Viðreisn vill skóla fyrir alla Karólína Helga Símonardóttir skrifar 7. maí 2022 15:30 Ítrekað hefur verið kallað eftir því, bæði frá foreldrum sem og skólastéttinni, að innan bæjarins sé aukinn metnaður í stefnu bæjarins á einstaklingsmiðuðu námi. Enn og aftur virðist það vefjast fyrir skólayfirvöldum hvernig eigi mögulega að snúa sér í þessari stefnu, með alla þessa flóru barna. Ég furða mig á því, verandi grunnskóla foreldri núna í samanlagt næstum 16 ár að við erum enn þá að reyna finna upp hjólið, meira en það, við erum að slökkva mun stærri elda en voru hérna þegar mitt elsta barn byrjaði sína skólagöngu. En hvað er hægt að gera? Um daginn spurði mig foreldri: „hvað ætlar pólitíkin að gera? Hvernig ætlið þið að mæta þörfum barnsins míns? Og allra hinna 24 nemendanna í kennslustofnunni?“. Ég skil spurninguna vel. Hér er ekki við kennara og starfsfólk skólanna að saka. Hér hefur vantað, í alltof langan tíma, metnaðarfulla framtíðarsýn í skólamálum. Það er ekki nóg að búa til stefnur og innleiða hugmyndir nema að því fylgi almennilegt fjármagn og stuðningur. Og markvissar aðgerðir. Við í Viðreisn Hafnarfirði ætlum að taka metnaðarfull skref í átt að því að skólar séu fyrir einstaklinga, að meginmarkmið á öllum skólastigum Hafnarfjarðar sé að efla sjálfsmynd einstaklinganna. Það er mikilvægt að börnunum okkar líði vel á þessum vinnustað sem þau eru föst á marga klukkutíma á dag. Veltu fyrir þér, ef þér hefur liðið illa á vinnustað; hvernig gekk þér í þeirri vinnu? Vellíðan barna er nauðsynleg til þess að þau geti raunverulega lært. Að líða vel og hafa gaman að námi ýtir undir áhuga og bætir árangur. Með þessu viljum við undirbúa forvitna, lífsglaða og sjálfsörugga einstaklinga sem hafa getu til að standa á eigin fótum, rýna sér til gagns og taka virkan þátt í lýðræðissamfélagi. Við ætlum að auka frelsi grunn- og leikskóla Hafnarfjarðar og draga úr miðstýringu. Við viljum færa valdið aftur inn í skólanna til stjórnenda og kennara. Eflum það frábæra fólk sem starfar innan skólakerfisins, búum til umgjörð þar sem það hefur meira rými til að gera það sem það gerir best; fræða og þroska börnin. Vellíðan þeirra er líka grundvöllur á árangursríkum skólum. Við viljum efla til muna stoðþjónustu leik- og grunnskóla þar sem höfuðáhersla verður lögð á snemmtæka íhlutun og ekki síður eftirfylgni. Við viljum að lagt sé fjármagn í það að fjölga stöðugildum innan skólanna til að styðja við skólastarfið, horft sé til þess að bæta inn fagmenntuðum iðju- og þroskaþjálfum, talmeinafræðingum sem og sálfræðingum. Meira frelsi, meiri Viðreisn Höfundur skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karólína Helga Símonardóttir Viðreisn Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ítrekað hefur verið kallað eftir því, bæði frá foreldrum sem og skólastéttinni, að innan bæjarins sé aukinn metnaður í stefnu bæjarins á einstaklingsmiðuðu námi. Enn og aftur virðist það vefjast fyrir skólayfirvöldum hvernig eigi mögulega að snúa sér í þessari stefnu, með alla þessa flóru barna. Ég furða mig á því, verandi grunnskóla foreldri núna í samanlagt næstum 16 ár að við erum enn þá að reyna finna upp hjólið, meira en það, við erum að slökkva mun stærri elda en voru hérna þegar mitt elsta barn byrjaði sína skólagöngu. En hvað er hægt að gera? Um daginn spurði mig foreldri: „hvað ætlar pólitíkin að gera? Hvernig ætlið þið að mæta þörfum barnsins míns? Og allra hinna 24 nemendanna í kennslustofnunni?“. Ég skil spurninguna vel. Hér er ekki við kennara og starfsfólk skólanna að saka. Hér hefur vantað, í alltof langan tíma, metnaðarfulla framtíðarsýn í skólamálum. Það er ekki nóg að búa til stefnur og innleiða hugmyndir nema að því fylgi almennilegt fjármagn og stuðningur. Og markvissar aðgerðir. Við í Viðreisn Hafnarfirði ætlum að taka metnaðarfull skref í átt að því að skólar séu fyrir einstaklinga, að meginmarkmið á öllum skólastigum Hafnarfjarðar sé að efla sjálfsmynd einstaklinganna. Það er mikilvægt að börnunum okkar líði vel á þessum vinnustað sem þau eru föst á marga klukkutíma á dag. Veltu fyrir þér, ef þér hefur liðið illa á vinnustað; hvernig gekk þér í þeirri vinnu? Vellíðan barna er nauðsynleg til þess að þau geti raunverulega lært. Að líða vel og hafa gaman að námi ýtir undir áhuga og bætir árangur. Með þessu viljum við undirbúa forvitna, lífsglaða og sjálfsörugga einstaklinga sem hafa getu til að standa á eigin fótum, rýna sér til gagns og taka virkan þátt í lýðræðissamfélagi. Við ætlum að auka frelsi grunn- og leikskóla Hafnarfjarðar og draga úr miðstýringu. Við viljum færa valdið aftur inn í skólanna til stjórnenda og kennara. Eflum það frábæra fólk sem starfar innan skólakerfisins, búum til umgjörð þar sem það hefur meira rými til að gera það sem það gerir best; fræða og þroska börnin. Vellíðan þeirra er líka grundvöllur á árangursríkum skólum. Við viljum efla til muna stoðþjónustu leik- og grunnskóla þar sem höfuðáhersla verður lögð á snemmtæka íhlutun og ekki síður eftirfylgni. Við viljum að lagt sé fjármagn í það að fjölga stöðugildum innan skólanna til að styðja við skólastarfið, horft sé til þess að bæta inn fagmenntuðum iðju- og þroskaþjálfum, talmeinafræðingum sem og sálfræðingum. Meira frelsi, meiri Viðreisn Höfundur skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun