Kirkjan mæti trúarþörf fólksins í landinu Rúnar Vilhjálmsson skrifar 11. maí 2022 11:31 Þjóðkirkjan starfar nú undir nýjum rammalögum og nýrri fjárhagsskipan þar sem kirkjuþing setur henni starfsreglur og stjórnar fjárhaldi hennar og umsýslu. Mikilvægi þingsins hefur vaxið til muna og skiptir verulegu máli hvernig því tekst til á næstu árum. Kosið er rafrænt til kirkjuþings dagana 12.-17. þessa mánaðar. Ekki er líklegt að kjörið fái mikla athygli í öllu amstrinu sem fylgir sveitarstjórnarkosningum. Þörf á frekari lagabreytingum Enda þótt nýverið hafi verið sett ný lög um Þjóðkirkjuna er brýn þörf á að halda áfram umbótum á lagasviðinu. Endurskoða þarf lög um trúfélög og lífskoðunarfélög til þess að koma í veg fyrir að í skjóli laga geti þrifist óskyld starfsemi sem misnoti lýðræðishefðir og fjármuni gjaldenda. Þá þarf að breyta lögum um sóknargjöld til þess að bæta og tryggja stöðu safnaða og lífskoðunarfélaga og gera þeim kleift að sinna betur sínu fjölþætta og mikilvæga starfi. Söfnuðum og sóknum er of þröngur stakkur sniðinn og það ástand hefur varað of lengi. Heilbrigðismál og trúarlíf Í störfum mínum sem háskólakennari hef ég stundað rannsóknir og annast kennslu og leiðbeiningu nemenda á sviði heilbrigðismála, einkum um málefni er varða lifnaðarhætti, líðan og heilsu ungmenna, félagslegar aðstæður og geðheilbrigði fullorðinna, og skipulag og notkun heilbrigðisþjónustunnar. Trúarleg viðhorf og andleg málefni hafa tengst þessum viðfangsefnum. Í því sambandi hef ég á undanförnum árum haldið ýmis erindi á samkomum félagasamtaka og í safnaðarheimilum kirkjunnar um trúarlíf, trúarleg viðhorf og andlega líðan og heilsu Íslendinga. Boðskapur með fleiri boðleiðum Niðurstaða mín er sú að meðal fólksins í landinu sé rík trúarþörf sem kirkjur og söfnuðir landsins gætu komið enn betur til móts við en verið hefur. Mikilvægt er að kirkjuþing móti skýra stefnu í varðveislu- og boðun kristinnar trúar í landinu á komandi árum og að verkefni og ráðstöfun fjármuna kirkjunnar mótist af þeirri stefnu. Verkefnin eiga að fylgja stefnunni og fé verkefnunum. Á sama tíma benda rannsóknir mínar til að þeim landsmönnum fækki sem sæki almennar guðþjónustur eða taki þátt í safnaðarstarfi. Í þessu sambandi þarf að endurskoða boðleiðir kirkjunnar í samtímanum, bæði í raun- og netheimum, og nýta til þess reynslu undarfarinna ára. Fræðslustarf kirkjunnar þarf jafnframt að efla, sem og upplýsingagjöf, svo nýjar kynslóðir landsmanna fari ekki á mis við hinn mikilvæga boðskap kristinnar trúar og allt það góða starf sem fram fer innan kirkna og safnaða. Höfundur er frambjóðandi til kirkjuþings í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Þjóðkirkjan starfar nú undir nýjum rammalögum og nýrri fjárhagsskipan þar sem kirkjuþing setur henni starfsreglur og stjórnar fjárhaldi hennar og umsýslu. Mikilvægi þingsins hefur vaxið til muna og skiptir verulegu máli hvernig því tekst til á næstu árum. Kosið er rafrænt til kirkjuþings dagana 12.-17. þessa mánaðar. Ekki er líklegt að kjörið fái mikla athygli í öllu amstrinu sem fylgir sveitarstjórnarkosningum. Þörf á frekari lagabreytingum Enda þótt nýverið hafi verið sett ný lög um Þjóðkirkjuna er brýn þörf á að halda áfram umbótum á lagasviðinu. Endurskoða þarf lög um trúfélög og lífskoðunarfélög til þess að koma í veg fyrir að í skjóli laga geti þrifist óskyld starfsemi sem misnoti lýðræðishefðir og fjármuni gjaldenda. Þá þarf að breyta lögum um sóknargjöld til þess að bæta og tryggja stöðu safnaða og lífskoðunarfélaga og gera þeim kleift að sinna betur sínu fjölþætta og mikilvæga starfi. Söfnuðum og sóknum er of þröngur stakkur sniðinn og það ástand hefur varað of lengi. Heilbrigðismál og trúarlíf Í störfum mínum sem háskólakennari hef ég stundað rannsóknir og annast kennslu og leiðbeiningu nemenda á sviði heilbrigðismála, einkum um málefni er varða lifnaðarhætti, líðan og heilsu ungmenna, félagslegar aðstæður og geðheilbrigði fullorðinna, og skipulag og notkun heilbrigðisþjónustunnar. Trúarleg viðhorf og andleg málefni hafa tengst þessum viðfangsefnum. Í því sambandi hef ég á undanförnum árum haldið ýmis erindi á samkomum félagasamtaka og í safnaðarheimilum kirkjunnar um trúarlíf, trúarleg viðhorf og andlega líðan og heilsu Íslendinga. Boðskapur með fleiri boðleiðum Niðurstaða mín er sú að meðal fólksins í landinu sé rík trúarþörf sem kirkjur og söfnuðir landsins gætu komið enn betur til móts við en verið hefur. Mikilvægt er að kirkjuþing móti skýra stefnu í varðveislu- og boðun kristinnar trúar í landinu á komandi árum og að verkefni og ráðstöfun fjármuna kirkjunnar mótist af þeirri stefnu. Verkefnin eiga að fylgja stefnunni og fé verkefnunum. Á sama tíma benda rannsóknir mínar til að þeim landsmönnum fækki sem sæki almennar guðþjónustur eða taki þátt í safnaðarstarfi. Í þessu sambandi þarf að endurskoða boðleiðir kirkjunnar í samtímanum, bæði í raun- og netheimum, og nýta til þess reynslu undarfarinna ára. Fræðslustarf kirkjunnar þarf jafnframt að efla, sem og upplýsingagjöf, svo nýjar kynslóðir landsmanna fari ekki á mis við hinn mikilvæga boðskap kristinnar trúar og allt það góða starf sem fram fer innan kirkna og safnaða. Höfundur er frambjóðandi til kirkjuþings í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun