Ef þú vilt breytingu í Garðabæ setur þú X við G Harpa Þorsteinsdóttir og Ingvar Arnarson skrifa 13. maí 2022 10:21 Eftir sveitarstjórnarkosningar 2018 fengum við í Garðabæjarlistanum þrjá fulltrúa kjörna á móti átta fulltrúum Sjálfstæðisflokks. Við fengum rétt tæplega 30% atkvæða, sem telst frábær árangur hjá framboði sem var að koma saman í fyrsta sinn. Aðrir flokkar, Miðflokkur og Framsókn, náðu ekki inn manni og dóu því þau atkvæði sem þeir flokkar fengu. Eftir kosningar var farið í að skipa nefndir en þá kemur í ljós að við eigum aðeins rétt á einum fulltrúa á móti fjórum. Það þótti okkur ósanngjarnt í ljósi þess að við fengum þriðjung atkvæða. Hvar er lýðræðið í því? Í bæjarráði áttum við einn af fimm fulltrúum og að auki var ráðinn bæjarstjóri sem var á lista meirihlutans. Þrátt fyrir þetta tókst okkur að halda meirihlutanum á tánum og gott betur en það. Við þurftum að sjálfsögðu að leggja á okkur mikla vinnu til þess og það var virkilega skemmtilegt. Við náðum ótrúlegum árangri, en betur má ef duga skal. Við lögðum fram margar tillögur í bæjarstjórn, tillögur sem sköpuðu umræður, einstaka voru samþykktar og öðrum vísað í nefndir og enn aðrar sem voru teknar og þvegnar af meirihlutanum áður en þær birtust í bæjarstjórn á ný. Hér eru brot af þeim málum sem við höfum lagt til og talað fyrir í bæjarstjórn á þessu tímabili: Hækkun hvatapeninga Hvatapeningar nýtist 4-5 ára börnum Systkina- og fjölgreinaafsláttur Ungmennahús Sundkort til ungmenna Gjaldfrjáls morgunhressing í grunnskólum Ávextir og grænmeti í boði í nestistíma grunnskóla Halda aftur af hækkunum á gjöldum á börn Tekjutenging gjalda Heilsuefling eldri borgara Aðhald í umhverfismálum Efling tónlistarskólans Samgöngur milli hverfa Útboð á endurskoðun ársreikninga Við munum halda áfram að tala fyrir frekari lífsgæðum bæjarbúa, því það sem einkennir Garðabæjarlistann er sú elja og þrautseigja sem okkar fólk hefur sýnt þrátt fyrir mikið valda ójafnvægi í bæjarstjórn og nefndum. Í störfum okkar á síðasta kjörtímabili er margt sem við höfum áorkað, eftir okkar fólk liggur fjöldi bókana og tillagna sem hafa styrkt lífsgæði okkar allra í bænum. Okkar rödd í bæjarstjórn hefur haft mikilvægt vægi og með okkar aðhaldi hefur málefnum verið haldið á lofti sem annars hefðu mögulega gleymst ofan í skúffu eða týnst á milli lína í 100 loforða bæklingi Sjálfstæðisflokksins frá því fyrir seinustu kosningar. Fleiri raddir þurfa að heyrast og við höfum metnað fyrir því að gera það áfram. Við vonumst til að fá ykkar stuðning til að gera enn betur á næsta kjörtímabili. Setjum X við G fyrir okkar samfélag! Höfundar eru bæjarfulltrúar og skipa 2. og 3. sæti Garðabæjarlistans, X-G. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Harpa Þorsteinsdóttir Ingvar Arnarson Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Garðabær Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Eftir sveitarstjórnarkosningar 2018 fengum við í Garðabæjarlistanum þrjá fulltrúa kjörna á móti átta fulltrúum Sjálfstæðisflokks. Við fengum rétt tæplega 30% atkvæða, sem telst frábær árangur hjá framboði sem var að koma saman í fyrsta sinn. Aðrir flokkar, Miðflokkur og Framsókn, náðu ekki inn manni og dóu því þau atkvæði sem þeir flokkar fengu. Eftir kosningar var farið í að skipa nefndir en þá kemur í ljós að við eigum aðeins rétt á einum fulltrúa á móti fjórum. Það þótti okkur ósanngjarnt í ljósi þess að við fengum þriðjung atkvæða. Hvar er lýðræðið í því? Í bæjarráði áttum við einn af fimm fulltrúum og að auki var ráðinn bæjarstjóri sem var á lista meirihlutans. Þrátt fyrir þetta tókst okkur að halda meirihlutanum á tánum og gott betur en það. Við þurftum að sjálfsögðu að leggja á okkur mikla vinnu til þess og það var virkilega skemmtilegt. Við náðum ótrúlegum árangri, en betur má ef duga skal. Við lögðum fram margar tillögur í bæjarstjórn, tillögur sem sköpuðu umræður, einstaka voru samþykktar og öðrum vísað í nefndir og enn aðrar sem voru teknar og þvegnar af meirihlutanum áður en þær birtust í bæjarstjórn á ný. Hér eru brot af þeim málum sem við höfum lagt til og talað fyrir í bæjarstjórn á þessu tímabili: Hækkun hvatapeninga Hvatapeningar nýtist 4-5 ára börnum Systkina- og fjölgreinaafsláttur Ungmennahús Sundkort til ungmenna Gjaldfrjáls morgunhressing í grunnskólum Ávextir og grænmeti í boði í nestistíma grunnskóla Halda aftur af hækkunum á gjöldum á börn Tekjutenging gjalda Heilsuefling eldri borgara Aðhald í umhverfismálum Efling tónlistarskólans Samgöngur milli hverfa Útboð á endurskoðun ársreikninga Við munum halda áfram að tala fyrir frekari lífsgæðum bæjarbúa, því það sem einkennir Garðabæjarlistann er sú elja og þrautseigja sem okkar fólk hefur sýnt þrátt fyrir mikið valda ójafnvægi í bæjarstjórn og nefndum. Í störfum okkar á síðasta kjörtímabili er margt sem við höfum áorkað, eftir okkar fólk liggur fjöldi bókana og tillagna sem hafa styrkt lífsgæði okkar allra í bænum. Okkar rödd í bæjarstjórn hefur haft mikilvægt vægi og með okkar aðhaldi hefur málefnum verið haldið á lofti sem annars hefðu mögulega gleymst ofan í skúffu eða týnst á milli lína í 100 loforða bæklingi Sjálfstæðisflokksins frá því fyrir seinustu kosningar. Fleiri raddir þurfa að heyrast og við höfum metnað fyrir því að gera það áfram. Við vonumst til að fá ykkar stuðning til að gera enn betur á næsta kjörtímabili. Setjum X við G fyrir okkar samfélag! Höfundar eru bæjarfulltrúar og skipa 2. og 3. sæti Garðabæjarlistans, X-G.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun