Víkingar áttu að fá tvö augljós víti í gær: „Þetta er alveg eðlisfræði-vítaspyrna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. maí 2022 09:01 Víkingar áttu að fá tvö augljóst víti í Efra-Breiðholtinu í gær en varnarmenn Leiknis sluppu með skrekkinn hjá Þorvaldi Árnasyni dómara. S2 Sport Þorvaldur Árnason sleppti tveimur augljósum vítaspyrnum í leik Leiknis og Víkings í Bestu deildinni í gærkvöldi og Víkingarnir þurftu svo sannarlega á þeim að halda í þessu markalausa jafntefli. Þorvaldur hefði líka getað dæmt þriðja vítið en það var ekki nærri því eins augljóst og hinar tvær. Stúkan fór yfir þessi brot sem Leiknismenn komust upp með í vítateignum sínum í gær. „Við skulum kíkja á þessar vítaspyrnur sem Víkingarnir vildu fá í leiknum. Strákar þetta er eins borðleggjandi og það getur orðið,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason, umsjónarmaður Stúkunnar í gær. Fyrst var farið yfir það þegar Víkingurinn Nikolaj Hansen er á undan í boltann og Viktor Freyr Sigurðsson, markvörður Leiknis, er of seinn og fer í hann. „Þetta er alveg eðlisfræði-vítaspyrna. Við getum kallað hana það,“ sagði Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur Stúkunnar. „Þetta er klárt. Þetta er púra víti. Þorvaldur er á fínum stað og það er alveg ótrúlegt að hann flauti ekki,“ sagði Reynir Leósson, hinn sérfræðingur Stúkunnar í gær. Næst var skoðað þegar Daði Bærings Halldórsson, varnarmaður Leiknis, stígur ofan á ristina á Víkingnum Ara Sigurpálssyni. „Þetta er púra víti og þetta sést rosalega vel hérna. Hann stígur þarna bara á ristina á honum og þetta er klárt víti,“ sagði Reynir. Sérfræðingarnir voru ekki eins vissir um þriðju beiðni Víkinga um að fá víti. „Þetta er aðeins meira spurningamerki,“ sagði Þorkell Máni. „Mér finnst tvö klár. Þarna gerir hann tilkall til þess að fá víti og hann er vissulega á undan. Hann pikkar í boltann og fær sparkið aftan í sig,“ sagði Reynir. „Það hefði verið hægt að dæma víti og það hefði ekki verið hægt að segja mikið,“ sagði Þorkell Máni. Það má sjá þessi þrjú brot í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Vítaspyrnurnar sem Víkingar áttu að fá á móti Leikni Besta deild karla Stúkan Víkingur Reykjavík Leiknir Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira
Þorvaldur hefði líka getað dæmt þriðja vítið en það var ekki nærri því eins augljóst og hinar tvær. Stúkan fór yfir þessi brot sem Leiknismenn komust upp með í vítateignum sínum í gær. „Við skulum kíkja á þessar vítaspyrnur sem Víkingarnir vildu fá í leiknum. Strákar þetta er eins borðleggjandi og það getur orðið,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason, umsjónarmaður Stúkunnar í gær. Fyrst var farið yfir það þegar Víkingurinn Nikolaj Hansen er á undan í boltann og Viktor Freyr Sigurðsson, markvörður Leiknis, er of seinn og fer í hann. „Þetta er alveg eðlisfræði-vítaspyrna. Við getum kallað hana það,“ sagði Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur Stúkunnar. „Þetta er klárt. Þetta er púra víti. Þorvaldur er á fínum stað og það er alveg ótrúlegt að hann flauti ekki,“ sagði Reynir Leósson, hinn sérfræðingur Stúkunnar í gær. Næst var skoðað þegar Daði Bærings Halldórsson, varnarmaður Leiknis, stígur ofan á ristina á Víkingnum Ara Sigurpálssyni. „Þetta er púra víti og þetta sést rosalega vel hérna. Hann stígur þarna bara á ristina á honum og þetta er klárt víti,“ sagði Reynir. Sérfræðingarnir voru ekki eins vissir um þriðju beiðni Víkinga um að fá víti. „Þetta er aðeins meira spurningamerki,“ sagði Þorkell Máni. „Mér finnst tvö klár. Þarna gerir hann tilkall til þess að fá víti og hann er vissulega á undan. Hann pikkar í boltann og fær sparkið aftan í sig,“ sagði Reynir. „Það hefði verið hægt að dæma víti og það hefði ekki verið hægt að segja mikið,“ sagði Þorkell Máni. Það má sjá þessi þrjú brot í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Vítaspyrnurnar sem Víkingar áttu að fá á móti Leikni
Besta deild karla Stúkan Víkingur Reykjavík Leiknir Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira