Árangur í þágu borgarbúa Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 12. maí 2022 07:46 Kjósendur í Reykjavík hafa um margt að velja þegar gengið verður til kosninga á laugardag. Framboðin eru jafn ólík og þau eru mörg en í grunninn snýst valið bara um tvennt, málefni og trúverðugleika. Hvað framboðin ætla að gera næstu árin og hvort þeim sé treyst til slíkra verka. Árangur og ábyrgð Stefna Viðreisnar í Reykjavík er skýr hvað þetta varðar og árangur flokksins í borgarstjórn talar líka sínu máli. Við viljum gæta að hagsmunum allra borgarbúa og beitum okkur fyrir frjálslyndum og réttlátum umbótum í þeirra þágu. Rauði þráðurinn í stefnu okkar hefur ávallt verið sá að sýna ábyrgð og vanda til verka þegar farið er með völdin. Fyrir komandi borgarstjórnarkosningar þýðir það að halda áfram ábyrgum rekstri á sama tíma og staðið er vörð um grunnþjónustuna. Þetta hefur einkennt okkar störf í borginni undir forystu Þórdísar Lóu, formanns borgarráðs, sem fer núna aftur fram sem oddviti flokksins. Staðreyndirnar liggja fyrir og þær sýna að fjárhagsstaðan er sterk. Skuldahlutfall borgarsjóðs er vel undir viðmiðum og skuldir á hvern íbúa eru lægri en í nærliggjandi sveitarfélögum. Á þessari braut þarf að halda áfram til að styrkja stöðu borgarinnar enn frekar. Það er einmitt á grundvelli góðs árangurs og skýrrar framtíðarstefnu sem við gerum umbæturnar að veruleika. Í anda þessa hefur Viðreisn kynnt ítarlega stefnumálaskrá fyrir næsta tímabil. Málefnin ráða för Við viljum til dæmis lækka fasteignaskatt á atvinnuhúsnæði, sem mun koma sér vel fyrir fyrirtæki sem sjá fram á sífellt hækkandi rekstrarkostnað vegna hækkana á fasteignamati. Við viljum líka styrkja skólana til að geta mætt öllum nemendum betur og gefa foreldrum val með því að auka framlag til sjálfstætt starfandi skóla gegn því að þeir taki ekki skólagjöld af foreldrum. Styrkja menntakerfið og stöðu barnafjölskyldna á sama tíma og stutt er við öflugt atvinnulíf. Þrátt fyrir mikinn árangur í rekstri eru svo líka tækifæri til að gera enn betur, meðal annars með stafrænni umbreytingu, fleiri útboðum á þjónustu og með því að losa um eignir á samkeppnismarkaði. Í húsnæðismálum er stefna okkar sú að lækka kostnað við nýbyggingar með einfaldara regluverki og tryggja nægilegt lóðaframboð á sama tíma og þéttingarstefnunni er fylgt eftir. Við höfum sýnt það í borgarstjórn að bæði er hægt. Á síðustu þremur árum hefur fullgerðum íbúðum fjölgað umtalsvert og stefnt er að enn frekari uppbyggingu á næstunni. Þúsundir íbúða munu rísa í Ártúnsholti, Úlfarsárdal, Gufunesi og Skerjafirði. Við viljum svo líka skipuleggja meiri byggð á Kjalarnesi. Ekki síst til að styrkja þar nærþjónustu. Skipulagsmál borgarinnar hafa því verið í góðum höndum undir formennsku okkar fulltrúa, Pawel Bartoszek, sem sækist eftir áframhaldandi stuðningi til góðra verka. Svipaðar sögur fara af metnaðarfullum verkefnum í samgöngumálum. Tekist hefur að efla almenningssamgöngur og undirbúningur hafinn að Borgarlínu. Því næst þarf auðvitað að hefja flutning flugvallarins úr Vatnsmýri, sem lengi hefur staðið til en stjórnarflokkarnir reynt að tefja hvað eftir öðru. Það má nefnilega ekki gleymast að framboðin sem nú fara fram verða ekki slitin frá þeim flokkum sem á bak við þau standa. Málefnin ráða för en trúverðugleikinn kemur líka sterkt við sögu. Höfum þetta hugfast og kjósum áframhaldandi árangur og ábyrgð á kjördag næsta laugardag. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Sjá meira
Kjósendur í Reykjavík hafa um margt að velja þegar gengið verður til kosninga á laugardag. Framboðin eru jafn ólík og þau eru mörg en í grunninn snýst valið bara um tvennt, málefni og trúverðugleika. Hvað framboðin ætla að gera næstu árin og hvort þeim sé treyst til slíkra verka. Árangur og ábyrgð Stefna Viðreisnar í Reykjavík er skýr hvað þetta varðar og árangur flokksins í borgarstjórn talar líka sínu máli. Við viljum gæta að hagsmunum allra borgarbúa og beitum okkur fyrir frjálslyndum og réttlátum umbótum í þeirra þágu. Rauði þráðurinn í stefnu okkar hefur ávallt verið sá að sýna ábyrgð og vanda til verka þegar farið er með völdin. Fyrir komandi borgarstjórnarkosningar þýðir það að halda áfram ábyrgum rekstri á sama tíma og staðið er vörð um grunnþjónustuna. Þetta hefur einkennt okkar störf í borginni undir forystu Þórdísar Lóu, formanns borgarráðs, sem fer núna aftur fram sem oddviti flokksins. Staðreyndirnar liggja fyrir og þær sýna að fjárhagsstaðan er sterk. Skuldahlutfall borgarsjóðs er vel undir viðmiðum og skuldir á hvern íbúa eru lægri en í nærliggjandi sveitarfélögum. Á þessari braut þarf að halda áfram til að styrkja stöðu borgarinnar enn frekar. Það er einmitt á grundvelli góðs árangurs og skýrrar framtíðarstefnu sem við gerum umbæturnar að veruleika. Í anda þessa hefur Viðreisn kynnt ítarlega stefnumálaskrá fyrir næsta tímabil. Málefnin ráða för Við viljum til dæmis lækka fasteignaskatt á atvinnuhúsnæði, sem mun koma sér vel fyrir fyrirtæki sem sjá fram á sífellt hækkandi rekstrarkostnað vegna hækkana á fasteignamati. Við viljum líka styrkja skólana til að geta mætt öllum nemendum betur og gefa foreldrum val með því að auka framlag til sjálfstætt starfandi skóla gegn því að þeir taki ekki skólagjöld af foreldrum. Styrkja menntakerfið og stöðu barnafjölskyldna á sama tíma og stutt er við öflugt atvinnulíf. Þrátt fyrir mikinn árangur í rekstri eru svo líka tækifæri til að gera enn betur, meðal annars með stafrænni umbreytingu, fleiri útboðum á þjónustu og með því að losa um eignir á samkeppnismarkaði. Í húsnæðismálum er stefna okkar sú að lækka kostnað við nýbyggingar með einfaldara regluverki og tryggja nægilegt lóðaframboð á sama tíma og þéttingarstefnunni er fylgt eftir. Við höfum sýnt það í borgarstjórn að bæði er hægt. Á síðustu þremur árum hefur fullgerðum íbúðum fjölgað umtalsvert og stefnt er að enn frekari uppbyggingu á næstunni. Þúsundir íbúða munu rísa í Ártúnsholti, Úlfarsárdal, Gufunesi og Skerjafirði. Við viljum svo líka skipuleggja meiri byggð á Kjalarnesi. Ekki síst til að styrkja þar nærþjónustu. Skipulagsmál borgarinnar hafa því verið í góðum höndum undir formennsku okkar fulltrúa, Pawel Bartoszek, sem sækist eftir áframhaldandi stuðningi til góðra verka. Svipaðar sögur fara af metnaðarfullum verkefnum í samgöngumálum. Tekist hefur að efla almenningssamgöngur og undirbúningur hafinn að Borgarlínu. Því næst þarf auðvitað að hefja flutning flugvallarins úr Vatnsmýri, sem lengi hefur staðið til en stjórnarflokkarnir reynt að tefja hvað eftir öðru. Það má nefnilega ekki gleymast að framboðin sem nú fara fram verða ekki slitin frá þeim flokkum sem á bak við þau standa. Málefnin ráða för en trúverðugleikinn kemur líka sterkt við sögu. Höfum þetta hugfast og kjósum áframhaldandi árangur og ábyrgð á kjördag næsta laugardag. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun