Sáum réttum fræjum á næsta kjörtímabili Sigurður Torfi Sigurðsson og Guðbjörg Grímsdóttir skrifa 13. maí 2022 16:01 Áhrif kosinna fulltrúa í sveitarstjórnarkosningum vara oft lengur en kjörtímabilið. Áhrifin geta verið lengi að koma fram og oft óljóst hvort árangur sé jákvæður eða neikvæður. Með það í huga skiptir máli að hafa skýra framtíðarsýn og hugsa fram í tímann. Því betur sem vandað er til verka því meiri verður árangurinn. Höfum í huga að það sem er framkvæmd í flýti getur dregið dilk á eftir sér og verið erfitt að lagfæra. Höfum í huga að þegar við sáum réttum fræjum og hlúum að þeim uppskerum við ríkulega - en ef ekki þá fáum við illgresi. Við í Vinstri grænum í Árborg leggjum því áherslu á að hugsa til framtíðar og sá réttum fræjum þannig að hér verði ræktarlegt sveitarfélag. Sáum fræjum í efnahags- og atvinnumálum með því að skapa störf í náttúru- og umhverfisvernd, leggja áherslu á hringrásarhagkerfi og auka upplýsingagjöf og gagnsæi í fjármálum sveitarfélagsins. Sáum fræjum í velferðamálum með því að horfa heildstætt á alla félags- og velferðarþjónustu, efla þjónustu á sviði geðhjúkrunar auk þess að auka úrræði í atvinnumálum öryrkja og fatlaðra. Sáum fræjum í mennta- og menningarmálum með því að lækka leikskólagjöld í áföngum þannig að gjaldfrjáls leikskóli verði eðlilegur hluti af samfélaginu, styrkja sérfræðiþjónustu við skólana og styðja við forvarnarfræðslu á öllum skólastigum. Sáum fræjum í íþrótta- og tómstundamálum með því að fylgja eftir byggingu frístundamiðstöðvar, efla fjölbreytt tómstundastarf auk þess að tryggja öllum börnum jafnan aðgang að íþrótta- og tómstundastarfi. Sáum fræjum í húsnæðis-, skipulags-, og samgöngumálum með því að þétta net hjóla- og göngustíga, tryggja framboð lóða fyrir óhagnaðardrifin leigufélög, hvetja til notkunar á vistvænum byggingarefnum og tryggja græn útivistarsvæði. Sáum fræjum í náttúruvernd og umhverfismálum með því að setja öfluga stefnu í þessum mikilvægu málaflokkum, ásamt aðgerðaáætlun í loftslagsmálum auk þess að skapa störf tengd náttúruvernd og umhverfismálum. Sáum fræjum í mannréttindum, jafnrétti og lýðræði með því að tryggja að jafnréttissjónarmið ráði í allri ákvarðanatöku hjá Sveitarfélaginu Árborg. Göngum lengra og sáum fræjum með Vinstri grænum Setjum X við V laugardaginn 14. maí Höfundar skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vinstri græn Árborg Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Áhrif kosinna fulltrúa í sveitarstjórnarkosningum vara oft lengur en kjörtímabilið. Áhrifin geta verið lengi að koma fram og oft óljóst hvort árangur sé jákvæður eða neikvæður. Með það í huga skiptir máli að hafa skýra framtíðarsýn og hugsa fram í tímann. Því betur sem vandað er til verka því meiri verður árangurinn. Höfum í huga að það sem er framkvæmd í flýti getur dregið dilk á eftir sér og verið erfitt að lagfæra. Höfum í huga að þegar við sáum réttum fræjum og hlúum að þeim uppskerum við ríkulega - en ef ekki þá fáum við illgresi. Við í Vinstri grænum í Árborg leggjum því áherslu á að hugsa til framtíðar og sá réttum fræjum þannig að hér verði ræktarlegt sveitarfélag. Sáum fræjum í efnahags- og atvinnumálum með því að skapa störf í náttúru- og umhverfisvernd, leggja áherslu á hringrásarhagkerfi og auka upplýsingagjöf og gagnsæi í fjármálum sveitarfélagsins. Sáum fræjum í velferðamálum með því að horfa heildstætt á alla félags- og velferðarþjónustu, efla þjónustu á sviði geðhjúkrunar auk þess að auka úrræði í atvinnumálum öryrkja og fatlaðra. Sáum fræjum í mennta- og menningarmálum með því að lækka leikskólagjöld í áföngum þannig að gjaldfrjáls leikskóli verði eðlilegur hluti af samfélaginu, styrkja sérfræðiþjónustu við skólana og styðja við forvarnarfræðslu á öllum skólastigum. Sáum fræjum í íþrótta- og tómstundamálum með því að fylgja eftir byggingu frístundamiðstöðvar, efla fjölbreytt tómstundastarf auk þess að tryggja öllum börnum jafnan aðgang að íþrótta- og tómstundastarfi. Sáum fræjum í húsnæðis-, skipulags-, og samgöngumálum með því að þétta net hjóla- og göngustíga, tryggja framboð lóða fyrir óhagnaðardrifin leigufélög, hvetja til notkunar á vistvænum byggingarefnum og tryggja græn útivistarsvæði. Sáum fræjum í náttúruvernd og umhverfismálum með því að setja öfluga stefnu í þessum mikilvægu málaflokkum, ásamt aðgerðaáætlun í loftslagsmálum auk þess að skapa störf tengd náttúruvernd og umhverfismálum. Sáum fræjum í mannréttindum, jafnrétti og lýðræði með því að tryggja að jafnréttissjónarmið ráði í allri ákvarðanatöku hjá Sveitarfélaginu Árborg. Göngum lengra og sáum fræjum með Vinstri grænum Setjum X við V laugardaginn 14. maí Höfundar skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Árborg.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun