„Þetta er óásættanleg staða og mjög alvarleg“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. maí 2022 16:59 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að það sé óásættanlegt og mjög alvarlegt að í dag sé ekki hægt að manna þyrlu Landhelgisgæslunnar fyrir bráðaútköll en á tólfta tímanum í dag þurfti að flytja alvarlega slasaðan ökumann landleiðina því ekki tókst að leysa af veikan flugstjóra. Útlit sé fyrir að ekki muni rætast úr mönnunarstöðu hjá gæslunni fyrr en í fyrramálið. Jón sagðist í Reykjavík síðdegis í dag vona að þessi staða hafi ekki komið upp vegna kjarabaráttu flugmanna. Hann telji svo ekki vera samkvæmt hans upplýsingum. „Þetta er einstakt tilfelli. Menn vissu að það væru ákveðnir veikleikar á þessum tíma í mönnun sem helgast þá af meðal annars af þjálfunarmálum flugmanna. Menn hafa ekki komist erlendis í herma út af COVID ástandi og það spilar þar inn í. Það er ekkert annað hægt en að taka undir það að þetta er óásættanleg staða og mjög alvarleg.“ Engu að síður segir hann að það sé bagalegt að ekki hafi náðst að ljúka kjarasamningum við flugmenn hjá Landhelgisgæslunni, þeir hafi verið lausir of lengi. Ræddi við forstjóra Gæslunnar í dag Landhelgisgæslan hefur í sínum rekstri sex þyrluáhafnir en Jón segir að bent hafi verið á að það vanti þá sjöundu til að geta haldið úti fullmönnuðu viðbragði. „Við höfum í fjármálaáætlun hér í dómsmálaráðuneytinu gert grein fyrir því gagnvart fjárveitingavaldinu á Alþingi að rekstrarstaða stofnunarinnar, til að geta haldið uppi fullu viðbragði, að úr henni þurfi að bæta og við gerum okkur væntingar um að fá áheyrn í þeim málum.“ Jón kveðst hafa rætt við forstjóra Landhelgisgæslunnar í dag. Þar séu menn áhyggjufullir yfir stöðunni og að verið sé að skoða málið. Landhelgisgæslan Kjaramál Fréttir af flugi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Aðeins tímaspursmál að þyrla yrði ekki til taks Það var ekki spurning um hvort heldur hvenær sú staða kæmi upp að ekki væri hægt að manna þyrlu Landhelgisgæslunnar fyrir útkall líkt og gerðist í dag, að sögn formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. 10. maí 2022 15:31 Enginn flugstjóri fæst á vakt hjá Landhelgisgæslunni í dag Enginn flugstjóri er á vakt til að fljúga þyrlum Landhelgisgæslunnar í dag. Fyrir vikið er þyrlan ekki til taks. Verið er að flytja einstakling landleiðina sem slasaðist alvarlega undir Eyjafjöllum í morgun. 10. maí 2022 13:24 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Sjá meira
Jón sagðist í Reykjavík síðdegis í dag vona að þessi staða hafi ekki komið upp vegna kjarabaráttu flugmanna. Hann telji svo ekki vera samkvæmt hans upplýsingum. „Þetta er einstakt tilfelli. Menn vissu að það væru ákveðnir veikleikar á þessum tíma í mönnun sem helgast þá af meðal annars af þjálfunarmálum flugmanna. Menn hafa ekki komist erlendis í herma út af COVID ástandi og það spilar þar inn í. Það er ekkert annað hægt en að taka undir það að þetta er óásættanleg staða og mjög alvarleg.“ Engu að síður segir hann að það sé bagalegt að ekki hafi náðst að ljúka kjarasamningum við flugmenn hjá Landhelgisgæslunni, þeir hafi verið lausir of lengi. Ræddi við forstjóra Gæslunnar í dag Landhelgisgæslan hefur í sínum rekstri sex þyrluáhafnir en Jón segir að bent hafi verið á að það vanti þá sjöundu til að geta haldið úti fullmönnuðu viðbragði. „Við höfum í fjármálaáætlun hér í dómsmálaráðuneytinu gert grein fyrir því gagnvart fjárveitingavaldinu á Alþingi að rekstrarstaða stofnunarinnar, til að geta haldið uppi fullu viðbragði, að úr henni þurfi að bæta og við gerum okkur væntingar um að fá áheyrn í þeim málum.“ Jón kveðst hafa rætt við forstjóra Landhelgisgæslunnar í dag. Þar séu menn áhyggjufullir yfir stöðunni og að verið sé að skoða málið.
Landhelgisgæslan Kjaramál Fréttir af flugi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Aðeins tímaspursmál að þyrla yrði ekki til taks Það var ekki spurning um hvort heldur hvenær sú staða kæmi upp að ekki væri hægt að manna þyrlu Landhelgisgæslunnar fyrir útkall líkt og gerðist í dag, að sögn formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. 10. maí 2022 15:31 Enginn flugstjóri fæst á vakt hjá Landhelgisgæslunni í dag Enginn flugstjóri er á vakt til að fljúga þyrlum Landhelgisgæslunnar í dag. Fyrir vikið er þyrlan ekki til taks. Verið er að flytja einstakling landleiðina sem slasaðist alvarlega undir Eyjafjöllum í morgun. 10. maí 2022 13:24 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Sjá meira
Aðeins tímaspursmál að þyrla yrði ekki til taks Það var ekki spurning um hvort heldur hvenær sú staða kæmi upp að ekki væri hægt að manna þyrlu Landhelgisgæslunnar fyrir útkall líkt og gerðist í dag, að sögn formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. 10. maí 2022 15:31
Enginn flugstjóri fæst á vakt hjá Landhelgisgæslunni í dag Enginn flugstjóri er á vakt til að fljúga þyrlum Landhelgisgæslunnar í dag. Fyrir vikið er þyrlan ekki til taks. Verið er að flytja einstakling landleiðina sem slasaðist alvarlega undir Eyjafjöllum í morgun. 10. maí 2022 13:24