Kæru Akureyringar Snorri Ásmundsson skrifar 7. maí 2022 18:33 Eftir viku er kosið í sveitarstjórnarkosningum og ég óska eftir umboði ykkar til að starfa fyrir bæinn. Ég hef ekki starfað hjá bænum síðan í vinnuskólanum sem unglingur, en hef þó lagt mitt af mörkum við að lífga bæjarlífið. Kosningarnar gætu verið mikilvægustu kosningar í bænum í langan tíma. Við lifum á miklum breytingatímum og má líkja samtímanum við vísindaskáldsögu. Á svoleiðis tímum þarf nýja hugsun og nýja nálgun. Öryggistilfinningin eða þráin eftir henni gæti fengið fólk til að kjósa með óttanum en ekki hjartanu. Kjósendum gæti jafnvel dottið í hug að það væri öruggast að kjósa fjórflokkinn eða eitthvað enn verra? Kjósandi góður hafðu það hugfast að listi kattaframboðsins og tilvera hans er enginn tilviljun. Ég geri mér fulla grein fyrir að ég er umdeildur maður og það er mjög gott fyrir stjórnmálamann að vera það. Að vera umdeildur og þola áreitið sem því fylgir. Akureyri er fæðingabær minn og þar átti ég fallega og skemmtilega barnæsku. Akureyri er er einn af fallegustu bæjum sem fyrirfinnst og auk þess í besta bæjarstæði á landinu og ekki má gleyma að hann er staðsettur í einum fallegasta firði á jörðinni. Akureyri er Los Angeles Íslands og það gleður mig að ég er einmitt staddur í Los Angeles í Californiu um þessar mundir að passa tvo ketti. Akureyri er fjölskyldu, menninga og skólabær, en hann er líka miklu meira. Hann er kattabær, skíðabær, sumarbær og vetrarparadís. Ég vil að Akureyri verði Paradís fyrir listamenn að búa í því þar sem listamenn eru slær hjartað. En ég vil líka leiðinlegu, samanherptu, þröngsýnu hatarana úr bænum. Burt með þetta lið. Húsnæðisvandinn og margur annar vandi gæti lagast eftir kosningar þegar kattaframboðið tekur yfir bæjarstjórninni og hatararnir flytja úr bænum. Þá verður líka gaman. Mjög gaman. Kjósum skemmtilega og fallega framtíð, Kjósum með hjartanu, kjósum K. Höfundur er oddviti kattaframboðsins ásamt kettinum Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Kettir Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Snorri Ásmundsson Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Eftir viku er kosið í sveitarstjórnarkosningum og ég óska eftir umboði ykkar til að starfa fyrir bæinn. Ég hef ekki starfað hjá bænum síðan í vinnuskólanum sem unglingur, en hef þó lagt mitt af mörkum við að lífga bæjarlífið. Kosningarnar gætu verið mikilvægustu kosningar í bænum í langan tíma. Við lifum á miklum breytingatímum og má líkja samtímanum við vísindaskáldsögu. Á svoleiðis tímum þarf nýja hugsun og nýja nálgun. Öryggistilfinningin eða þráin eftir henni gæti fengið fólk til að kjósa með óttanum en ekki hjartanu. Kjósendum gæti jafnvel dottið í hug að það væri öruggast að kjósa fjórflokkinn eða eitthvað enn verra? Kjósandi góður hafðu það hugfast að listi kattaframboðsins og tilvera hans er enginn tilviljun. Ég geri mér fulla grein fyrir að ég er umdeildur maður og það er mjög gott fyrir stjórnmálamann að vera það. Að vera umdeildur og þola áreitið sem því fylgir. Akureyri er fæðingabær minn og þar átti ég fallega og skemmtilega barnæsku. Akureyri er er einn af fallegustu bæjum sem fyrirfinnst og auk þess í besta bæjarstæði á landinu og ekki má gleyma að hann er staðsettur í einum fallegasta firði á jörðinni. Akureyri er Los Angeles Íslands og það gleður mig að ég er einmitt staddur í Los Angeles í Californiu um þessar mundir að passa tvo ketti. Akureyri er fjölskyldu, menninga og skólabær, en hann er líka miklu meira. Hann er kattabær, skíðabær, sumarbær og vetrarparadís. Ég vil að Akureyri verði Paradís fyrir listamenn að búa í því þar sem listamenn eru slær hjartað. En ég vil líka leiðinlegu, samanherptu, þröngsýnu hatarana úr bænum. Burt með þetta lið. Húsnæðisvandinn og margur annar vandi gæti lagast eftir kosningar þegar kattaframboðið tekur yfir bæjarstjórninni og hatararnir flytja úr bænum. Þá verður líka gaman. Mjög gaman. Kjósum skemmtilega og fallega framtíð, Kjósum með hjartanu, kjósum K. Höfundur er oddviti kattaframboðsins ásamt kettinum Reykjavík.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar