Skoðanakönnun Maskínu sem birtist síðdegis í gær sýndi fylgi Sjálfstæðisflokksins upp á 20,5% en það myndi skila flokknum fimm borgarfulltrúum og yrði það mikið fylgishrun því flokkurinn er með átta borgarfulltrúa nú. Hildur virtist ekki hafa áhuga á að velta sér mikið upp úr könnunum.
„Ég ætla bara að sjá hvað kemur upp úr kössunum. Ég vona auðvitað bara að það myndast eitthvað mynstur upp úr kössunum þannig að hægt verði að mynda nýjan meirihluta um breytingar.“
Hildur sagði að það skipti hana sjálfa ekki höfuðmáli hver yrði borgarstjóri. „Það sem skiptir mig máli er að koma áleiðis þeim breytingum sem við höfum talað fyrir og málefnunum og að við séum að vinna í þágu fólksins.“
Hún segist hafa fundið fyrir miklum meðbyr í samtölum við kjósendur. „Við þurfum auðvitað bara að sjá hverjir skiluðu sér á kjörstað í dag.“