1,5 milljóna sekt fyrir að misnota gögn frá Læknafélaginu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. maí 2022 14:21 Guðjón Sigurbjartsson hefur verið framkvæmdastjóri HEI - Medical Travel frá árinu 2018. Hann hefur setið í stjórn Pírata, gegnt formennsku í félagi flokksins í Reykjavík og situr í 31. sæti listans í borginni þar sem dóttir hans Dóra Björt er oddviti. Persónuvernd hefur sektað HEI - Medical Travel um 1,5 milljón króna. Starfsmaður fyrirtækisins aflaði netfanga fjölda lækna með því að skrá sig inn á vef Læknafélags Íslands með aðgangi læknis sem tengdur var starfsmanninum. HEI - Medical Travel aðstoðar Íslendinga við að komast í fegrunar-, megrunar- og tannlæknaaðgerðir utan landsteinanna. „Markmið okkar er að auðvelda fólki að sækja sér heilbrigðisþjónustu erlendis, tímanlega og með hagkvæmum hætti,“ segir á vef fyrirtækisins sem er til húsa á Rafstöðvarvegi í Reykjavík. Í samantekt Persónuverndar um málið kemur fram að læknir nokkur hafi árið 2020 kvartað til Persónuverndar yfir öflun, skráningu, varðveislu og notkun netfangs kvartanda hjá HEI – Medical Travel (HEI). Læknirinn hafi fengið sendan markpóst í tölvupósti frá fyrirtækinu. Læknirinn sendi formlega beiðni til HEI um afrit af þeim gögnum sem fyrirtækið hefði um hann og upplýsingar um þau gögn. Ekki var orðið við þeirri beiðni svo læknirinn kvartaði yfir þeim viðbrögðum til Persónuverndar. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að HEI hefði ekki haft heimild til að afla sér netfangsins, skrá það, varðveita eða nota. Þá var jafnframt komist að þeirri niðurstöðu að aðgangsbeiðni kvartanda hefði ekki verið afgreidd í samræmi við lög, en persónuupplýsingum hans var eytt eftir að aðgangsbeiðnin var lögð fram. Persónuvernd lagði 1,5 milljóna króna stjórnvaldssekt á HEI - Medical Travel. Við ákvörðun sektarinnar var meðal annars horft til þess að þrátt fyrir að HEI hefði talið sér heimilt að nýta listann þá lægi ekkert fyrir í málinu sem sýndi fram á að fyrirtækið hefði gert athugasemdir við eða gengið úr skugga um að heimild stæði til öflunar netfanganna. Var brotið í öllu falli talið vera framið af stórfelldu gáleysi. Þá var einnig litið til þess að HEI eyddi persónuupplýsingum kvartanda eftir að aðgangsbeiðni barst og var réttur kvartanda til aðgangs að persónuupplýsingum sínum hjá fyrirtækinu því ekki virtur. Var því lagt til grundvallar að síðarnefnda brotið hefði verið framið af ásetningi. Sjónarmið HEI Í svörum HEI til Persónuverndar kom fram að skráning og varðveisla netfangs læknisins hefði verið mistök. HEI hefði upplýst Læknafélagið um hvernig netfangalistinn hefði veriðfenginn, starfsmaðurinn hefði gert mistök og viðurkennt þau. Þá kvaðst HEI hafa eytt netfangi kvartanda um leið og kvörtun til HEI hafi borist og að það yrði ekki notað aftur nema ef erindi bærist frá kvartanda sem réttlætti það. Persónuvernd óskaði eftir upplýsingum um hversu margir læknar hefðu verið á netfangalistanum en HEI kvaðst ekki hafa upplýsingar um það þar sem búið væri að eyða listanum. Í svörum HEI kom jafnframt fram að eftir að pósturinn hafði verið sendur hafi nokkrir læknar haft samband við HEI en aðrir haft samband við Læknafélag Íslands. Læknafélagið hafi haft samband við HEI og fyrirtækið upplýst félagið um hvernig netfangalistinn hafi verið fenginn. HEI hafi lofað Læknafélaginu að nota hann ekki aftur og við það hafi verið staðið. Læknafélagið hafi ákveðið að beita sér ekki frekar gegn HEI vegna málsins. Niðurstöðu Persónuverndar má lesa hér. Píratar Persónuvernd Heilbrigðismál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
HEI - Medical Travel aðstoðar Íslendinga við að komast í fegrunar-, megrunar- og tannlæknaaðgerðir utan landsteinanna. „Markmið okkar er að auðvelda fólki að sækja sér heilbrigðisþjónustu erlendis, tímanlega og með hagkvæmum hætti,“ segir á vef fyrirtækisins sem er til húsa á Rafstöðvarvegi í Reykjavík. Í samantekt Persónuverndar um málið kemur fram að læknir nokkur hafi árið 2020 kvartað til Persónuverndar yfir öflun, skráningu, varðveislu og notkun netfangs kvartanda hjá HEI – Medical Travel (HEI). Læknirinn hafi fengið sendan markpóst í tölvupósti frá fyrirtækinu. Læknirinn sendi formlega beiðni til HEI um afrit af þeim gögnum sem fyrirtækið hefði um hann og upplýsingar um þau gögn. Ekki var orðið við þeirri beiðni svo læknirinn kvartaði yfir þeim viðbrögðum til Persónuverndar. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að HEI hefði ekki haft heimild til að afla sér netfangsins, skrá það, varðveita eða nota. Þá var jafnframt komist að þeirri niðurstöðu að aðgangsbeiðni kvartanda hefði ekki verið afgreidd í samræmi við lög, en persónuupplýsingum hans var eytt eftir að aðgangsbeiðnin var lögð fram. Persónuvernd lagði 1,5 milljóna króna stjórnvaldssekt á HEI - Medical Travel. Við ákvörðun sektarinnar var meðal annars horft til þess að þrátt fyrir að HEI hefði talið sér heimilt að nýta listann þá lægi ekkert fyrir í málinu sem sýndi fram á að fyrirtækið hefði gert athugasemdir við eða gengið úr skugga um að heimild stæði til öflunar netfanganna. Var brotið í öllu falli talið vera framið af stórfelldu gáleysi. Þá var einnig litið til þess að HEI eyddi persónuupplýsingum kvartanda eftir að aðgangsbeiðni barst og var réttur kvartanda til aðgangs að persónuupplýsingum sínum hjá fyrirtækinu því ekki virtur. Var því lagt til grundvallar að síðarnefnda brotið hefði verið framið af ásetningi. Sjónarmið HEI Í svörum HEI til Persónuverndar kom fram að skráning og varðveisla netfangs læknisins hefði verið mistök. HEI hefði upplýst Læknafélagið um hvernig netfangalistinn hefði veriðfenginn, starfsmaðurinn hefði gert mistök og viðurkennt þau. Þá kvaðst HEI hafa eytt netfangi kvartanda um leið og kvörtun til HEI hafi borist og að það yrði ekki notað aftur nema ef erindi bærist frá kvartanda sem réttlætti það. Persónuvernd óskaði eftir upplýsingum um hversu margir læknar hefðu verið á netfangalistanum en HEI kvaðst ekki hafa upplýsingar um það þar sem búið væri að eyða listanum. Í svörum HEI kom jafnframt fram að eftir að pósturinn hafði verið sendur hafi nokkrir læknar haft samband við HEI en aðrir haft samband við Læknafélag Íslands. Læknafélagið hafi haft samband við HEI og fyrirtækið upplýst félagið um hvernig netfangalistinn hafi verið fenginn. HEI hafi lofað Læknafélaginu að nota hann ekki aftur og við það hafi verið staðið. Læknafélagið hafi ákveðið að beita sér ekki frekar gegn HEI vegna málsins. Niðurstöðu Persónuverndar má lesa hér.
Sjónarmið HEI Í svörum HEI til Persónuverndar kom fram að skráning og varðveisla netfangs læknisins hefði verið mistök. HEI hefði upplýst Læknafélagið um hvernig netfangalistinn hefði veriðfenginn, starfsmaðurinn hefði gert mistök og viðurkennt þau. Þá kvaðst HEI hafa eytt netfangi kvartanda um leið og kvörtun til HEI hafi borist og að það yrði ekki notað aftur nema ef erindi bærist frá kvartanda sem réttlætti það. Persónuvernd óskaði eftir upplýsingum um hversu margir læknar hefðu verið á netfangalistanum en HEI kvaðst ekki hafa upplýsingar um það þar sem búið væri að eyða listanum. Í svörum HEI kom jafnframt fram að eftir að pósturinn hafði verið sendur hafi nokkrir læknar haft samband við HEI en aðrir haft samband við Læknafélag Íslands. Læknafélagið hafi haft samband við HEI og fyrirtækið upplýst félagið um hvernig netfangalistinn hafi verið fenginn. HEI hafi lofað Læknafélaginu að nota hann ekki aftur og við það hafi verið staðið. Læknafélagið hafi ákveðið að beita sér ekki frekar gegn HEI vegna málsins.
Píratar Persónuvernd Heilbrigðismál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira