolaportinu í nótt. Hann ætlar að melta niðurstöðuna í nótt áður en hann ákveður hvern hann hringir í fyrst í fyrramálið. En hvort hallast hann frekar til hægri eða vinstri? „Við erum bara beint áfram,“ segir Einar. Viðtal við Einar má sjá í heild sinni hér að neðan: Lilja líka mjög ánægð „Ég er mjög sátt. Ég er líka ótrúlega stolt af fólkinu okkar út um allt land, þau eru búin að leggja allt í þessa baráttu, og þau eru svo sannarlega að vinna að samvinnuhugsjóninni, og við sjáum sigra út um allt. Ég meina, sigurinn í Mosfellsbæ, stórkostlegur. Við erum að bæta við okkur út um allt land,“ segir Lilja Alfreðsdóttir í samtali við fréttastofu. Hún segir að fyrstu tölur komi sér ekki á óvart eftir að hún hitti frambjóðendur flokksins. Flokkurinn búi yfir gríðarlega hæfileikaríku fólki um allt land. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Framsóknarflokkurinn Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Punga út 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira
Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík, var í sjöunda himni þegar hann ávarpaði viðastadda á kosningavöku Framsóknar í Kolaportinu. „Krakkar, við erum að ná ótrúlegum árangri í Reykjavík,“ sagði hann. Ávarp Einars má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Hann hafði ærið tilefni til að gleðjast en miðað við fyrstu tölur fær Framsóknarflokkurinn 18 prósent atkvæða og fjóra menn í borgarstjórn á komandi kjörtímabili. Í kosningum árið 2018 fékk flokkurinn engan mann kjörinn. Flokkurinn hefur aldrei fengið stærri hluta greiddra atkvæða í Reykjavík. „Er ekki kominn tími á breytingar? Reykvíkingar hafa svarað játandi með afdráttarlausum hætti!“ sagði Einar í ávarpi sínu. Hann segir hugmyndafræði Framsóknar vera að vinna saman að stórum verkefnum og leysa þau. „Á næsta kjörtímabili þurfum við að ráðast verkefni þar sem enginn leysir neitt einn,“ segir Einar. „Borgarbúar vita að Framtíðin ræðst á miðjunni, borgarbúar vita að það það erum við í Framsókn sem stöndum fyrir jákvæðum breytingum. Við erum jákvæður flokkur sem er tilbúinn í verkefnið,“ segir Einar. Framsókn fagnaði í Kolaportinu.vísir/vilhelm Einar átti í erfiðleikum með að finna orð til að lýsa hamingju sinni með fyrstu tölur. „Við byrjuðum með ekkert í höndunum nema góðan árangur í alþingiskosningum. Hver hefði trúað því að við stæðum hér með fjóra menn,“ sagði hann. Þá sagði hann það hafa verið ótrúlega dýrmæta lexíu að hafa ferðast víða um borgina og rætt við borgarbúa. „Ég er alveg sannfærður um það að þessi flokkur geti gert gott fyrir Reykvíkinga, og það er það sem skiptir máli,“ segir hann. Að lokum þakkaði Einar eiginkonu sinni, Millu Ósk Magnúsdóttur, kærlega fyrir veittan stuðning en þau eignuðust sitt fyrsta barn saman á dögunum. „Án hennar væri ég ekki hér í þessari kosningabaráttu af þessum krafti,“ sagði Einar. We are the champions öskursungið í Kolaportinu Einar átti ekki til orð þegar fréttamaður okkar náði tali af honum eftir að lokatölur voru lesnar upp. Ráðherrarnir Lilja Alfreðsdóttir og Ásmundur Einar Daðason trufluðu viðtalið með háværum söng. Lagið sem varð fyrir valinu var auðvitað lag Queen, We are the champions. Einar fékk orðið aftur og sagði að Framsóknarmenn muni skemmta sér vel í Kolaportinu í nótt. Hann ætlar að melta niðurstöðuna í nótt áður en hann ákveður hvern hann hringir í fyrst í fyrramálið. En hvort hallast hann frekar til hægri eða vinstri? „Við erum bara beint áfram,“ segir Einar. Viðtal við Einar má sjá í heild sinni hér að neðan: Lilja líka mjög ánægð „Ég er mjög sátt. Ég er líka ótrúlega stolt af fólkinu okkar út um allt land, þau eru búin að leggja allt í þessa baráttu, og þau eru svo sannarlega að vinna að samvinnuhugsjóninni, og við sjáum sigra út um allt. Ég meina, sigurinn í Mosfellsbæ, stórkostlegur. Við erum að bæta við okkur út um allt land,“ segir Lilja Alfreðsdóttir í samtali við fréttastofu. Hún segir að fyrstu tölur komi sér ekki á óvart eftir að hún hitti frambjóðendur flokksins. Flokkurinn búi yfir gríðarlega hæfileikaríku fólki um allt land.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Framsóknarflokkurinn Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Punga út 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira