Borgarbyggð — samkeppnishæft sveitafélag Anna Helga Sigfúsdóttir skrifar 9. maí 2022 18:00 Það er hverju sveitafélagi nauðsynlegt að stækka og vaxa eigi það að halda velli og því mikilvægt að sveitastjórn Borgarbyggðar hugi vel að þeim málum. Til þess að fólk og fjölskyldur vilji flytja á nýjan stað þarf ýmislegt að ganga upp. Oftast horfir fólk fyrst til skólamála og gæða þeirra því börnin okkar eru jú framtíðin. Börnin okkar munu taka við okkar störfum og skapa ný, samfélaginu til heilla og því er mikilvægt að hlúa vel að málefnum barna. Borgarbyggð er eitt fárra sveitafélaga á landinu sem státar af öllum skólastigum, leikskóla, grunnskóla, menntaskóla og háskóla. Hér er lögð áhersla á menntun barna, unglinga og fullorðinna með sterkum og framsæknum skólum. En við getum ekki látið þar við sitja. Við verðum að halda áfram í þróun skólastarfs og vera framsækin og vel upplýst. Við í Samfylkingunni/Viðreisn leggjum mikla áherslu á fræðslu- og tómstundamál og er það stefna okkar gera að leikskóla gjaldfrjálsa í raunhæfum skrefum, með það fyrir augum að jafna aðstöðumun barna og fjölskyldna. Við viljum auka áherslu á upplýsingatækni, upplýsingalæsi, ábyrga netnotkun og stafræna borgaravitund í grunnskólunum. Einnig þarf að efla stoðþjónustu í leik- og grunnskólum og auka tæknivæðingu grunnskólanna. Stöðugt er verið að tala um að verið sé að undirbúa nemendur undir störf framtíðarinnar sem við vitum ekki hver verða, því ætti ein tölva/tæki á nemanda í unglingadeild að vera eðlileg krafa. En skólamálin eru ekki það eina sem fjölskyldur horfa til þegar hugað er að flutningi í nýtt sveitarfélag. Atvinnu- og húsnæðismál þurfa að vera í góðum gír og þar þarf Borgarbyggð spýta í lófana. Hér þurfa að vera störf fyrir íbúa, nýja jafnt sem þá sem fyrir eru. Fjölbreytt atvinnutækifæri svo allir finni áhuga sínum, menntun og metnaði góðan farveg. Við þurfum að efla atvinnusköpun í sveitarfélaginu, laða til okkar fyrirtæki, stór og smá og vera þá tilbúin með húsnæði og/eða lóðir til byggingar atvinnuhúsnæðis. Einnig þarf að hlúa vel að þeirri atvinnusköpun sem fyrir er í héraðinu og má í því sambandi taka sem dæmi landbúnað, garðyrkju og ferðaþjónustu og mikilvægt er að standa vörð um hagsmuni þeirra. Svo þarf húsnæði og lóðir til húsbygginga að vera til staðar og því viljum við að lokið verði við gerð deiliskipulags fyrir öll svæði í Borgarnesi á næstu fjórum árum. Að auki þarf að skoða möguleika á uppbyggingu annarra þéttbýliskjarna í sveitarfélaginu. Samfylkingin/Viðreisn ætlar einnig að styðja við frumkvöðlastarf og nýsköpun og móta framtíðarsýn varðandi íbúafjölgun, fjölgun atvinnutækifæra, þjónustu við ferðamenn og ánægju íbúa. Heilsa og vellíðan íbúa og aukin lífsgæði skiptir að sjálfsögðu höfuðmáli þegar við veljum okkur sveitafélag til að búa í. Borgarbyggð er heilsueflandi samfélag og við í Samfylkingunni/Viðreisn horfum til þess að auka sjálfstæði og vitundarvakningu íbúa í lýðheilsumálum, útvíkka frístundastyrkinn svo börn og fjölskyldur geti notað hann í hvaða tómstundir sem er, hvar sem er á landinu og styðja vel við ungmennastarf. Bygging nýs íþróttahúss í Borgarnesi í samvinnu við íþróttahreyfinguna og íbúa er einnig stór þáttur í heilsueflingu og aukinni vellíðanar íbúa. Að því sögðu ætlum við í Samfylkingunni/Viðreisn að þrýsta á ríkið að taka málefni heilsugæslunnar til gagngerrar endurskoðunar. Hér þarf að fjölga fastráðunum læknum og skapa heilbrigðisstarfsfólki ákjósanlegan vinnustað til lengri tíma. Mikilvægt er að haft sé samráð við þjónustuþega um mótun stefnu í þeirra málum og efla samstarf Borgarbyggðar og HVE með velferð íbúa að leiðarljósi. Stolt hvers sveitarfélags tengist oftar en ekki menningu. Menning hefur bæði félagslegan og efnahagslegan ávinning og skapandi greinar verða sífellt meira áberandi í atvinnulífinu og við það bætist að eftirspurn eftir hvers konar list er stöðugt að aukast. Mikilvægt er að styðja vel við þá menningarstarfsemi sem fyrir er hvar sem er í héraðinu og auka sýnileika hennar, sem og að gefa nýju listafólki tækifæri á að sýna og sinna list sinni hér. Samfylkingin/Viðreisn vill að starfsemi Safnahússins sé efld og bókasafnið sé gert að vinsælum íverustað barna og fullorðinna. Að stutt sé við samvinnu milli þeirra aðila og félagasamtaka sem starfa í listum og menningu í sveitafélaginu og kanna möguleikann á stofnun varðveisluseturs fyrir safnmuni í samstarfi nágranna-sveitafélög. Þetta og margt fleira ætlum við í Samfylkingunni/Viðreisn að vinna að fáum við kjörgengi þann 14. maí næstkomandi. Við ætlum að vinna að hag Borgarbyggðar í öllum skilningi þess orðs, við ætlum að vinna fyrst og fremst fyrir Borgarbyggð. Settu x við A! Höfundur er leikskólakennari og skipar 4. sæti sameiginlegs framboðs Samfylkingarinnar og Viðreisnar í Borgarbyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Borgarbyggð Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Það er hverju sveitafélagi nauðsynlegt að stækka og vaxa eigi það að halda velli og því mikilvægt að sveitastjórn Borgarbyggðar hugi vel að þeim málum. Til þess að fólk og fjölskyldur vilji flytja á nýjan stað þarf ýmislegt að ganga upp. Oftast horfir fólk fyrst til skólamála og gæða þeirra því börnin okkar eru jú framtíðin. Börnin okkar munu taka við okkar störfum og skapa ný, samfélaginu til heilla og því er mikilvægt að hlúa vel að málefnum barna. Borgarbyggð er eitt fárra sveitafélaga á landinu sem státar af öllum skólastigum, leikskóla, grunnskóla, menntaskóla og háskóla. Hér er lögð áhersla á menntun barna, unglinga og fullorðinna með sterkum og framsæknum skólum. En við getum ekki látið þar við sitja. Við verðum að halda áfram í þróun skólastarfs og vera framsækin og vel upplýst. Við í Samfylkingunni/Viðreisn leggjum mikla áherslu á fræðslu- og tómstundamál og er það stefna okkar gera að leikskóla gjaldfrjálsa í raunhæfum skrefum, með það fyrir augum að jafna aðstöðumun barna og fjölskyldna. Við viljum auka áherslu á upplýsingatækni, upplýsingalæsi, ábyrga netnotkun og stafræna borgaravitund í grunnskólunum. Einnig þarf að efla stoðþjónustu í leik- og grunnskólum og auka tæknivæðingu grunnskólanna. Stöðugt er verið að tala um að verið sé að undirbúa nemendur undir störf framtíðarinnar sem við vitum ekki hver verða, því ætti ein tölva/tæki á nemanda í unglingadeild að vera eðlileg krafa. En skólamálin eru ekki það eina sem fjölskyldur horfa til þegar hugað er að flutningi í nýtt sveitarfélag. Atvinnu- og húsnæðismál þurfa að vera í góðum gír og þar þarf Borgarbyggð spýta í lófana. Hér þurfa að vera störf fyrir íbúa, nýja jafnt sem þá sem fyrir eru. Fjölbreytt atvinnutækifæri svo allir finni áhuga sínum, menntun og metnaði góðan farveg. Við þurfum að efla atvinnusköpun í sveitarfélaginu, laða til okkar fyrirtæki, stór og smá og vera þá tilbúin með húsnæði og/eða lóðir til byggingar atvinnuhúsnæðis. Einnig þarf að hlúa vel að þeirri atvinnusköpun sem fyrir er í héraðinu og má í því sambandi taka sem dæmi landbúnað, garðyrkju og ferðaþjónustu og mikilvægt er að standa vörð um hagsmuni þeirra. Svo þarf húsnæði og lóðir til húsbygginga að vera til staðar og því viljum við að lokið verði við gerð deiliskipulags fyrir öll svæði í Borgarnesi á næstu fjórum árum. Að auki þarf að skoða möguleika á uppbyggingu annarra þéttbýliskjarna í sveitarfélaginu. Samfylkingin/Viðreisn ætlar einnig að styðja við frumkvöðlastarf og nýsköpun og móta framtíðarsýn varðandi íbúafjölgun, fjölgun atvinnutækifæra, þjónustu við ferðamenn og ánægju íbúa. Heilsa og vellíðan íbúa og aukin lífsgæði skiptir að sjálfsögðu höfuðmáli þegar við veljum okkur sveitafélag til að búa í. Borgarbyggð er heilsueflandi samfélag og við í Samfylkingunni/Viðreisn horfum til þess að auka sjálfstæði og vitundarvakningu íbúa í lýðheilsumálum, útvíkka frístundastyrkinn svo börn og fjölskyldur geti notað hann í hvaða tómstundir sem er, hvar sem er á landinu og styðja vel við ungmennastarf. Bygging nýs íþróttahúss í Borgarnesi í samvinnu við íþróttahreyfinguna og íbúa er einnig stór þáttur í heilsueflingu og aukinni vellíðanar íbúa. Að því sögðu ætlum við í Samfylkingunni/Viðreisn að þrýsta á ríkið að taka málefni heilsugæslunnar til gagngerrar endurskoðunar. Hér þarf að fjölga fastráðunum læknum og skapa heilbrigðisstarfsfólki ákjósanlegan vinnustað til lengri tíma. Mikilvægt er að haft sé samráð við þjónustuþega um mótun stefnu í þeirra málum og efla samstarf Borgarbyggðar og HVE með velferð íbúa að leiðarljósi. Stolt hvers sveitarfélags tengist oftar en ekki menningu. Menning hefur bæði félagslegan og efnahagslegan ávinning og skapandi greinar verða sífellt meira áberandi í atvinnulífinu og við það bætist að eftirspurn eftir hvers konar list er stöðugt að aukast. Mikilvægt er að styðja vel við þá menningarstarfsemi sem fyrir er hvar sem er í héraðinu og auka sýnileika hennar, sem og að gefa nýju listafólki tækifæri á að sýna og sinna list sinni hér. Samfylkingin/Viðreisn vill að starfsemi Safnahússins sé efld og bókasafnið sé gert að vinsælum íverustað barna og fullorðinna. Að stutt sé við samvinnu milli þeirra aðila og félagasamtaka sem starfa í listum og menningu í sveitafélaginu og kanna möguleikann á stofnun varðveisluseturs fyrir safnmuni í samstarfi nágranna-sveitafélög. Þetta og margt fleira ætlum við í Samfylkingunni/Viðreisn að vinna að fáum við kjörgengi þann 14. maí næstkomandi. Við ætlum að vinna að hag Borgarbyggðar í öllum skilningi þess orðs, við ætlum að vinna fyrst og fremst fyrir Borgarbyggð. Settu x við A! Höfundur er leikskólakennari og skipar 4. sæti sameiginlegs framboðs Samfylkingarinnar og Viðreisnar í Borgarbyggð.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun