Þungunarrofsfrumvarp beið skipbrot í öldungadeild Bandaríkjaþings Kjartan Kjartansson skrifar 12. maí 2022 09:31 Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, ræddi við fréttamenn eftir að öldungadeildin felldi frumvarpið í gær. Vísir/EPA Öldungadeild Bandaríkjaþings felldi frumvarp demókrata um að binda rétt kvenna til þungunarrofs í alríkislög í gærkvöldi. Fulltrúadeildin samþykkti lögin en allir öldungadeildarþingmenn repúblikana og einn íhaldssamur demókrati greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Frumvarpið var lagt fram eftir að drög að meirihlutaáliti Hæstaréttar Bandaríkjanna sem myndi afnema stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs láku í fjölmiðla fyrr í þessum mánuði. Verði niðurstaða hæstaréttar í samræmi við drögin væri einstökum ríkjum frjálst að banna eða takmarka verulega aðgang að þungunarrofi. „Því miður brást öldungadeildin í að koma rétti kvenna til að taka ákvarðanir um eigin líkama til varnar,“ sagði Kamala Harris, varaforseti eftir atkvæðagreiðsluna. Hefði frumvarpið orðið að lögum hefði það bannað ríkjum að leggja takmarkanir á þungunarrof sem væri ekki læknisfræðilega nauðsynlegar, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Fyrst og fremst hefði það átt við um þungunarrof áður en fóstur er talið lífvænlegt, í kringum 24. viku meðgöngu. Repúblikanar sökuðu demókrata um öfgar þar sem frumvarpið hefði einnig bannað ríkjum að banna þungunarrof eftir 24. viku ef læknar telur áframhaldandi meðgöngu ógna lífi eða heilsu konu. Á sama tíma fá nú drög að frumvörpum um bann eða takmarkanir við þungunarrof á landsvísu aukinn hljómgrunn á meðal repúblikana sem eru líklegir til að taka völdin í báðum deildum þingsins í kosningum í haust. Bandaríkin Þungunarrof Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Frumvarpið var lagt fram eftir að drög að meirihlutaáliti Hæstaréttar Bandaríkjanna sem myndi afnema stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs láku í fjölmiðla fyrr í þessum mánuði. Verði niðurstaða hæstaréttar í samræmi við drögin væri einstökum ríkjum frjálst að banna eða takmarka verulega aðgang að þungunarrofi. „Því miður brást öldungadeildin í að koma rétti kvenna til að taka ákvarðanir um eigin líkama til varnar,“ sagði Kamala Harris, varaforseti eftir atkvæðagreiðsluna. Hefði frumvarpið orðið að lögum hefði það bannað ríkjum að leggja takmarkanir á þungunarrof sem væri ekki læknisfræðilega nauðsynlegar, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Fyrst og fremst hefði það átt við um þungunarrof áður en fóstur er talið lífvænlegt, í kringum 24. viku meðgöngu. Repúblikanar sökuðu demókrata um öfgar þar sem frumvarpið hefði einnig bannað ríkjum að banna þungunarrof eftir 24. viku ef læknar telur áframhaldandi meðgöngu ógna lífi eða heilsu konu. Á sama tíma fá nú drög að frumvörpum um bann eða takmarkanir við þungunarrof á landsvísu aukinn hljómgrunn á meðal repúblikana sem eru líklegir til að taka völdin í báðum deildum þingsins í kosningum í haust.
Bandaríkin Þungunarrof Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira