„Veit eiginlega ekki hvenær ég get hætt“ Árni Gísli Magnússon skrifar 14. maí 2022 18:07 Martha Hermannsdóttir. Vísir/Hulda Margrét Martha Hermannsdóttir, fyrirliði KA/Þór, var sár með að hafa dottið úr leik eftir tap gegn Val í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar kvenna. Valur sigrar einvígið 3-1. „Ég er rosalega sorgmædd og við vorum alls ekki tilbúnar að fara í sumarfrí, alltof snemmt, það er ennþá snjór hérna í fjöllunum, en Valsstelpur þær mættu bara rosa tilbúnar og mér fannst við svona pínu þreyttar og það sást pínu, það er náttúrulega rosa stutt á milli leikja og við vorum að keyra heim beint eftir leik á fimmtudag og ég er ekki tilbúin að fara í sumarfrí en það er bara eins gott að Valsstelpur taki þá þennan titil fyrst þær unnu okkur.” Það tók KA/Þór 8 mínútur að skora fyrsta mark leiksins og þær lenda 4-0 og 7-2 undir. Hvað var gangi í upphafi leiksins? „Ef ég gæti sagt það, húsið var frábært eins og í síðasta heimaleik og stuðningurinn var frábær en ég veit ekki hvort við vorum stressaðar með það að nú var pressan á okkur að ef við myndum tapa þá værum við búnar en mér leið samt ekki þannig fyrir leik. Mér fannst við pínu svona hægar og eins og við værum pínu þreyttar og aðeins lengi að koma okkur í gang en auðvitað er erfitt að elta þetta lið en það munaði litlu hérna í lokin að minnka þetta niður í eitt en svona er þetta.” „Að vera komnar þara yfir 7 til 8 mörk í Valsheimilinu og missa það svo niður það er ótrúlega erfitt og við ræddum það alveg að reyna halda góðu köflunum sem lengstum en svona er þetta,” sagði Martha og var augljóslega svekkt yfir að hafa ekki náð að sigra einn leik fyrir sunnan. Martha er 39 ára gömul og hefur margja fjöruna sopið en er ekki alveg tilbúin að gefa það út strax að skórnir séu farnir upp í hilluna frægu. „Ég hugsaði þetta fyrir leik, ætlar þetta að verða síðasti leikurinn minn? En skrokkurinn svona er ekkert rosalega góður þannig ég ætla bara að taka stöðuna í sumar og sjá hvernig ég verð.” Það er erfitt að ætla enda ferilinn eftir þennan leik. „Og það var erfitt að enda þetta í fyrra sem Íslandsmeisari, ég ætlaði aldeilis að taka annað tímabil þannig ég veit eiginlega ekki hvenær ég get hætt,” sagði Martha að lokum og gat brosað þrátt fyrir sárt tap. Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Umfjöllun: KA/Þór - Valur 28-30 | Valur í úrslit en meistararnir í sumarfrí Valur er komið í úrslitaeinvígi Olís deildar kvenna eftir 28-30 sigur á KA/Þór fyrir norðan í dag. Valur sigraði einvígið því 3-1. 14. maí 2022 17:48 „Ætli maður taki ekki lagið með Eurovison í kvöld” Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, var himinlifandi með að vera kominn í úrslitaeinvígi Olís deildar kvenna eftir 28-30 sigur gegn KA/Þór fyrir norðan í dag. Valur sigrar því einvígið 3-1. 14. maí 2022 17:31 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Golf Fleiri fréttir „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Sjá meira
„Ég er rosalega sorgmædd og við vorum alls ekki tilbúnar að fara í sumarfrí, alltof snemmt, það er ennþá snjór hérna í fjöllunum, en Valsstelpur þær mættu bara rosa tilbúnar og mér fannst við svona pínu þreyttar og það sást pínu, það er náttúrulega rosa stutt á milli leikja og við vorum að keyra heim beint eftir leik á fimmtudag og ég er ekki tilbúin að fara í sumarfrí en það er bara eins gott að Valsstelpur taki þá þennan titil fyrst þær unnu okkur.” Það tók KA/Þór 8 mínútur að skora fyrsta mark leiksins og þær lenda 4-0 og 7-2 undir. Hvað var gangi í upphafi leiksins? „Ef ég gæti sagt það, húsið var frábært eins og í síðasta heimaleik og stuðningurinn var frábær en ég veit ekki hvort við vorum stressaðar með það að nú var pressan á okkur að ef við myndum tapa þá værum við búnar en mér leið samt ekki þannig fyrir leik. Mér fannst við pínu svona hægar og eins og við værum pínu þreyttar og aðeins lengi að koma okkur í gang en auðvitað er erfitt að elta þetta lið en það munaði litlu hérna í lokin að minnka þetta niður í eitt en svona er þetta.” „Að vera komnar þara yfir 7 til 8 mörk í Valsheimilinu og missa það svo niður það er ótrúlega erfitt og við ræddum það alveg að reyna halda góðu köflunum sem lengstum en svona er þetta,” sagði Martha og var augljóslega svekkt yfir að hafa ekki náð að sigra einn leik fyrir sunnan. Martha er 39 ára gömul og hefur margja fjöruna sopið en er ekki alveg tilbúin að gefa það út strax að skórnir séu farnir upp í hilluna frægu. „Ég hugsaði þetta fyrir leik, ætlar þetta að verða síðasti leikurinn minn? En skrokkurinn svona er ekkert rosalega góður þannig ég ætla bara að taka stöðuna í sumar og sjá hvernig ég verð.” Það er erfitt að ætla enda ferilinn eftir þennan leik. „Og það var erfitt að enda þetta í fyrra sem Íslandsmeisari, ég ætlaði aldeilis að taka annað tímabil þannig ég veit eiginlega ekki hvenær ég get hætt,” sagði Martha að lokum og gat brosað þrátt fyrir sárt tap.
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Umfjöllun: KA/Þór - Valur 28-30 | Valur í úrslit en meistararnir í sumarfrí Valur er komið í úrslitaeinvígi Olís deildar kvenna eftir 28-30 sigur á KA/Þór fyrir norðan í dag. Valur sigraði einvígið því 3-1. 14. maí 2022 17:48 „Ætli maður taki ekki lagið með Eurovison í kvöld” Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, var himinlifandi með að vera kominn í úrslitaeinvígi Olís deildar kvenna eftir 28-30 sigur gegn KA/Þór fyrir norðan í dag. Valur sigrar því einvígið 3-1. 14. maí 2022 17:31 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Golf Fleiri fréttir „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Sjá meira
Umfjöllun: KA/Þór - Valur 28-30 | Valur í úrslit en meistararnir í sumarfrí Valur er komið í úrslitaeinvígi Olís deildar kvenna eftir 28-30 sigur á KA/Þór fyrir norðan í dag. Valur sigraði einvígið því 3-1. 14. maí 2022 17:48
„Ætli maður taki ekki lagið með Eurovison í kvöld” Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, var himinlifandi með að vera kominn í úrslitaeinvígi Olís deildar kvenna eftir 28-30 sigur gegn KA/Þór fyrir norðan í dag. Valur sigrar því einvígið 3-1. 14. maí 2022 17:31