Garðabær fyrir öll – líka fötluð Árni Björn Kristjánsson skrifar 8. maí 2022 14:30 Þegar ég vaknaði í morgun rifjaðist upp fyrir mér draumur. Mig dreymdi draum sem var ótrúlega skýr og raunverulegur. Ég þurfti að hrista hausinn nokkrum sinnum til þess að átta mig á að ég var í sama veruleika og þegar ég hafði dottið út í gærkvöldi. Þessi draumur var ekki aðeins raunverulegur heldur var hann líka raunhæfur. Í draumnum hafði allt snarnúist við í þjónustu Garðabæjar gagnvart okkur fjölskyldunni vegna þeirrar þjónustu sem fötluð og langveik dóttir mín þarf á að halda. Í draumnum var ég var að brasa í flutningum til Garðabæjar með fjölskyldu minni. Við vorum að gera og græja allt sem þarf til að dóttir okkar kæmist sem allra fyrst í sína mikilvægu rútínu. Viðmótið sem mætti mér hjá bænum mun aldrei hverfa úr minni mínu. Okkur var tekið með opnum örmum og boðin velkomin í nýtt sveitarfélag. Næsta sem gerðist var að Garðabær sinnti frumkvæðisskyldu sinni sem hvílir á sveitarfélögum og okkur voru kynnt hver væru næstu skref í okkar ferli. Viðmótið sem mætti okkur var fjölskyldunni svo óendanlega dýrmætt. Það er ekki alveg eins einfalt að flytja á milli staða og ætla mætti þegar einn af fjölskyldumeðlimum er fötluð manneskja og langveik. Það þarf að tryggja þessa daglegu þjónustu sem dóttir mín þarf á að halda og sveitarfélaginu ber að veita til þess að hún geti tekist á við athafnir daglegs lífs. Allt frá því að koma sér á fætur, borða, komast í skólann, iðjuþjálfun og aðra sérfræðiþjálfun, íþrótta- og tómstundaiðkun og þar til hún leggst á koddann sinn og sofnar. Þjónustan heldur svo áfram yfir nóttina þar sem hún þarf stöðugan stuðning allan sólahringinn vegna síns sjúkdóms. Í draumnum hafði Garðabær tekið ákvörðun um að styrkja stjórnsýsluna og fylgja frumkvæðisskyldu sinni markvisst án afsláttar og við þurftum ekki að byrja á því að leita uppi alla þjónustu. Þess í stað var okkur strax beint til félagsráðgjafa sem annast allt utanumhald og rafræna gátt sem heldur utan um öll okkar mál. Í draumnum hafði Garðabær tekið þá ákvörðun að mæta þörfum fatlaðra einstaklinga og fjölskyldum þeirra alveg 100% út frá faglegu mati sérfræðinga um hver væri raunveruleg þörf hins fatlaða. Enginn afsláttur. Það er von Því verður seint lýst fyllilega hversu mikill léttir slík aðkoma sveitarfélagsins að þörfum fjölskyldunnar vegna fatlaðrar dóttur minnar er fyrir okkur foreldrana. Það er áfall að eignast fatlað barn, finna vanmátt sinn og mæta kerfi sem hreyfist hægt. Það er sárt að geta ekki aðhafst, hafa ekki stjórn og geta ekki gert betur en vita að það er hægt. Þessi dásamlegi draumur sem mig dreymdi vakti með mér von og er í raun sá veruleiki sem ekki bara mig langar að lifa heldur sem mig langar að allt fatlað fólk fái að lifa. Það eru enginn forréttindi heldur aðeins sjálfsögð mannréttindi. Ég deili draumnum því hann er sá sem ég vil láta rætast. Við í Viðreisn viljum gera mikið betur. Höfundur skipar 4. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ og er aðstoðarmaður fasteignasala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Björn Kristjánsson Viðreisn Garðabær Málefni fatlaðs fólks Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég vaknaði í morgun rifjaðist upp fyrir mér draumur. Mig dreymdi draum sem var ótrúlega skýr og raunverulegur. Ég þurfti að hrista hausinn nokkrum sinnum til þess að átta mig á að ég var í sama veruleika og þegar ég hafði dottið út í gærkvöldi. Þessi draumur var ekki aðeins raunverulegur heldur var hann líka raunhæfur. Í draumnum hafði allt snarnúist við í þjónustu Garðabæjar gagnvart okkur fjölskyldunni vegna þeirrar þjónustu sem fötluð og langveik dóttir mín þarf á að halda. Í draumnum var ég var að brasa í flutningum til Garðabæjar með fjölskyldu minni. Við vorum að gera og græja allt sem þarf til að dóttir okkar kæmist sem allra fyrst í sína mikilvægu rútínu. Viðmótið sem mætti mér hjá bænum mun aldrei hverfa úr minni mínu. Okkur var tekið með opnum örmum og boðin velkomin í nýtt sveitarfélag. Næsta sem gerðist var að Garðabær sinnti frumkvæðisskyldu sinni sem hvílir á sveitarfélögum og okkur voru kynnt hver væru næstu skref í okkar ferli. Viðmótið sem mætti okkur var fjölskyldunni svo óendanlega dýrmætt. Það er ekki alveg eins einfalt að flytja á milli staða og ætla mætti þegar einn af fjölskyldumeðlimum er fötluð manneskja og langveik. Það þarf að tryggja þessa daglegu þjónustu sem dóttir mín þarf á að halda og sveitarfélaginu ber að veita til þess að hún geti tekist á við athafnir daglegs lífs. Allt frá því að koma sér á fætur, borða, komast í skólann, iðjuþjálfun og aðra sérfræðiþjálfun, íþrótta- og tómstundaiðkun og þar til hún leggst á koddann sinn og sofnar. Þjónustan heldur svo áfram yfir nóttina þar sem hún þarf stöðugan stuðning allan sólahringinn vegna síns sjúkdóms. Í draumnum hafði Garðabær tekið ákvörðun um að styrkja stjórnsýsluna og fylgja frumkvæðisskyldu sinni markvisst án afsláttar og við þurftum ekki að byrja á því að leita uppi alla þjónustu. Þess í stað var okkur strax beint til félagsráðgjafa sem annast allt utanumhald og rafræna gátt sem heldur utan um öll okkar mál. Í draumnum hafði Garðabær tekið þá ákvörðun að mæta þörfum fatlaðra einstaklinga og fjölskyldum þeirra alveg 100% út frá faglegu mati sérfræðinga um hver væri raunveruleg þörf hins fatlaða. Enginn afsláttur. Það er von Því verður seint lýst fyllilega hversu mikill léttir slík aðkoma sveitarfélagsins að þörfum fjölskyldunnar vegna fatlaðrar dóttur minnar er fyrir okkur foreldrana. Það er áfall að eignast fatlað barn, finna vanmátt sinn og mæta kerfi sem hreyfist hægt. Það er sárt að geta ekki aðhafst, hafa ekki stjórn og geta ekki gert betur en vita að það er hægt. Þessi dásamlegi draumur sem mig dreymdi vakti með mér von og er í raun sá veruleiki sem ekki bara mig langar að lifa heldur sem mig langar að allt fatlað fólk fái að lifa. Það eru enginn forréttindi heldur aðeins sjálfsögð mannréttindi. Ég deili draumnum því hann er sá sem ég vil láta rætast. Við í Viðreisn viljum gera mikið betur. Höfundur skipar 4. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ og er aðstoðarmaður fasteignasala.
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun