Framsókn til framtíðar í húsnæðismálum í Fjarðabyggð Jón Björn Hákonarson skrifar 7. maí 2022 12:01 Fjarðabyggð er sístækkandi samfélag þar sem vaxandi þörf hefur orðið eftir íbúðarhúsnæði á síðustu misserum. Það er því af sem áður var þegar dræm sala var á íbúðarhúsnæði og verð voru lág. Mikil eftirspurn er nú eftir íbúðarhúsnæði í Fjarðabyggð og auk þess hefur fjöldi úthlutaðra byggingarlóða ekki verið meiri um nokkuð langa hríð. Í fyrirsjánlegri framtíð er ljóst að eftirspurn mun aukast og ljóst að eitt af þeim fjölmörgu verkefnum sem bíður nýrrar bæjarstjórnar Fjarðabyggðar að loknum kosningum er að takast á við þetta verkefni og koma til móts við þessa þörf. Greiðum fyrir byggingu húsnæðis Framsókn í Fjarðabyggð mun á komandi kjörtímabili leggja höfuðáherslu á greiða fyrir byggingu húsnæðis í sveitarfélaginu eftir ýmsum leiðum. Mikil þörf er fyrir nýtt íbúðarhúsnæði í Fjarðabyggð til að hingað geti flutt nýjir íbúar. Þá er ekki síður þörf fyrir minna húsnæði fyrir þá íbúa sem vilja minnka við sig og selja stærri eignir ásamt því að efla leigumarkað í hverfum Fjarðabyggðar. Framsókn í Fjarðabyggð mun áfram leggja áherslu á að framhald verði á afslætti á gatnagerðargjöldum en síðustu ár hefur verið veittur 75% afsláttur af þeim til að liðka fyrir nýbyggingum í sveitarfélaginu. Þá þarf að tryggja áfram nægt framboð lóða í öllum hverfum. Skoða þarf alla möguleika í þeim efnum m.a. að þétta byggð í núverandi hverfum og byggja á lausum lóðum innan eldri byggðar. Þá þarf að meta þörf hverju sinni fyrir uppbyggingu nýrra hverfa og hefja undirbúning þess þar sem þess er þörf. Þá þarf einnig að kanna möguleika á því að útbúa lóðir, eftir þörfum, í minni hverfum Fjarðabyggðar þannig að þær verði tilbúnar til að byggja á þeim og liðka þannig fyrir uppbyggingu í þeim hverfum Fjarðabyggðar þar sem nýbyggingar hafa ekki risið um langt skeið. Við höfum látið verkin tala Framsókn hefur á þessu kjörtímabili unnið að þessum málum af krafti, og markverður árangur hefur náðst. Eitt af því sem unnið hefur verið að af upp á síðkastið er að koma á stað byggingum í samstarfi við opinbera aðila á leigumarkaði. Stigið var mikilvægt skref á liðnu hausti er Fjarðabyggð lagði íbúðir sínar inn í óhagnaðardrifna leigufélagið Bríet sem stjórnvöld höfðu stofnað. Með því eignaðist Fjarðabyggð hlut í Bríet og um leið renndi stoðum undir byggingu nýrra leiguíbúða í hverfum Fjarðabyggðar. Fyrstu verkefnin í þeim efnum litu svo ljós í vikunni sem er að líða er skrifað var undir samning milli Bríetar, Fjarðabyggðar, HMS og Búðinga ehf. um byggingu fjögurra leiguíbúða á Norðfirði sem rísa munu á sumri komanda, tveggja íbúða á Breiðdalsvík sem hafist verður handa við að byggja næsta haust og um leið keyptar tvær íbúðir á Fáskrúðsfirði sem tilbúnar verða í sumar. Er hér um mjög mikilvægt verkefni að ræða sem efla mun leigumarkað í Fjarðabyggð. Þá verður nú í maí hafist handa við undirbúning að viljayfirlýsingu um byggingu leiguíbúða á Eskifirði og Stöðvarfirði sem boðnar verða þá út á sumri komanda. Þá stóð Fjarðabyggð einnig að stofnun Brákar húsnæðissjálfseignarstofnunar í vetur með fleiri sveitarfélögum á landsbyggðinni. Brák húsnæðissjálfseignarstofnun mun byggja húsnæði fyrir tekjulægri hópa og er þegar hafin bygging fimm íbúða á vegum hennar á Reyðarfirði sem tilbúnar verða á komandi hausti og mikil þörf er fyrir. Þá Sótti Fjarðabyggð um stofnframlög til HMS, nú í vor, fyrir frekari slíka uppbyggingu á vegum Brákar á Eskifirði og Norðfirði og mun það liggja fyrir í júní næstkomandi hvort þau framlög fáist. Mun verða sótt um fleiri slík stofnframlög svo í framhaldi af því í fleiri hverfum sveitarfélagsins. Þannig verður brugðist við þörf fyrir slík úrræði sem víðast í sveitarfélaginu. Verk Framsóknar í Fjarðabyggð að undanförnu sína að okkur er treystandi til að halda vel á þessum málaflokki og sækja fram í húsnæðismálum í Fjarðabyggð. Framsókn í Fjarðabyggð mun halda því áfram á næstu árum, fáum við til þess stuðning, og tryggja að skortur á húsnæði hamli ekki því að Fjarðabyggð geti haldið áfram að vaxa og dafna. Því óskum við eftir stuðningi ykkar kæru sveitungar í sveitarstjórnarkosningunum þann 14.maí nk. Setjum X við B fyrir framsókn til framtíðar í húsnæðismálum í Fjarðabyggð. Höfundur er bæjarstjóri Fjarðabyggðar, og situr í 1. sæti á lista Framsóknar í Fjarðabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar þann 14. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Björn Hákonarson Fjarðabyggð Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Húsnæðismál Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Fjarðabyggð er sístækkandi samfélag þar sem vaxandi þörf hefur orðið eftir íbúðarhúsnæði á síðustu misserum. Það er því af sem áður var þegar dræm sala var á íbúðarhúsnæði og verð voru lág. Mikil eftirspurn er nú eftir íbúðarhúsnæði í Fjarðabyggð og auk þess hefur fjöldi úthlutaðra byggingarlóða ekki verið meiri um nokkuð langa hríð. Í fyrirsjánlegri framtíð er ljóst að eftirspurn mun aukast og ljóst að eitt af þeim fjölmörgu verkefnum sem bíður nýrrar bæjarstjórnar Fjarðabyggðar að loknum kosningum er að takast á við þetta verkefni og koma til móts við þessa þörf. Greiðum fyrir byggingu húsnæðis Framsókn í Fjarðabyggð mun á komandi kjörtímabili leggja höfuðáherslu á greiða fyrir byggingu húsnæðis í sveitarfélaginu eftir ýmsum leiðum. Mikil þörf er fyrir nýtt íbúðarhúsnæði í Fjarðabyggð til að hingað geti flutt nýjir íbúar. Þá er ekki síður þörf fyrir minna húsnæði fyrir þá íbúa sem vilja minnka við sig og selja stærri eignir ásamt því að efla leigumarkað í hverfum Fjarðabyggðar. Framsókn í Fjarðabyggð mun áfram leggja áherslu á að framhald verði á afslætti á gatnagerðargjöldum en síðustu ár hefur verið veittur 75% afsláttur af þeim til að liðka fyrir nýbyggingum í sveitarfélaginu. Þá þarf að tryggja áfram nægt framboð lóða í öllum hverfum. Skoða þarf alla möguleika í þeim efnum m.a. að þétta byggð í núverandi hverfum og byggja á lausum lóðum innan eldri byggðar. Þá þarf að meta þörf hverju sinni fyrir uppbyggingu nýrra hverfa og hefja undirbúning þess þar sem þess er þörf. Þá þarf einnig að kanna möguleika á því að útbúa lóðir, eftir þörfum, í minni hverfum Fjarðabyggðar þannig að þær verði tilbúnar til að byggja á þeim og liðka þannig fyrir uppbyggingu í þeim hverfum Fjarðabyggðar þar sem nýbyggingar hafa ekki risið um langt skeið. Við höfum látið verkin tala Framsókn hefur á þessu kjörtímabili unnið að þessum málum af krafti, og markverður árangur hefur náðst. Eitt af því sem unnið hefur verið að af upp á síðkastið er að koma á stað byggingum í samstarfi við opinbera aðila á leigumarkaði. Stigið var mikilvægt skref á liðnu hausti er Fjarðabyggð lagði íbúðir sínar inn í óhagnaðardrifna leigufélagið Bríet sem stjórnvöld höfðu stofnað. Með því eignaðist Fjarðabyggð hlut í Bríet og um leið renndi stoðum undir byggingu nýrra leiguíbúða í hverfum Fjarðabyggðar. Fyrstu verkefnin í þeim efnum litu svo ljós í vikunni sem er að líða er skrifað var undir samning milli Bríetar, Fjarðabyggðar, HMS og Búðinga ehf. um byggingu fjögurra leiguíbúða á Norðfirði sem rísa munu á sumri komanda, tveggja íbúða á Breiðdalsvík sem hafist verður handa við að byggja næsta haust og um leið keyptar tvær íbúðir á Fáskrúðsfirði sem tilbúnar verða í sumar. Er hér um mjög mikilvægt verkefni að ræða sem efla mun leigumarkað í Fjarðabyggð. Þá verður nú í maí hafist handa við undirbúning að viljayfirlýsingu um byggingu leiguíbúða á Eskifirði og Stöðvarfirði sem boðnar verða þá út á sumri komanda. Þá stóð Fjarðabyggð einnig að stofnun Brákar húsnæðissjálfseignarstofnunar í vetur með fleiri sveitarfélögum á landsbyggðinni. Brák húsnæðissjálfseignarstofnun mun byggja húsnæði fyrir tekjulægri hópa og er þegar hafin bygging fimm íbúða á vegum hennar á Reyðarfirði sem tilbúnar verða á komandi hausti og mikil þörf er fyrir. Þá Sótti Fjarðabyggð um stofnframlög til HMS, nú í vor, fyrir frekari slíka uppbyggingu á vegum Brákar á Eskifirði og Norðfirði og mun það liggja fyrir í júní næstkomandi hvort þau framlög fáist. Mun verða sótt um fleiri slík stofnframlög svo í framhaldi af því í fleiri hverfum sveitarfélagsins. Þannig verður brugðist við þörf fyrir slík úrræði sem víðast í sveitarfélaginu. Verk Framsóknar í Fjarðabyggð að undanförnu sína að okkur er treystandi til að halda vel á þessum málaflokki og sækja fram í húsnæðismálum í Fjarðabyggð. Framsókn í Fjarðabyggð mun halda því áfram á næstu árum, fáum við til þess stuðning, og tryggja að skortur á húsnæði hamli ekki því að Fjarðabyggð geti haldið áfram að vaxa og dafna. Því óskum við eftir stuðningi ykkar kæru sveitungar í sveitarstjórnarkosningunum þann 14.maí nk. Setjum X við B fyrir framsókn til framtíðar í húsnæðismálum í Fjarðabyggð. Höfundur er bæjarstjóri Fjarðabyggðar, og situr í 1. sæti á lista Framsóknar í Fjarðabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar þann 14. maí.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar