Ég vil búa í borg með náttúruna í bakgarðinum Árni Tryggvason skrifar 11. maí 2022 21:30 Eitt það jákvæða við að búa í borg eins og okkar er nálægðin við náttúruna. Hvort sem hún er manngerð eða eins og hún hefur verið um aldir, þá er aldrei langt að fara út í náttúruna hér í Reykjavík. Í borgarlandinu sjálfu förum við um skóga, sjáum fossa og enn má hér finna óspilltar strendur. Vissulega er mikið af þessari náttúru sem okkur er svo kær manngerð, en þá er oft um að ræða endurheimta náttúru eftir aldalanga nauðbeit og rányrkju. Það er ekki langt síðan að Öskjuhlíð var örfoka holt og sjálfur hef ég notið þess að fara þar um sem barn í kyrkingslegum kjarrskógi upp í það að ganga þar um í hávöxnum skjólgóðum skógi sem þar er í dag. Fleiri slíka staði getum við nefnt eins og Elliðaárdal, Heiðmörk og nú vaxa upp skógar víðar og mynda þannig ómetanlega unaðsreiti allt um borgarlandið. Það er ekki nema um öld síðan að uppi væru háværar raddir um að á Íslandi væri ekki hægt að rækta skóg. Í starfi mínu hannaði ég síðastliðið sumar fræðsluskilti um fyrstu trjárækt í Reykjavík sem kostaði ómælda baráttu við að koma af stað á sínum tíma. Úrtöluraddir, hagsmunagæsla og vantrú voru stórar hindranir fyrir því að hægt væri að koma landinu í fyrra horf. Jafnvel hefur okkur gefist tækifæri til að endurheimta land undan vatni líkt og gerðist í Elliðaárdal þegar lónið var tæmt í kjölfar þess að orkuvinnslu þar var hætt. Að hægt sé að komast á milli allra helstu útivistarsvæða borgarinnar án þess að fara yfir umferðargötur er einstakt, ekki bara hér, heldur m.v. allar aðrar borgir sem við berum okkur saman við. Gönguferð eða hjólatúr getur hafist í Hljómskálarðinum, farið um Öskjuhlíð, Fossvogsdal, inn Grafarvog og upp á Rauðavatnsheiðar, þaðan stóran hring í Heiðmörk og aftur niður í miðbæ um Elliðaárdal. Á allri þessari leið liggur leiðin yfir örfáar íbúðagötur en allar umferðaræðar eru þveraðar með göngum eða brúm. Þetta gerir borgina okkar stórkostlega. Margvísleg náttúru- og umhvefisupplifun er nærri okkur öllum. Við þurfum ekki að fara langar leiðir til að komast í samband við náttúruna. Með því að auka uppbyggingu innan núverandi borgarmarka í stað þess að brjóta ný svæði undir nýja byggð og þenja borgina enn frekar út, þá getur borgin okkar haft náttúruna í bakgarðinum um langa framtíð. Við Vinstri græn viljum hafa náttúruna með í öllu skipulagi og uppbyggingu, og auka aðgengi fólks að útvistarsvæðum með því að fjölga grænum svæðum á höfuðborgarsvæðinu, tryggja vernd vistkerfa og hlúa að líffræðilegri fjölbreytni. Höfundur er á lista Vinstri grænna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Vinstri græn Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Skoðun Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Eitt það jákvæða við að búa í borg eins og okkar er nálægðin við náttúruna. Hvort sem hún er manngerð eða eins og hún hefur verið um aldir, þá er aldrei langt að fara út í náttúruna hér í Reykjavík. Í borgarlandinu sjálfu förum við um skóga, sjáum fossa og enn má hér finna óspilltar strendur. Vissulega er mikið af þessari náttúru sem okkur er svo kær manngerð, en þá er oft um að ræða endurheimta náttúru eftir aldalanga nauðbeit og rányrkju. Það er ekki langt síðan að Öskjuhlíð var örfoka holt og sjálfur hef ég notið þess að fara þar um sem barn í kyrkingslegum kjarrskógi upp í það að ganga þar um í hávöxnum skjólgóðum skógi sem þar er í dag. Fleiri slíka staði getum við nefnt eins og Elliðaárdal, Heiðmörk og nú vaxa upp skógar víðar og mynda þannig ómetanlega unaðsreiti allt um borgarlandið. Það er ekki nema um öld síðan að uppi væru háværar raddir um að á Íslandi væri ekki hægt að rækta skóg. Í starfi mínu hannaði ég síðastliðið sumar fræðsluskilti um fyrstu trjárækt í Reykjavík sem kostaði ómælda baráttu við að koma af stað á sínum tíma. Úrtöluraddir, hagsmunagæsla og vantrú voru stórar hindranir fyrir því að hægt væri að koma landinu í fyrra horf. Jafnvel hefur okkur gefist tækifæri til að endurheimta land undan vatni líkt og gerðist í Elliðaárdal þegar lónið var tæmt í kjölfar þess að orkuvinnslu þar var hætt. Að hægt sé að komast á milli allra helstu útivistarsvæða borgarinnar án þess að fara yfir umferðargötur er einstakt, ekki bara hér, heldur m.v. allar aðrar borgir sem við berum okkur saman við. Gönguferð eða hjólatúr getur hafist í Hljómskálarðinum, farið um Öskjuhlíð, Fossvogsdal, inn Grafarvog og upp á Rauðavatnsheiðar, þaðan stóran hring í Heiðmörk og aftur niður í miðbæ um Elliðaárdal. Á allri þessari leið liggur leiðin yfir örfáar íbúðagötur en allar umferðaræðar eru þveraðar með göngum eða brúm. Þetta gerir borgina okkar stórkostlega. Margvísleg náttúru- og umhvefisupplifun er nærri okkur öllum. Við þurfum ekki að fara langar leiðir til að komast í samband við náttúruna. Með því að auka uppbyggingu innan núverandi borgarmarka í stað þess að brjóta ný svæði undir nýja byggð og þenja borgina enn frekar út, þá getur borgin okkar haft náttúruna í bakgarðinum um langa framtíð. Við Vinstri græn viljum hafa náttúruna með í öllu skipulagi og uppbyggingu, og auka aðgengi fólks að útvistarsvæðum með því að fjölga grænum svæðum á höfuðborgarsvæðinu, tryggja vernd vistkerfa og hlúa að líffræðilegri fjölbreytni. Höfundur er á lista Vinstri grænna í Reykjavík.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar