Fólksfjölgun í fyrsta skipti í þrjátíu ár Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 12. maí 2022 15:31 Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar, segir gaman að tala um uppbygginguna á Vestfjörðum. Stöð 2 Mikið uppbyggingarskeið er hafið á norðanverðum Vestfjörðum í fyrsta skipti í þrjá áratugi. Um hundrað íbúðir fara í byggingu þar í ár og gera sveitarstjórar þar ráð fyrir að nokkur hundruð manns muni flytja vestur á næstu árum. Þegar fréttastofa ferðaðist vestur á land til að taka púlsinn á fólki fyrir sveitarstjórnarkosningar var sveitarstjórum og frambjóðendum mjög tíðrætt um þá uppbyggingu sem væri komin af stað á Vestfjörðum. „Við tölum svolítið mikið um þetta. Þetta er skemmtilegt. Þetta hefur ekki gerst í þrjátíu ár. Svona uppbyggingarfasi hefur ekki verið hérna í þrjátíu ár, þannig að eðlilega er gaman að tala um það,“ segir Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar. Á Ísafirði er verið að byggja 51 íbúð og þar af eru fjörutíu íbúðir fyrir nemendur og ellefu íbúðir fyrir tekjulága. Í Bolungarvík er verið að byggja tuttugu íbúðir, á Flateyri eru tuttugu stúdíóíbúðir í byggingu fyrir Lýðháskólann þar, og í Súðavík eru fimm íbúðir í byggingu. Stöð 2 Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðar, segir að það hafi verið fólksfækkun á svæðinu og ekkert verið byggt af nýju húsnæði á þessum stöðum í langan tíma. „Við sjáum að það er að vera viðsnúningur í því,“ segir Birgir. Í Súðavík má svo gera ráð fyrir enn fleiri íbúðum á næstu árum vegna uppbyggingar á kalkþörungaverksmiðju sem ætlar að taka til starfa þar. Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðar.Stöð 2 Tugir nýrra starfa í tengslum við kalkþörungaverksmiðju Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, segist gera ráð fyrir 35 til 45 störfum í tengslum við verksmiðjuna. Því sé ljóst að byggja þurfi íbúðir fyrir þetta fólk og það muni um slíkan fjölda í svo litlu sveitarfélagi. „Heldur betur. Við erum að tala um þorp hér sem hýsir 175 kannski. Í prósentum talið, miðað við hlutfallið, þá er um gríðarlegt verkefni að ræða,“ segir Bragi Þór. Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps.Stöð 2 Í Bolungarvík er sömu sögu að segja en þar er fyrirséð að verði mikil fólksfjölgun á næstu árum með tilkomu laxasláturhúss og vaxtar í annarri starfsemi. „Það er mjög mikið framundan. Það er verið að skipuleggja nýtt hverfi sem við gerum ráð fyrir að þrjú hundruð manns geti flutt í á næstu árum. Við erum líka að skipuleggja nýjan miðbæ.“ Í Bolungarvík búa nú 956 manns. Jón Páll segir því ljóst að bærinn muni á næstu árum fara yfir þúsund manna markið sem stjórnvöld vilja miða við fyrir sveitarfélög. „Bolungarvík, þúsund plús! Það er ekki hægt að hlæja að því núna,“ segir Jón Páll. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Húsnæðismál Ísafjarðarbær Bolungarvík Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Með sterkar skoðanir fyrir kosningar: „Laxeldi í bæinn og ekkert múður með það“ Karlarnir á bensínstöðinni vilja fiskeldi og atvinnutækifæri en konurnar á hjúkrunarheimilinu vilja búa í snyrtilegasta og fallegasta bæ á Vestfjörðum. Við kíktum til Bolungarvíkur og tókum púlsinn á bæjarbúum fyrir kosningar. 5. maí 2022 08:02 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Þegar fréttastofa ferðaðist vestur á land til að taka púlsinn á fólki fyrir sveitarstjórnarkosningar var sveitarstjórum og frambjóðendum mjög tíðrætt um þá uppbyggingu sem væri komin af stað á Vestfjörðum. „Við tölum svolítið mikið um þetta. Þetta er skemmtilegt. Þetta hefur ekki gerst í þrjátíu ár. Svona uppbyggingarfasi hefur ekki verið hérna í þrjátíu ár, þannig að eðlilega er gaman að tala um það,“ segir Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar. Á Ísafirði er verið að byggja 51 íbúð og þar af eru fjörutíu íbúðir fyrir nemendur og ellefu íbúðir fyrir tekjulága. Í Bolungarvík er verið að byggja tuttugu íbúðir, á Flateyri eru tuttugu stúdíóíbúðir í byggingu fyrir Lýðháskólann þar, og í Súðavík eru fimm íbúðir í byggingu. Stöð 2 Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðar, segir að það hafi verið fólksfækkun á svæðinu og ekkert verið byggt af nýju húsnæði á þessum stöðum í langan tíma. „Við sjáum að það er að vera viðsnúningur í því,“ segir Birgir. Í Súðavík má svo gera ráð fyrir enn fleiri íbúðum á næstu árum vegna uppbyggingar á kalkþörungaverksmiðju sem ætlar að taka til starfa þar. Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðar.Stöð 2 Tugir nýrra starfa í tengslum við kalkþörungaverksmiðju Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, segist gera ráð fyrir 35 til 45 störfum í tengslum við verksmiðjuna. Því sé ljóst að byggja þurfi íbúðir fyrir þetta fólk og það muni um slíkan fjölda í svo litlu sveitarfélagi. „Heldur betur. Við erum að tala um þorp hér sem hýsir 175 kannski. Í prósentum talið, miðað við hlutfallið, þá er um gríðarlegt verkefni að ræða,“ segir Bragi Þór. Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps.Stöð 2 Í Bolungarvík er sömu sögu að segja en þar er fyrirséð að verði mikil fólksfjölgun á næstu árum með tilkomu laxasláturhúss og vaxtar í annarri starfsemi. „Það er mjög mikið framundan. Það er verið að skipuleggja nýtt hverfi sem við gerum ráð fyrir að þrjú hundruð manns geti flutt í á næstu árum. Við erum líka að skipuleggja nýjan miðbæ.“ Í Bolungarvík búa nú 956 manns. Jón Páll segir því ljóst að bærinn muni á næstu árum fara yfir þúsund manna markið sem stjórnvöld vilja miða við fyrir sveitarfélög. „Bolungarvík, þúsund plús! Það er ekki hægt að hlæja að því núna,“ segir Jón Páll.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Húsnæðismál Ísafjarðarbær Bolungarvík Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Með sterkar skoðanir fyrir kosningar: „Laxeldi í bæinn og ekkert múður með það“ Karlarnir á bensínstöðinni vilja fiskeldi og atvinnutækifæri en konurnar á hjúkrunarheimilinu vilja búa í snyrtilegasta og fallegasta bæ á Vestfjörðum. Við kíktum til Bolungarvíkur og tókum púlsinn á bæjarbúum fyrir kosningar. 5. maí 2022 08:02 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Með sterkar skoðanir fyrir kosningar: „Laxeldi í bæinn og ekkert múður með það“ Karlarnir á bensínstöðinni vilja fiskeldi og atvinnutækifæri en konurnar á hjúkrunarheimilinu vilja búa í snyrtilegasta og fallegasta bæ á Vestfjörðum. Við kíktum til Bolungarvíkur og tókum púlsinn á bæjarbúum fyrir kosningar. 5. maí 2022 08:02