Fjóla Signý er sú eina sem ræktar rófufræ á Íslandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. maí 2022 21:03 Fjóla Signý er sú eina sem ræktar rófufræ og treysta allir rófubændur á Íslandi á að geta fengið fræ hjá henni. Íslenska Sandvíkurrófufræið þykir bragðbetra og harðgerðara en annað innflutt fræ. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íslendingar eru sjálfbærir í rófurækt og munu því alltaf eiga þessa góðu matjurt sama hvað gengur á. Sandvíkur rófufræið er undirstaða ræktunarinnar, sem grænmetisbændur eru nú í óða önn að setja niður. Fjóla Signý Hannesdóttir er tekin við af öldruðum föður sínum að rækta rófur og rófufræ í Sandvík í Sveitarfélaginu Árborg. Hún er sú eina sem ræktar rófufræ og treysta allir rófubændur á Íslandi á að geta fengið fræ hjá Fjólu. Sandvíkurrófufræið þykir bragðbetra og harðgerðara en annað innflutt fræ. Sandvíkurfræið gefst aldrei upp, það sprettur sama hvernig sumarið er á Íslandi. „Þegar ég er búin að handvelja rófurnar bleyti ég ræturnar vel og set þær alveg á kaf ofan í holuna þannig að kálið stendur bara upp úr. Við erum sjálfbær á Íslandi í rófum núna, sem að skiptir miklu máli í þessu ástandi, það er stríð, Covid og allt svona,“ segir Fjóla Signý. Fjóla segist vera vör við það að fleiri og fleiri bændur eru að fara út í rófurækt því uppskeran er hundrað prósent örugg og rófur eru vinsælar hjá landsmönnum. „Í þessari hollustu, sem er búin að vera síðustu ár þá hefur áhuginn á rófum aukist og að borða þær sem snakk, og já, fólk borðar bara meira af rófum og íslensku grænmeti,“ bætir Fjóla við. Fjóla Signý segist vera lítil í rófuræktun en stór í fræjunum. Hún ræktar um 18 kg af fræi á ári hverju. Hún sáði síðasta sumar um 250-300 gr og fékk 15 tonn af rófum. Þannig passar hennar fræræktun fyrir alla rófuuppskeru á Íslandi, sem eru á milli 900-1100 tonn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjóla uppsker um 15 tonn af rófum á haustin, sem þykir frekar lítið miðað við aðra rófubændur en rófufræið er hennar aðalmál því hún er sú eina á Íslandi, sem ræktar rófufræ til sölu en hún ræktar um 18 kíló af fræi á hverju ári. „Þetta er í rauninni hugsjónastarf, þetta er ekki launaða vinnan mín,“ segir Fjóla Signý enn fremur. Það er ekki bara mannfólkinu, sem þykja rófur góðar því hundurinn Vinur hjá Fjólu Signý elskar rófurnar hennar. Árborg Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Fjóla Signý Hannesdóttir er tekin við af öldruðum föður sínum að rækta rófur og rófufræ í Sandvík í Sveitarfélaginu Árborg. Hún er sú eina sem ræktar rófufræ og treysta allir rófubændur á Íslandi á að geta fengið fræ hjá Fjólu. Sandvíkurrófufræið þykir bragðbetra og harðgerðara en annað innflutt fræ. Sandvíkurfræið gefst aldrei upp, það sprettur sama hvernig sumarið er á Íslandi. „Þegar ég er búin að handvelja rófurnar bleyti ég ræturnar vel og set þær alveg á kaf ofan í holuna þannig að kálið stendur bara upp úr. Við erum sjálfbær á Íslandi í rófum núna, sem að skiptir miklu máli í þessu ástandi, það er stríð, Covid og allt svona,“ segir Fjóla Signý. Fjóla segist vera vör við það að fleiri og fleiri bændur eru að fara út í rófurækt því uppskeran er hundrað prósent örugg og rófur eru vinsælar hjá landsmönnum. „Í þessari hollustu, sem er búin að vera síðustu ár þá hefur áhuginn á rófum aukist og að borða þær sem snakk, og já, fólk borðar bara meira af rófum og íslensku grænmeti,“ bætir Fjóla við. Fjóla Signý segist vera lítil í rófuræktun en stór í fræjunum. Hún ræktar um 18 kg af fræi á ári hverju. Hún sáði síðasta sumar um 250-300 gr og fékk 15 tonn af rófum. Þannig passar hennar fræræktun fyrir alla rófuuppskeru á Íslandi, sem eru á milli 900-1100 tonn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjóla uppsker um 15 tonn af rófum á haustin, sem þykir frekar lítið miðað við aðra rófubændur en rófufræið er hennar aðalmál því hún er sú eina á Íslandi, sem ræktar rófufræ til sölu en hún ræktar um 18 kíló af fræi á hverju ári. „Þetta er í rauninni hugsjónastarf, þetta er ekki launaða vinnan mín,“ segir Fjóla Signý enn fremur. Það er ekki bara mannfólkinu, sem þykja rófur góðar því hundurinn Vinur hjá Fjólu Signý elskar rófurnar hennar.
Árborg Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira