Skólamál eru kosningamál Magnús Þór Jónsson skrifar 13. maí 2022 09:50 Laugardagurinn 14. maí er lýðræðishátíðisdagur á Íslandi þegar gengið verður til sveitarstjórnarkosninga. Sveitarstjórnarkosningar snúast um nærþjónustu, sveitarfélög ólíkrar gerðar og stærðar taka ákvörðun um stefnumörkun þeirra málaflokka sem þau bera ábyrgð á. Það eru vissulega mörg verkefni sem eru þar brýn en það er þó einn sem tekur stærstan hluta útsvarstekna íslenskra sveitarfélaga. Skólamálin. Kosningabaráttan hefur verið býsna stutt og snörp og þar hafa frambjóðendur ólíkra sveitarfélaga stigið á stokk og lýst sýn sinni og flokka sinna. Þar hefur margt verið forvitnilegt en þó er líka forvitnilegt hversu lítið hefur þar ratað upp á yfirborðið sem snýr að þessum mikilvæga málaflokki. Tugþúsundir barna sækja menntun og þjónustu í íslenska leik-, grunn- og tónlistarskóla hvern dag og að hverjum nemanda standa forráðamenn og fjölskylda. Með allri virðingu fyrir ólíkum áherslum sem snúa sem dæmi að skipulagsmálum sveitarfélaga, félagsþjónustu eða íþrótta- og æskulýðsstarfi þá er snertiflötur skólanna sá langstærsti við íbúa hvers sveitarfélags. Á því kjörtímabili sem nú er að klárast bættist í flóruna óvænt verkefni í formi alheimsfaraldurs sem datt í fang okkar allra. Þá sannaðist enn á ný hvaða afl býr í íslensku skólafólki og athygli sem fylgdi í kjölfarið þar sem hinir kjörnu fulltrúar færðu framlínustéttinni kennurum verðskuldað hrós. Í kosningunum á laugardaginn velja forráðamenn og aðstandendur þá fulltrúa sem þeir ætla að treysta fyrir málefnum barna sinna næstu fjögur ár. Þrátt fyrir að fátt hafi komið fram í pistlum og umræðum stjórnmálamanna, jú nema kannski óútfærðar tillögur um leikskólamál, þá treysti ég því að hægt sé að finna í kynningarefni flokka í hverju sveitarfélagi hverjar áherslurnar eru í þessum stærsta málaflokki hvers samfélags. Jafnmikið nefnilega og það gladdi að heyra hvatningu og hrós til þeirra sem héldu skólunum okkar gangandi í gegnum heimsfaraldur og leiddu börnin okkar menntaveginn þá skiptir það okkur skólafólkið miklu meira máli að stjórnmálamenn hvers sveitarfélags sýni þann metnað að styðja við starfsaðstæður nemenda og kennara á þann hátt að við náum að virkja það afl sem í skólunum okkar býr. Ég treysti öllum forráðamönnum í íslenskum sveitarfélögum að horfa til málefna barnanna sinna þegar þau merkja við atkvæði sitt á kjörseðlinum. Öll málefni nærsamfélags okkar skipta máli en skólarnir sem eru að jafnaði stærstu vinnustaðir í hverju samfélagi eru hjartsláttur þeirra og stærsta framtíðarfjárfestingin. Höfum skólamál kosningamál bæði nú á morgun og í allri framtíð! Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þór Jónsson Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skóla - og menntamál Mest lesið Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Laugardagurinn 14. maí er lýðræðishátíðisdagur á Íslandi þegar gengið verður til sveitarstjórnarkosninga. Sveitarstjórnarkosningar snúast um nærþjónustu, sveitarfélög ólíkrar gerðar og stærðar taka ákvörðun um stefnumörkun þeirra málaflokka sem þau bera ábyrgð á. Það eru vissulega mörg verkefni sem eru þar brýn en það er þó einn sem tekur stærstan hluta útsvarstekna íslenskra sveitarfélaga. Skólamálin. Kosningabaráttan hefur verið býsna stutt og snörp og þar hafa frambjóðendur ólíkra sveitarfélaga stigið á stokk og lýst sýn sinni og flokka sinna. Þar hefur margt verið forvitnilegt en þó er líka forvitnilegt hversu lítið hefur þar ratað upp á yfirborðið sem snýr að þessum mikilvæga málaflokki. Tugþúsundir barna sækja menntun og þjónustu í íslenska leik-, grunn- og tónlistarskóla hvern dag og að hverjum nemanda standa forráðamenn og fjölskylda. Með allri virðingu fyrir ólíkum áherslum sem snúa sem dæmi að skipulagsmálum sveitarfélaga, félagsþjónustu eða íþrótta- og æskulýðsstarfi þá er snertiflötur skólanna sá langstærsti við íbúa hvers sveitarfélags. Á því kjörtímabili sem nú er að klárast bættist í flóruna óvænt verkefni í formi alheimsfaraldurs sem datt í fang okkar allra. Þá sannaðist enn á ný hvaða afl býr í íslensku skólafólki og athygli sem fylgdi í kjölfarið þar sem hinir kjörnu fulltrúar færðu framlínustéttinni kennurum verðskuldað hrós. Í kosningunum á laugardaginn velja forráðamenn og aðstandendur þá fulltrúa sem þeir ætla að treysta fyrir málefnum barna sinna næstu fjögur ár. Þrátt fyrir að fátt hafi komið fram í pistlum og umræðum stjórnmálamanna, jú nema kannski óútfærðar tillögur um leikskólamál, þá treysti ég því að hægt sé að finna í kynningarefni flokka í hverju sveitarfélagi hverjar áherslurnar eru í þessum stærsta málaflokki hvers samfélags. Jafnmikið nefnilega og það gladdi að heyra hvatningu og hrós til þeirra sem héldu skólunum okkar gangandi í gegnum heimsfaraldur og leiddu börnin okkar menntaveginn þá skiptir það okkur skólafólkið miklu meira máli að stjórnmálamenn hvers sveitarfélags sýni þann metnað að styðja við starfsaðstæður nemenda og kennara á þann hátt að við náum að virkja það afl sem í skólunum okkar býr. Ég treysti öllum forráðamönnum í íslenskum sveitarfélögum að horfa til málefna barnanna sinna þegar þau merkja við atkvæði sitt á kjörseðlinum. Öll málefni nærsamfélags okkar skipta máli en skólarnir sem eru að jafnaði stærstu vinnustaðir í hverju samfélagi eru hjartsláttur þeirra og stærsta framtíðarfjárfestingin. Höfum skólamál kosningamál bæði nú á morgun og í allri framtíð! Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun